Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 15
og tíma, hefur víst aldrei verið reiknað út. En hann ætti að minnsta kosti að nægja á móti peningum föðurins. Hjúskaparlögin virðast hafa gleymt til- gangi sínum, að karl og kona bindist ævi- böndum til þess að rækja hina einu aug- ljósu köllun lífsins. Þau gefa lífeðlislegum mismun föður og móður engan gaum. Þau sniðganga hefðbundna verkaskipt- ingu hjóna og aðstöðumun þeirra til þess að vera „fullgildir þátttakendur í atvinnustörf- um“l3) þjóðfélagsins og afla gjaldmiðils til eignamyndunar. Engin ákvæði eru um það í lögunum, að lífsorkan, sem móðirin lætur barni sínu í té frá upphafi þess, þangað til það hættir að vera á brjósti, og vinna hennar við að annast það, gefi hliðstæð réttindi og peningarnir, sem faðirinn vinnur fyrir á meðan, gefa honum. Engin ákvæði í lögunum taka tillit til þess, að oft og tíðum gerir staða eiginmanns- ins sérstakar kröfur til eiginkonunnar sem húsmóður, svo að hún getur alls ekki stund- að fullgild atvinnustörf þó að hún hafi ekki börn um að hugsa (dæmi: kona ríkisforseta, sendiherra, sóknarprests og héraðslæknis). „Lögunum verður að breyta, gildi móð- urhlutverksins verður að viðurkenna og það má ekki verða konunni til tjóns, að náttúr- an hefur nú einu sinni lagt henni á herðar byrðina — og gleðina — og ríkidæmið — að fæða börn.“14) Samnorræn lögfræðinganefnd situr nú á rökstólum til þess að endurskoða hjúskapar- löggjöfina. Megi henni takast að semja lög, sem tryggi hjónum ekki aðeins jafnan rétt innbyrðis, heldur og jafnan rétt við hverja tvo aðra menn, og að fjölskyldur þeirra njóti sérstakrar verndar ríkisvaldsins. !) Jóhann Sæmundson: Mannslíkaminn, bls. 29 2a) Páll Sigþór Pálsson: íslenzka þjóðfélagið — Námsbók handa skólum og almenningi, bls. 42 2b) Sama bók, bls. 42 2c) Sama bók, bls. 38 3a) Greinargerð að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 20, 20. júní 1923, um réttindi og skyldur bjóna, lagt fyrir Alþingi 1960 3b) Sama 4) Kolbeinn ungi (dulnefni): Hjónabandið, bls. 5 (Bæklingur 14 bls. um frumvarp til laga um lögfylgjur hjónabands) 1922 5) Jón Magnússon frsm. frumvarps til laga um lögfylgj- ur hjónabands: Alþingistíðindi 1923 6) Magnús Thorlacíus: Grein í Morgunblaðinu 15. okt. 1959 7a og 7b) Rannveig Þorsteinsdóttir: Um fjármál hjóna, erindi flutt á norrænu lögfræðingamóti í ágúst 1954, birt í Úlfljóti, blaði Orators, félags laganema, 2. tbl. 1956. Það er illa farið, að þetta erindi hefur ekki birzt þar, sem konur hafa greiðan aðgang að því. 8) Olafur Jóhannesson: Lög og réttur, bls. 74 9a og 9b) V. Bentzon, prófessor, form. dönsku hjúskap- arlaganefndarinnar i norrænu samvinnunefndinni frá 1909: Grein um Ægteskab i Salomonsens Konversations Leksikon 10) Karen Johnsen: Grein í Kvinden i Samfundet: Kvindens almindelige Retsstilling, bls. 326 11) Greinargerð að frumvarpi til laga um lögfylgjur hjónabands, 1922: Um 20.—22— grein 12) Stjórnarskrá íslands: 33. grein um kosningarrétt til Alþingis: „ — Gift kona telst fjár síns ráðandi, þótt hún eigi óskilið fjárlag með manni sínum-----“ 13) Manntal á íslandi 1. des. 1950, bls. 42 14) Lis Groes, fyrrv. viðskiptamálaráðherra Dana (10 barna móðir): Pligtkollision eller rigdom, grein í sænska kvennablaðinu Hertha, 5. tbl. 1957 15) Smbr. grein eftir Árna Snævar i Úlfljóti 3 tbl. 1957: Samsköttun hjóna er andstæð stjórnarskrá V.—Þýzkalands Mexico Fram á 20. öld var staða konunnar á heimilinu; en bæri stríð að höndum varð hún að berjast eins og karl- maðurinn. Að lögum gat hún ekki farið að heiman inn- an þrítugsaldurs (nema gift). Og hún hafði hvorki kosningarrétt né kjörgengi. Árið 1953 fengu konur í Mexico kosningarétt. Ama- lía de Castillo Ledón er aðstoðarmenntamálaráðherra. Formaður sáttanefndar ríkisins í vinnudeilum er kona, Maria Christina Salmorin de Tamayo, 36 ára að aldri. Hún hefur 150 manns í þjónustu sinni. Kona stýrir ,„F.l Universal" einu aðaldagblaði Mexico City. í þeirri borg eru a. m. k. 225 kvenlögfræðingar og í öllu landinu eru um 1000 konur efnafræðingar. Á ríkisháskólanum er þriðjungurinn við tannlækninganám konur og 25% hagfræðistúdentar eru konur. MELKORKA 15

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.