Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 21
degi fór þokan að greiðast í sundur. Og þá datt saxið í sjóinn. Þess vegna kem ég ekki með saxið, góði minn. LAUGA: Hvað gerir það? Getur hann Siggi litli ekki farið út og hlynnt svolítið að henni Bleik, að minnsta kosti heilsað upp á hana, blessaða skepnuna. Ég valdi úr moðinu í stallinn hennar í dag. Greip hún ekki strax í það? BJARNI: Hún Bleik bregður ekki vana sínum. Sú var nú þýð núna. Þegar ég fór frá Reykjavík, kom hún Guðrún frænka þín með kaffi handa mér. Ég var þá kominn á bak og segi svona við Gunnu, að hún skuli bara láta bollann á lendina á þeirri bleiku. Hún tók þá sprettinn og stanzaði ekki fyrr en hún kom í hlaðið á Kalmanstungu. Og vitið þið hvað? Þá er bollinn barmafullur enn, og ég drakk úr honum þarna á hlaðinu. LAUGA: Jæja, hún er þá ekki hraðskreið, auminginn, sem varla er von eftir annan eins vetur. BJARNI: Blessuð góða, það vantaði ekki, að ferð væri á henni. Þegar ég lagði af stað frá Kalmanstungu byrjaði að rigna. Mér þótti vont að blotna, og mér varð það á, að slá i merina. Hún tekur þá sprettinn á undan skúrinni, norður yfir Holtavörðuheiðina. Ég sá til englanna uppi í loftinu, að þeir voru að ryðja niður skýjunum með óskaplegu handafálmi. Og ég sendi þeim tóninn: „Herðið þið á skúrinni. Ég skal herða á merinni." Fyrstu regndroparnir skullu á lendinni á henni, þegar ég reið í hlaðið á Strönd. LAUGA: Þú hefur víst komið gangandi, Bjarni minn. BJARNI: Bara hérna frá Strönd. LAUGA: Þú ert rennblautur. Þetta er líka auma veðr- ið, grenjandi krapahríð. Og nú slær ofan i stromp- inn. Hann er afleitur, þessi moðreykur. BJARNI: Ja, ekki spyr ég að því. Þegar við erum eldi- viðarlaus, dreymir okkur um að kafna úr reyk af mó og taði. Við skulum ekki láta það spyrjast um okkur, Lauga mín, að við köfnum úr moðreyk. LAUGA: Ég fer út og skýli hjá. BJARNI: Ég fer. Það er ekkert kvenfólksveður. (Fer). MÓBIR BJARNA: Því lætur drengurinn alltaf eins og fáviti? Hvað varð af saxinu, þessum ágæta grip, lista- smíði eftir hann Þorlák heitinn. LAUGA: Hann hefur selt það fyrir nokkra skildinga. MÓÐIRIN: Og hvað er satt í þessu með hana Bleik? LAUGA: Hún er horuð eftir veturinn, Bjarni hefur gengið í illviðrinu yfir heiðina og gert sér það til dægrastyttingar að rabba við englana uppi í skýjun- um. MÓ0IR BJARNA: Hvað segirðu, kona? Þetta er guð- last. LAUGA: Hann Bjarni hefur nú sínar sérstöku hug- myndir um himin og jörð. Hann segir, að oft sé erfitt að átta sig á, hvað sé ímyndun og hvað veruleiki. Og ég held, að öll vonzka í heiminum stafi af því, að menn láta ljótar imyndanir ráða gerðum sínum, búa sér til ófreskjumyndir af lífinu og kalla það veru- leika. MÓÐIRIN: Góða Lauga mín, farðu nú ekki að vaða elginn eins og hann Bjarni. Scgðu mér hcldur, hvers vegna hann skildi hrossið eftir á Strönd. LAUGA: Synir Hannesar heitins hafa tekið hana Bleik upp í landsskuldina. Verra gat það verið. Þeir ciga nóg hey. — Ósköp er hann Bjarni lengi. BJARNI: Ég kem. LAUGA: Þú ert haltur. BJARNI: Þegar ég var að enda við að skýla hjá, koin sviptibylur og feykti mér suður á heiðar, og ég ]ær- brotnaði í fallinu. Til allrar heppni fann ég birki- lurk og staulaðist við hann lieim. MÓBIRIN: Þú ert eitthvað meiddur, eða kominn að niðurfalli af þreytu. Því segirðu ckki bara bláberan sannleikann? BJARNI: Veiztu, hvers vegna sannleikurinn er ber, mamma? Það er vegna þess, að lygin hefur reytt utan af honum spjarirnar og spókar sig í gervi hans. Ótrú- leg lygi skaðar engan og gengur næst sannleikanum frammi fyrir Guði. MÓÐIRIN: Hún ríður ekki við einteyming, lygin. BJARNI: Aktaugarnar hennar eru enginn bláþráður heldur, enda hefur hún alla veröldina í eftirdragi. Seinheppinn var Ðrottinn, þegar hann skapaði lyg- ina. Hann gaf mönnunum hana til skemmtunar, eins og meinlaust leikfang. Það voru þeir, sem breyttu henni I ófreskju og beittu henni fyrir veraldarvagn- inn. Og nú skeiðar hún með okkur sína leið til ei- lífðar, ef enginn tekur í taumana. MÓÐIRIN: Hverjir ættu svo sem að taka i taumana, nema Himnafaðirinn sjálfur? BJARNI: Ekki er ég að lasta hann. Skaparinn gaf okk- ur allt í góðu skyni. Og hann hlýtur að vera gæddur mikilli gamansemi, ef hann afber að sjá, hvernig ntcnn fara með það. En ég veit, að hann treystir því, að lífsglaðir og skemmtilegir menn taki einhverntfma til sinna ráða. MÓÐIRIN: Alltaf er sama ruglið í þér, Bjarni. BJARNI: Hef ég ekki oft sagt það og segi það enn, að sá, sem ekki getur tekið lifinu í gamni, verður annað- livort aumingi eða harðstjóri. Flestum verður strax á unga aldri svo óglatt af lífinu, að þcir æla sálinni með öllu saman. Og innantómari er mannskepnan þá en af sulti — þessum sulti, sem við þekkjum. — Áttu ekki harðfiskstirtlu, Lauga mín? LAUGA: Jú, og ég geymdi þér lika flatbrauðsköku. BJARNI: Það er bærilegt. Og þegar lygnir rota ég sex seli. Ég rek þá á fjall, og þú gctur verið viss um, að i haust, þegar ég slátra þeim, kemur álft innan úr hverjum sel. Ur álftabeinunum smiða ég sex móhrip, því að það verður mikil mótekja i Strandarkoti í sumar. Frh. d bls. 25 MELKORKA 21

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.