Melkorka - 01.03.1961, Síða 25

Melkorka - 01.03.1961, Síða 25
gegn misþyrmingum, ofsóknum og pyndingum fyrir friðsamlegri sambúð þjóðanna, þrátt fyrir ólíkt stjórnarfar og ólíka menningu fyrir efnahagslegum og menningarlegum samskiptum þjóðanna fyrir afnámi nýlendustefnunnar, og tjáir samhyggð sína ofsóttum konum Afríku og S—Ameríkulandanna í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði þjóða sinna fyrir aðstoð við hin vanþróuðu lönd á allan hátt, án þess að skert sé fulldveldi þeirra og sjálfsákvörðunar- réttur. Úrlausn þessara mála krefst fullkominnar samvinnu karla og kvenna. Hve mikilvæg þátttaka kvenna í þjóð- félaginu er, er komið undir áhuga þeirra, að þær krefj- ist og berjist fyrir fullum réttindum sínum og notfæri sér þau. Fundurinn hvetur sambandsfélög sín til þess að berj- ast af alefli fyrir þvi: að ná og tryggja konum fjármálalegt- pólitískt- félags- legt- og menningarlegt jafnrétti að vinna að því að fleiri konur fái sæti á þjóðþingum að krefjast jafnréttis til allrar menntunar og launa- jafnræðis og aðgangs að hverskonar ábyrgðarstöðum að skapa konunni þá aðstöðu að hún geti að fullu notið sín sem einstaklingur í þjóðfélaginu og jafn- framt gegnt hlutverki sínu sem eiginkona og móðir. Margt fleira mætti rekja úr ályktunum og samþykkt- um þessa Varsjárfundar, en segja má að inntak þeirra sé að konur um allan heim linni ekki baráttu sinni fyr- ir friði og frelsi, fyrir réttindum kvenna og barna. Það er áskorun til allra kvenna að þær haldi vöku sinni. Það er erfitt að gefa yfirlit um ástandið í þeim lönd- um sem mest cru nú á dagskrá í heimsfréttunum. Astandið breytist frá degi til dags, helzt þyrfti maður að hafa handbæran sérfræðing í Afríkumálum til þess að gera sér fulla grein fyrir aðstæðum þar og þeim öfl- um sem þar eru að verki. En hér eru nokkrar staðreyndir sem vert er að gefa gaum. Alsírstyrjöldin hefur nú staðið í sjö ár. Ólýsan- legar eru þær hörmungar sem hún hefur valdið. 1 millj. manna, aðallega óbreyttir borgarar hafa ver- ið drepnir. Nærri y2 millj. manna og kvenna á öllum aldri, jafnvel smábörn eru í fangabúðum og sæta hinni hryllilegustu meðferð og vert er að vekja athygli á frá- sögn ritstjórans Henri Alleg, sem hefur birzt í Tímariti Máls og menningar. 300 þús. athvarfslausir flóttamenn eru handan landa- mæra Túnis og Marokkó. Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna hefur ávallt stutt sjálfstæðisbaráttu Alsírbúa og krafizt þess að Sam- einuðu þjóðirnar bindi endi á styrjöldina með fuffu sjálfstæði Alsír. VELLYGNI BJARNI Frh. af bls. 21. Viltu hjálpa mér úr sokkunum. Ég er einhvern- veginn ekki eins handsterkur og ég er vanur. Ekki mundi ég treysta mér til að taka til hendi núna, þó að einhverjum kátum og skrafhreifnum mönnum dytti í hug að lagfæra veraldarófétið svolitið. LAUGA: Er nokkuð liætt við, að þeir byrji á því í kvöld? Það er kominn háttatími. BJARNI: Og þeir kannske lúnir, mannagreyin. MÓÐIRIN: Bara, að þú gætir einhverntíma talað satt orð, Bjarni. LAUGA: Blessuð, segðu þá sannleikann sjálf, ef þér þykir hann geðslegur: Við erum heylaus, matarlaus og eldiviðarlaus og forsmáð af öllum, sem eiga í af- lögum hey, mat og eldivið. Og ekki veit ég, hvernig lifandi væri hérna í Kot- inu, ef hann Bjarni segði alltaf satt. Allar höfum við fylgzt með fréttunum af hungurs- neyðinni í Kongó, hvernig tugþúsundir kvenna og barna eru að deyja úr hungri meðan heimsvaldasinnar tefla sitt skuggalega tafl um völdin, og lögleg stjórn landsins er í fangelsi og sætir verstu meðferð. Þrátt fyr- ir alþjóðlega hjálp Rauða krossins munu þúsundir og aflur þúsundir kvenna og barna aldrei bíða þess bætur hvernig nýlendustjórn Belga hefur mergsogið þjóðina. Oft hefur viðskilnaður nýlendukúgarans verið ljótur, en þetta er sennilega einn svartasti bletturinn á blóðugri sögu þeirra. Og enn eru margar þjóðir í Afríku þrælk- aðar og mega sín einskis gegn kúgurum sínum, en sá tími er vissulcga ckki langt undan að þjóðir Afríku muni rísa upp og heimta sinn rétt úr höndum þeirra, til þess sjálfar að byggja upp sitt land og nýta auðlind- ir þeirra til hagsbóta fyrir sína eigin þegna. Það berast ekki miklar fréttir frá Portúgal, en við vit- um þó að þar eru stöðugar ofsóknir gegn öllunr þeim, sem ekki sætta sig við ógnarstjórn Salazar. Konur liafa ekki farið varhluta af þessum ofsóknum. Fjöldi kvenna situr í fangelsum vegna baráttu sinnar og sitja þar nrán- uðum saman án þess um mál þeirra sé fjallað. í V—Þýzkalandi hefur fjöldi kvenna sem barizt hafa gegn hervæðingu Þýzkalands verið handteknar og Al- þjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna verið bannað. Þá er kunnnugt um að miklar ofsóknir gegn Gyðingum hafa átt sér stað og stjórnavöldin látið þær að mestu af- skiptalausar. J. Þ. tók saman. MELKORKA 25

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.