Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 3
HUGLEIÐING Á AÐVENTU OG JÓLUM Vigfús Þór Árnason í þekktu ljóði sínu kvað nóbelsskáldið: Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða ekki ögn sem ég gef nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef. Þessi orð skáldsins komu upp í huga minn nú við upphaf aðventu í nálægð jóla, þegar ég settist niður til að hugleiða þetta tímabil ársins. Það er rétt að okkur Islendingum finnst sem þessi misserin séu erfiðir tímar, óvenjulegir tímar. Það má þó aldrei gleymast að þrátt fyrir erfiða tíma er það svo margt sem við eigum sem tengist ekki ytri efnahag, eins og skáldið benti á lífið sjálft og vonina. Einmitt þetta tímabil, aðventan, bendir á þann sem gefur líf og von. Bendir á þann sem kemur til okkar hógvær og lítilátur. Kemur til okkar með frið, vill gefa okkur hlutdeild í honum. Þessi er sá sem spáð hafði verið um með eftirfarandi orðum: Bam er oss fætt, sonur er oss gefinn, á hans herðum skal höfðingja dómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað undraráðgjafi, guðhetja, eilífðarfaðir, friðarhöfðingi. Hér má spyrja , hefur nokkur tíma mitt í önnun, mitt í öllum jólaundirbúningnum að hugleiða komu hans, boðskap hans, sem þrátt fyrir allt snertir allt okkar líf, jafnt þegar tímamir eru erfiðir, eða þegar þeir fela í sér ytri hagsæld. Mega mjög svo uppteknir íþróttamenn vera að því að hugleiða komu hans, veru hans, tilgang mark og mið? Hér verður hver og einn að svara fyrir sig. A einu af námskeiðum Stjómunarfélags Islands sem ætlað er mönnum er fást við að stjórna fyritækjum, er bent á, að það sé afar mikilvægt að byrja daginn á kyrrlátan hátt, koma skipulagi á hugsunina og tilfinningalífið. Það er reynsla kynslóðanna, að allir menn þurfa einhvern tímann að nema staðar og spyrja sjálfan sig: hvert stefni ég, hvemig er lífi mínu háttað? Það er íþóttamönnum ljóst, hvert þeir stefna. Þeir stefna að því fyrst og síðast, að sigra. En til að ná sigri, þarf að stilla saman strengi, vinna saman . Félagslið vinnur aldrei sigur, ef liðið í heild vinnur ekki saman. Og þá skiptir sá máli sem næst þér er. Einmitt á það benti sá sem kemur til sinna manna á aðventu og jólum. Hann benti okkur á að það væri nauðsynlegt að elska Guð og að sá sem elskaði Guð, gleymdi ekki náunga sínum. Hann benti okkur á að við hefðum þegið lífið að gjöf en ekkert er dýrmætara en það. Hann benti á þá von sem kristallast í sjálfum aðventukonunginum, sjálfu Jesú- baminu. Þrátt fyrir miklar annir og miklar kröfur jafnvel á erfiðum tímum viljum við öll innst inni, nema staðar um stund og hugleiða boðskap aðventunnar og jólanna. Og allir þeir sem láta það eftir sér, ungir sem aldnir, verða snortnir af mesta gleði- boðskap allra tíma. Boðskapnum um það, er Guð gerðist maður, í syni sínum Jesú Kristi. I fylgd með honum skynjum við erfiða tíma ,á annan hátt en áður. Það verður okkur ljóst að þrátt fyrir allt, eigum við líf og von. Þess vegna biðjum við : Kom blíða tíð, með bamsins frið kom blessuð stund með líkn og grið. Kom hátíð æðst og heiminn gist. Kom helgust nótt með Drottinn Krist Þótt hér sé dimmt, þótt hér sé kalt þín heilög elska bætir allt. Þótt skorti frið, þótt falli tár Hún friðar, líknar græðir sár . Ágætu Valsmenn! Guð gefi ykkur helg og sönn jól. Vigfús Þór Arnason sóknarprestur í Grafarvogssókn Útgefandi: Knattspyrnufélagið Valur. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellirað Hlíðarenda við Laufásveg. Ritnefnd: Anthony Karl Gregory, Lárus Ögmundsson og Ragnar Ragnarsson. Ritstjóri: Anthony Karl Gregory. Útlit: Anthony Karl Gregory ogÞorgrímurÞráinsson sem fœr sérstakarþakkirfyrirfórnfúst starf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf, Þingholtsstrœti 5. Valsblaðið 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.