Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 13
Fáein orð um hjúskaparlöggjöfina Eftir Önnu SigurSardóttur Það er náttúrleg ósk hvers manns að eiga þess kost „að rækja hina einu augljósu köll- un lífsins: að verða faðir og móðir'*.1) Lífeðlislegur munur á karli og konu veld- ur því, að hvorugt getur án annars verið til þess að rækja frumskyldu lífsins. Þess vegna er hjónaband stofnað, og „ . . . nú er sú skoðun almennust, að hjúskapur sé ævilangt og algert samband karls og konu . . .“2a) Hjónabandið og „heimilið, þar sem barn- ið vex upp og þroskast til þess síðarmeir að verða starfandi þjóðfélagsþegn, er mikil- vægur þáttur í þjóðlífi okkar“.2b) Um hjúskap gilda mörg lög, bæði skráð og óskráð. Flestir þekkja aðeins óskráðu lögin: Að hjúskapur sé stofnaður til þess að viðhalda mannkyninu og að eitt skuli yfir hæði ganga, og lög kirkjunnar: „Það, sem guð hefir saman tengt, má maðurinn ekki sundur skilja.“ Menn eru yfirleitt ófróðir um hjúskapar- löggjöfina, enda fjallar liún meira um slit hjúskapar en lijúskapinn sjálfan. alltaf reiðubúin að koma, ef heilsa hennar leyfir. Heiðraðir hlustendur hlýða á hana í forundrun. Hún varð sjötug á þessu ári, þótt ótrúlegt sé. Ég tek oft einhverja af bókum hennar ofan úr hillu til þess að rifja upp Lengdar- bauginn, sögur hennar um börn, eða kvæð- ið um strákinn Bob, og þá minnist ég alltaf konunnar ungu með góðlegu augun, hárið ljósa og þetta kankvíslega uppbretta nef. Moshvu, október 1960. Skrifað fyrir Melkorku. Á. B. þýddi Lögin, sem samþykkt voru á Alþingi árið 1900 gilda enn þá fyrir þau hjón, sem voru gefin saman fyrir 1. janúar 1924, „en sam- kvæmt þeim lögum er réttur eiginkonu til umráða yfir félagsbúinu og það jafnvel verðmætum, sem hún liefir sjálf lagt J:>ar til, svo fyrir borð borinn, að á engan hátt sam- rýmist hugmyndum nútímans um jafnrétti kynjanna". 3a) Eiginmaðurinn er í þessum hjónaböndum nær einvaldur. Nú liggur fyr- ir Alþingi, að tilhlutan landsfundar Kven- réttindafélags íslands 1960, frumvarp til laga um að afnema þessi 37 ára gömlu „bráðabirgðaákvæði“ í lögunum urn rétt- indi og skyldur lijóna. Frumvarp laganna um réttindi og skyldur hjóna — eða frumvarp til laga um lögfylgjur hjónabands, eins og það liét þá — valdi „þá leiðina, að fylgja jafnræðishugsjóninni í einu og öllu.“4) Alþingismenn virðast liafa trúað því, að með þessu frumvarpi, ef að lögum yrði, væri réttindabaráttu íslenzkra kvenna lokið: „Og hvað sem annars má um Alþingi segja, J)á er óhætt að fullyrða, að það hafi yfirleitt tekið liðlega í að jafna rétt karla og kvenna. Nú er ekki annað eftir af þessu verki en þetta frumvarp, og treysti ég því, að það verði nú að lögum.“ 5) Jafnrétti þessara laga hefir ávallt síðan verið haldið fram: „Þau lög eru byggð á jafnrétti karls og konu.“<>) „Með þeim (lögunum) var lögfest jafn- ræði í fjármálum þeirra innbyrðis og gagn- vart þriðja manni.“3h) ,,---giftar konur fengu fyrst fullkomið jafnræði við mann sinn yfir félagsbúi þeiiæa 1923.“2c) Það er sannarlega gott, að jafnréttisandi melkorka 13

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.