Melkorka - 01.03.1961, Side 23

Melkorka - 01.03.1961, Side 23
ur ganga að vísu fyrir með börn sín, þær þurfa samt að vera á biðlista vikum saman, og hvað þá þær sem giftar eru. Ungar, giftar mæður vinna gjarnan úti, og ráðist ung hjón í það að reyna að reisa sér þak yfir höf- uðið, sem er blátt áfram nauðsynlegt, en eigi þau ekki góða að eru þeim allar bjargir bannaðar. Ég tala nú ekki um hve sjálfsagt væri að hafa dagheimili við spítala og há- skólann, til að allar útlærðár hjúkrunarkon- ur gætu neytt krafta sinna og stúdínur lokið námi þótt þær hefðu gift sig og ættu fyrir barni að sjá. Þannig mætti nefna mörg dæmi og þarf ekki að líta lengra en til ná- grannalandanna í leit að fyrirmyndum. Hvernig er það annars, er ekki fulltrúi kvenna og mæðra í bæjarstjórn, — og þessi kona, heldur hún í raun og veru að eitt og eitt barnaheimili á stangli sem yfirfyllist um leið, sé nægilegt og jafnvel bara ágætt fyrir börnin í Reykjavík? Heldur hún að leik- vellir með einum eða tveimur sandkössum, nokkrum rólum og söltum séu einhver af- rek? Geta þessir háu herrar í bæjarstjórn ekkert gert nema rétt upp hendurnar í takt gegn öllum góðum tillögum og rökum, eða jarmað í kór: ,,Það er ekki hægt, það er ekki hægt“ ef talað er um að framkvæma ein- hverja hluti, og reyna að koma sér undan öllum skyldum sínum. Eða er það kannski ekki skylda þjóðfélagsins að búa börnum sínum sem bezt í hag, að hjálpa þeim og styðja og veita þeim tækifæri til að mennta sig sem bezt? Það á að vera eðlilegt og sjálf- sagt að nóg sé af barnaheimilum og leik- skólum, að ég tali nú ekki um barna- og unglingaskólum, svo sjálfsagt að það er blátt áfram hlægilegur sá lúðraþytur, sem verður ef eitt barnaheimili er opnað. Það er allt hægt ef vilji og skilningur er fyrir hendi. Eða hví er ekki hægt að gera raunhæfa áætlun um byggingu vöggustofa, dagheimila, leikskóla og leikvalla, og vinna markvíst að þessum málum? Ný bæjarhverfi þjóta upp án þess að nokkuð sé hugsað um, að þar séu börn sem þarfnast góðra að- melkorka MÆÐRAFÉLAGIÐ 25 ÁRA Mæðrafélagið átii 25 ára afmæli 14. febrúar síðastl. Það var stofnað 1936. Markmið þess var að beita sér fyrir hvers konar réttar- og hagsbótum fyrir mæður og börn. Félagið hefur einnig starfað að ýmsum menning- armálum og getur á aldarfjórðungsafmælinu litið yfir margþætt og heillaríkt starf. Fyrsti formaður félagsins var Laufey Valdimarsdóttir frá 1936—1942. Katrín Pálsdóttir frá 1942 til 1952, frá 1952 Hallfríður Jónasdóttir, núverandi form. félagsins. stæðna og skilnings, svo þau nái félagsleg- um þroska og verði þjóðfélaginu til sóma. Framkvæmdir þurfa líka að hefjast ef allt á ekki að verða um seinan. Það er verið að fárast yfir að unglingar séu erfiðir nú á dögum. Við hverju er að bú- ast, þegar þjóðfélagið sáir sjoppum eins og gorkúlum út um allt, og lélegar kvikmyndir og sorprit eru daglegt brauð? — Allar þessar hugsanir þjóta um hug minn er ég horfi á börnin að leik á götunni, og mér svíður sárt sú óstjórn sem við eigum við að búa í sjálfsögðum réttlætismálum. 23

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.