Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 10

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 10
þá allri keppnisiðkun. En ég fékk mjög mikið út úr því að vera í körfunni, eignaðist góða vini þar eins og í fótboltanum.” Eftir 1972 hverfur Bjarni um stundar- sakir frá Hlíðarenda. Hann var nýbúinn að klára viðskiptafræði frá Háskóla Islands og hellti sér þar af leiðandi út í vinnu. Hann hafði verið ráðinn í stöðu fram- kvæmdarstjóra hjá Skrifstofutækni hf um þetta leyti. „Ég fylgdist samt alltaf mjög vel með því hvað var að gerast að Hlíðar- enda, enda voru strákar í meistaraflokknum sem höfðu fylgt mér upp alla yngri flokkana. t.d. eins og Alexander Jóhannes- son, Samúel Erlingsson, Halldór Einars- son, Sigurður Jónsson og Gunnsteinn Skúlason og maður var því spenntur að fylgjast með þeim spila. Það var svo 1977 að vinur minn Pétur Sveinbjamarson, formaður knattspymu- deildarinnar, hafði samband við mig og bað mig um að koma og vera með í stjórn deildarinnar. Sem betur fer sagði ég já við hann því árin sem fylgdu í kjölfarið voru virkilega skemmtileg og gáfu mér heil- mikið. Einnig fannst mér ég standa í mikilli þakkarskuld við félagið fyrir það sem það hafði veitt mér þegar ég var yngri og vildi launa félaginu það. Það var ýmislegt sem gerði þessi ár að góðum Valsárum. Við vorum með mjög sterkan meistaraflokkshóp, unga leikmenn eins og Guðmund Þorbjörnsson, Atla Eðvaldsson, Magnús Bergs og Albert Guðmundsson og svo aðeins eldri strákar eins og Inga Björn, Hörð Hilmars, Grím Sæm, DýraGuðmunds, Vilhjálm Kjartans og síðan voru það gamlir refir eins og SigurðurDagsson, Hermann Gunnarsson og Bergsveinn Alfonsson og fleiri góðir strákar. Ég tel að á þessum árum hafi Valur verið með eitt besta knattspymulið sem félagið hefur átt enda var árangurinn eftir því. 1976 vann liðið bæði Islands- meistara- og bikartitil, 1977 varð liðið bikarmeistari, 1978 og 1980 urðum við Islandsmeistarar. Einnig var stjórnin ótrúlega samstillt með hugmyndaríkan formann, Pétur Sveinbjamar, ífararbroddi. Fjármálin voru í góðum málum á þessum tíma enda vorum við með injög góða aðsókn að leikjunum. Ég man að eitt árið voru um 2000 manns sem komu á leiki okkar að meðaltali. Einnig er staðreynd að vegna þess hve liðinu gekk vel á þessum tíma og fékk mikla umfjöllun þá vom fyrirtækin viljug að auglýsahjá okkur eða styrkja á annan hátt. Sem dæmi um nýjungar í fjáröflun hjá okkur var skiltasöfnun á völlinn. Þessi fjáröflun þekktist ekki þá en þykir ómissandi hjá íþróttafélögum í dag. Vegna þessarar góðu fjárhagsstöðu gátum við gert ýmis- legt sem hin félögin höfðu ekki ráð á, t.d. TTBS"! eins og láta sauma jakkaföt á meistara- flokkinn sem leikmenn áttu síðan að mæta í í leiki. Leikmenn fengu bílastyrki í lok tímabils og við gerðum það að hefð að bjóða leikmönnum, stjóm og mökum í sólarlandaferð í lok tímabilsins. Einnig náðist að kaupa tvær íbúðir fyrir hagnað deildarinnar, þannig að á þessu sést að þetta voru mikil uppgangsár sem ég datt inní ásínum tíma. Sem dæmi uin bjartsýni og trú okkar á leikmönnunum þá var alltaf, á meðan ég var í stjóm gert ráð fyrir í rekstraráætlun okkar, að við kæmust í úrslitaleikinn í bikarkeppninni og það stóðst alltaf. Við vorum í bikarúrslitum 4 áríröð 1976-1979.” Greinilegt er að Bjami hefur mjög gaman af að rifja þessa tíma upp, enda talar hann sjálfur um að þegar hann kom inn í stjóm knattspymudeildarinnar þá hafi hann orðið fyrir sömu uppljómuninni og hann varð fyrir þegar hann fór að æfa fyrst með Val. Unglinga- og meistara- flokksráð var stofnsett 1978 og varð Bjarni fyrsti formaður meistarflokksráðs og starfaði því í nánari tengslum við meistara- flokksmennina en aðrir stjórnarmenn. Hann man eftir mörgum góðum leikjum frá þessum tíma. „Einn besti leikur sem ég hefséð Val spilavarseinni leikurinn gegn Hamburger SV í Evrópukeppni meistaraliða 1979. Við höfðum tapað fyrri leiknum héma heima 3-0 og ekki gengið nógu vel í mótunum um sumarið þannig að það var ákveðið að gefa allt í leikinn út í Þýskalandi og sanna hvað byggi íliðinu. Það er skemmst frá því að segja að Valsliðið spilaði glymrandi vel í þessum leik og var virkilega óheppið að tapa 1-2. ÉgmanaðfjölmiðlaríÞýskalandi vom sérstaklega hrifnir af leik liðsins, en þess má geta að Hamburger var besta knattspymuliðÞýskalands á þessum áram og var með frægasta knattspymu-mann heims, Kevin Keegan, innanborðs. Mér er minnistæður annar Evrópuleikur, fyrir þær sakir að stjóm Vals var á nálum yfir því hve Valsliðið spilaði vel! Þessi tiltekni leikur var seinni leikurinn gegn írska liðinu Glentoran. Við höfðum gert jafntefli í fyrri leiknum og töldum ekki miklar líkur á því að við kæmust í aðra umferð, þannig að stjómin pantaði 3 vikna ferð til Grikklands fyrir allan hópinn. Leikurinn. hófst og Valsmenn voru að spila þennan líka góða bolta framan af en inn vildi boltinn ekki. Nokkrir stjómarmenn Vals voru famir að ókyrrast í sætum sínum þar sem ljóst var að hætta yrði við Grikklandsferðinaef liðið kæmist í aðra umferð því hún var spiluð aðeins 2 vikum síðar. Allt fór þó vel því Valur tapaði 0-2! Það væru skrýtnir stjómar- menn sem myndu bregðast svona við nú til dags þegar miklir fjármunir eru í boði við að komast í 2. umferð og jafnvel möguleiki á sjónvarpsrétti en á þessum tíma var yfirleitt mikill kostnaður sem fylgdi þátttöku í Evrópukeppni.” Eftir 4 ár í stjórn knattspymudeildar hætti Bjami störfum, þar sem hann telur að 4 ár í senn sé hámarksseta í stjóm og að eftir þann tíma fari yfirleitt að draga úr kraftinum hjá mönnum. Hann var kosinn í stjóm körfuknattleiksdeildarinnar 1980, að honum fjarstöddum, af vini sínum Halldóri Einarssyni sem hafði þá tekið að sér að stjórn deildarinnar. “Halldór var Valsararnir og vinirnir sem voru sanian í stjórninni; Pétnr Sveinbjarnarson, fyrrum formaður Vals og knattspyrnudeildar og Bjarni Bjarnason við styttu séra Friðriks og hin glæsilega Friðrikskapella er að baki þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.