Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 7

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 7
VALSBLAÐIÐ 1958 HEIMSOKN TIL SERA FRIÐRIKS NÍRÆE>S Svo sem alþjóð er kunnugt, varð séra Friðik Friðriksson 90 ára s.l. Hvíta- sunnudag. “ Jeg er fæddur að Hálsi í Svarfaðardal þ. 25. mai 1868. Mjerþykir ávalt mikið til þess dags koma, ekki af því að hann er fæðingardagur minn, heldur af því að þá var ég skírður, nokkrum mínútum eftir að jeg fæddist. Var það fyrsta og stærsta velgjörðin, sem jeg hef hlotið á æfiminni. — Skímin var seinna staðfest af sóknarprestinum sjera Páli sálmaskáldi Jónssyni á Völlum (seinna að Viðvík í Skagafírði). Foreldrar mínir vom þau hjónin Friðrik Pjetursson og Guðrún Pálsdóttir, og var ég fyrsta bam þeirra. Faðir minn var ættaður úr Hjaltadal í Skagafirði. Hann hafði lært skipasmíðar og stundaði þær um stund, en lagði síðar fyrir sig húsa- gjörð og kirkjusmíðar. Hann var sagður mikill hagleikamaður, Jeg erfði ekki þenna hagleik, því jeg hef aldrei getað tálgað óskakkan hrífutind". Þannig byrjar séra Friðrik æfisögu sína ‘ ‘Undirbúningsárin’ ’semútkomáriðl928. Blásnauður af þessa heims gæðum og vinafár lagði hann út á menntabrautina, varð stúdent árið 1893 og á því 65 ára stúdentsafmæli um þessar mundir. Las síðan málfræði um hríð við Kaupmannahafnarháskóla og cand. phil. þaðan, en las síðan guðfræði við Prestaskólann í Reykjavík og útskrifaðist úr honum aldamótaárið. Arið áður hafði hann stofnað Kristilegt félag ungra- manna hér í bænum, en þeim félagsskap hafði hann kynnst og verið þátttakandi í á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Með stofnun KFUM og forystu sinni þar hefur séra Friðrik reist sér lifandi og óbrotgjaman minnisvarða. Ungur tók hann þá ákvörðun að helga líf sitt þeirri háleitu hugsjón, að vinna unga menn til fylgis við Guð, og með óbilandi kærleika og fómfýsi hefur honum orðið mikið ágengt í starfi sínu. Frá því um aldamótin hefurhann, íhugaþjóðarinnar, verið hinn mikli leiðtogi æskunnar í landi voru. Þúsundum saman hafa ungir menn, á liðnum áratugum, heillast af trúfesti hans og umburðarlyndi, afburða gáfum og foringjahæfileikum, sem eiga fáa sína líka. Kristin trú og boðun hennar hefur verið alfa og omega lífs hans, og í því Síra Friðrik Friðriksson tekur á móti Valsmönnum áníræðisafmælinu. Þáverandi formaður Sveinn Zoéga flutti ávarp. sambandi hefur m.a. frjálslynd trúfesti hans og glöggur skilningur á mannlegt eðli borið foringjanum fagurt vitni, þar sem ýmsir þættir daglegs starfs og leika í lífi ungra manna hafa verið nýttir til þess að vinna þá fyrir Guðsríki, eins og t.d íþróttimar. En séra Friðrik var fljótt ljóst stórfenglegt uppeldisgildi íþróttastarfseminnar, og það væri mikill misskilningur að slfk starfsemi gæti ekki samrýmst kristilegu lífi, ef rétt væri á haldið. íþróttastarfið hefur því jafnan átt fylgi að fagna innan KFUM. S tofnun Vals er einn þáttur þeirrar starfsemi, og Valsmenn, ungir og gamlir, minnast nú með þakklæti og virðingu handleiðslu séra Friðriks á liðnum ámm og sívakandi áhuga hans á störfum Vals og velgengni, hverju sinni. A fundi stjómar Vals hinn 10. mai s.l. var samþykkt að félagið skyldi minnast 90 ára afmælis séraFriðriks, með sérstökumhætti. Tillaga stjómarinnar var sú, að Valsmenn, eldri og yngri, skyldu hinn 25. maíkl. 1.30 e.h. safnast saman á Amarhóli og ganga þaðan fylktu liði til bækistöðva KFUM við Amtmannsstíg, en þar býr séra Friðrik, hylla hann og tilkynna honum, að félagið hefði samþykkt að stofna sjóð til þess að standa undir kostnaði við að reisa af honum myndasty ttu á félagssvæði Vals að Hlíðar- enda. Rúmlega 100 Valsmenn mættu, úr öllumflokkumfélgsins. GenguþeirHverf- isgötu, Lækjargötu og Amtmannsstíg, tóku sér stöðu í porti hússins, en formaður félagsins og formaður fulltrúarráðsins, þeir Sveinn Zoega og Olafur Sigurðsson, ásamt heiðursfélögunum, þeim Axel Gunnarssyni, Guðbirni Guðmundssyni og dr. Jóni Sigurðssyni borgarlækni, gengu á fund séra Friðriks, sem brátt kom út á svalir hússins og var ákaft fagnað, en þar flutti Sveinn Zoegaformaður Vals honum ávarp í nafni félagsins, hann lauk máli sínu, með því að tjá séra Friðrik framangreinda samþykkt félagsins. Að ávarpi formanns loknu hylltu Valsmenn séra Friðrik með ferföldu kröftugu húrrahrópi. Er Sveinn hafði lokið máli sínu, flutti séra Friðrik mjög snjallt ávarp, að því búnu var Valssöngurinn sunginn, og þessari stuttu en áhrifaríku athöfn var lokið. Stjóm Vals og heiðursfélagar gengu síðar á fund séra Friðriks, en hús var opið þennan dag, og veitingar miklar og góðar frambomar, sem KFUM og K sáu um. Var mikill myndar- og rausnarbragur yfir móttökum öllum. Mikill fjöldi fólks heimsótti bækistöðvar KFUM og séra Friðrik um daginn, m.a. forseti Islands og margt annað stórmenni. Séra Friðrik bámst ýmsar góðar gjafir og kveðjur, hvaðanæfa að af landinu og mjög víða erlendis frá. Alls bámst honum á sjöunda hundrað skeyta. Allar þessar kveðjur, gjafir og heimsóknir voru ljós vottur þess, hversu miklum ítökum þessi einstaki maður á að fagna og þeirrar hylli, sem hann nýtur allsstaðar, þar sem hann hefur lagt leið sína um eða starfað. Sérstaklega bámst margar kveðjur frá Danmörku, en þar starfaði hann líka um árabil og stofnaði m.a. unglingadeild KFUM í Kaup- mannahöfn. Vér Valsmenn endurtökum hyllingu vora og þakklæti til vemdara félags vors og leiðtoga, vér óskum þess, að stefna hans og andi megi sem lengst ríkja meðal vor í félagsstarfi voru í heild og með hverjum einstökum Valsmanni, hvar sem hann starfar og stritar á hverjum tíma. Vér viljum reyna að vera minnugir orðanna úr 1. Kor. 9.24, sem séra Friðrik lagði eitt sinn út af í einni af sínum ágætu ræðum, sem hann fluttti í hópi Valsmanna: Vitið þér ekki, að þeir, sem á skeiðvellinum hlaupa, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin. Hlaupið þannig, að þér fáið þau. E.B. Valsblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.