Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 22
Of lítið — Of seint Eftir Sólveigu Einarsdóttur Fyrir utan gluggann minn eru ein sex börn að leika sér á stórum moldarbing rétt við götuna. Lítil stúlka býr til moldarkökur og þykist vera mamma, en litlir drengir aka mold og steinum til og frá á bílnum sínum. Þetta er sjón, sem daglega ber fyrir augu vegfarenda. í grind á gólfinu bak við mig leikur litla stúlkan mín sér að bangsa sínum og nokkr- um kubbum. Verður það hennar hlutskipti eftir þrjú til fjögur ár að leika sér úti á ein- hverri moldarhrúgu, eins og þeirri, sem blasir við mér? Á hún ef til vill eftir að verða fórn hins ægilega hraða og kæruleysis nútímans? — Nei, ég get ekki orða bundizt. Hversu lengi eigum við að þola skeytingarleysi þjóðfélagsins gagnvart börnunum? Hversu lengi á að láta bæjarstjórn Reykjavíkur komast upp með að sýna yngstu kynslóðinni svo mikið kæruleysi? Dagheimili eru fá og smá, eða aðeins 5 með Tjarnarborg, sem einnig er leikskóli og Laufásborg, þar sem einnig er dagvöggu- stofa. Rúma þessi fimm barnaheimili um 450 börn. Ein einasta vöggustofa er í bæn- um og rúmar hún aðeins 25 börn. Leikskól- ar eru I jórir fyrir utan Tjarnarborg, einnig eru 10—12 gæzluvellir þar sem börn geta leikið sér á daginn undir eftirliti. Þetta er nú öll umhyggjan og framkvæmdasemin hjá stjórn Reykjavíkurbæjar fyrir þeim þúsund- um barna, sem byggja þessa borg og það eft- ir fleiri áratuga starf. Skyldi það nú vera vegna lítillar þarfar og ónógrar eftirspurnar? Onei, einstæðar mæð- Börn úr leikskóla Tjarnarborgar trieð fóstrum slnum. 22 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.