Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 18
VELLYGNI BJARNI LEIKRIT í ÞREMUR ÞÁTTUM Eftir Oddnýju Guðmundsdóttur Leikrit þetta jékk 2. verðlaun i leikritasamkeþpni út- varþsins árið 1956. — Ritstj. Persónur: Bjarni, Lauga, móðir Bjarna, Siggi litli. 1. ÞÁTTUR (Lauga situr hniþin á þúfu i Itckjarhvammi. Hún er jimmtán ára, með Ijósar hárfléttur, berfœtt, tötraleg. Bjarni kemur yfir lœkinn. Hann er átján ára, gelgjuleg- ur, rnagur og öllu verr klæddur en Lauga.) BJARNI: Lauga á þúful Kýrnar eru alls staðar að leita að þér. LAUGA: Ég hcf aldrei séð þig fyrr. Hvað heitirðu? BJARNI: Ég heiti nú hvorki meira né minna en Bjarni. LAUGA: Hvers vegna kallarðu mig Laugu á Þúfu? Ég á ekki heima á neinni Þúfu. Ég á heima á Hrauni. BJARNI: Víst siturðu á þúfu. En kýrnar á Hrauni komu heim á tún til okkar. LAUGA: Hannes hefur látið þig snúa þeim við. BJARNI: Og þegar kúm er snúið við, snýr gorvömbin út. En hvað er þetta? Mér sýnist ekki liggja vel á þér. LAUGA: Það er nú lítil ástæða til að láta liggja vel á sér. Þú mátt segja frá því, ef þú vilt, að ég hafi verið að hvíla mig. BJARNI: Ég hef nú líklega önnur umtalsefni, nýkom- inn í sveitina, en að segja frá því, hvort þú situr eða stendur, Lauguhró. LAUGA: Ég hef heyrt þín getið. Þú ert að sunnan. Hvernig datt þér i hug að koma hingað? BJARNI: Ég hélt, að eitthvað væri öðruvísi hérna en heima. En það er ósköp svipað. LAUGA: Stundum langar mig til að fara eitthvað. BJARNI: Það þýðir ekkert. Berðu Bjarna fyrir því. Menn eins og hann sóma sér líka alls staðar jafn vel og hafa ekkert að skammast sín fyrir. En hvað gengur að þér, Lauguveslingur? LAUGA: Ekkert. BJARNI: Það er einmitt versta mótlætið, sem ekki seg- ir til nafns síns. Ég gef mótlætinu alltaf eitthvert nafn. Annars er ekki hægt að taka það til bæna. LAUGA: Hvað kallarðu það, að ég var látin standa neðst en Setta á Strönd cfst, þcgar við vorum fermd- ar? BJARNI: Ég kalla það svo sem ekki neitt merkilegt. Ég hugsa bara, að Guð hafi glott í laumi að gáfunum hennar Settu. LAUGA: Hvernig dettur þér þctta í hug? BJARNI: Ég hugsa, að Drottinn sé kíminn. Og þegar hann Hannes á Strönd kemur til Himnaríkis, veit ég upp á hár, hvernig viðtökurnar verða: Himnafaðir- inn setur ltann að veizluborði og segir: „Reyndu nú að gera þér gott af þessu lirasli, Hanncs minn. Þú hefðir ekki boðið hjúunum þínum svona snarl.“ „Eru mín hjú hér?“ spyr Hannes. „Já,“ svarar Drottinn.„Ég fékk fleiri hjú frá þér á tíu árum en frá öðrum á hálfri öld. Og þeim er maturinn á Strönd minnisstæður. Þarna er hann Bjarni. Hann komst varla inn um nokkrar dyr, fyrst eftir að hann kom liingað." Svo kallar skaparinn á öll hjú Hannesar, og við sitjum á móti honum við borðið og réttum honum krásirnar. En himnafaðirinn horfir íbygginn á. Svona liugsa ég, að sé tekið á móti þeim í Himna- ríki, sem gefa hjúum sínum undanrennu og horkjöt. Það er varla nein fantameðferð á Himnum. En mönnum er ekki hlíft við að skammast sín. LAUGA: Hvað er að heyra til þín, drengur? Þetta stendur ekki í neinum bókum. BJARNI: Það er margt til, sem ekki er getið um í bók- um. Ég gæti vel samið bækur sjálfur. Langar, þykkar bækur, bara úr engu — ekki úr neinu, sem ég hcf séð og heyrt. Ég mundi bara láta aftur augun og lilusta, þar til ég heyrði örlítið suðuhljóð x sálargrýtunni, neðst við botninn. Þá héldi ég niðri í mér andanum örfá augnablik — og allt í einu sýður út úr, og sorg og gleði flæðir í stríðum straumum út yfir hlóðar- steinana og niður i eklinn. LAUGA: Talarðu svona við fólkið hcima hjá þér? BJARNI: Ojá, ég tala bæði við sjálfan xnig og aðra. Tungan er eklur, heiniur fullur ranglætis, segir bibl- fan. Ég liugsa, að það sé orðuin aukið, en hitt er víst, að tungan er heimur út af fyrir sig, stór heimur, sem enginn ræður yfir. Það eru til margir heimar, sem enginn getur slcgið eign sinni á. LAUGA: Ég fer að halda, að tungan sé nauðsynleg. BJARNI: Þú gerir mig ekki orðlausan með svona dylgj- um, Lauga litla. Hvers vegna er alltaf reynt að þagga niður í þcim, sem hafa gaman af að tala? Þcgar ég 18 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.