Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 22

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 22
YNGRI IÐKENDUR Texti: Anthony Karl Gregory Kári Marís Guðmundsson Leikmaður með 3. flokki í handbolta Kári er einn af efnilegustu hand- knattleiksmönnum sem spila með yngri flokkumVals. Hanner lóáraogspilarog æfir bæði með 3.- og 2. flokki og finnst honum það mjög gott. „Ég byrjaði að æfa með Val þegar ég var 12 ára og var hálfpartinn plataður á fyrstu æfinguna af félaga mínum en eftir þá æfingu má segja að ég hafi verið með boltann á milli handanna. Við erum með nokkuð gott lið í 3. flokki í ár og eigum þó nokkra möguleika að verða Islandsmeistarar. Það er ein “túmering” búin af þremur og við lentum í 3. sæti í henni. Það ermjög góður andi innan hópsins en þrátt fyrir það þá hittumst við strákamir lítið fyrir utan keppni og æfingar. Ég spilaeinnig með 2. flokki og þar eru nokkrir strákar sem ég er nokkuð mikið með fyrir utan sjálfar æfingamar.” — Æfir þú mikið? „Já, ég æfi fjórum sinnum í viku, 100 mínútur í senn, fyrir utan leiki.” — Hvernig finnst þér staðið að unglingamálum innan handboltans? „Það er nokkuð vel staðið að okkar málum. Eina neikvæða sem ég sé eru æfingatímarnir. Við erum oft að æfa til hálf tólf á kvöldin og síðan vorum við látnir æfa klukkan níu á sunnu- dagsmorgnum en það fyllti mælinn og við kvörtuðum þannig að þeim tíma var brey tt, sem betur fer. Einnig mættu foreldrar og aðrir Valsmenn mæta betur á leiki og styðja við bakið á okkur.” — Einhver áhugamál fyrir utan handboltann? „Það tengist þá aðallega félagsmálum í skólanum en ég er í fyrsta bekk í MS. Námið gengur ágætlega en það fer ekki mikill tími í lærdóm, mestur tíminn fer í handboltann og félagsmál,” sagði Kári. Það verður spennandi að fylgjast með honuim í framtíðinni. Bjarki Sigurðsson Leikmaður 5. flokks í handbolta Bjarki er búinn að æfa handbolta síðan hann var 7 ára og segist stefna hátt í þeirri grein. „Eru ekki allir sem vilja gera það gott í þeirri íþróttagrein sem þeir stunda, allavega ætla ég að reyna að ná eins langt og ég mögulega get og vona náttúrlega að það sé að komast í meistaraflokk og jafnvel í landsliðið.” — Bjarki er fæddur inní mikla Vals- fjölsky ldu—faðir hans er markvörðurinn frægi Sigurður Dagsson, móðir hans er Ragnheiður Lárusdóttir en hún lék handknattleik með gullaldarliði Vals milli 1960-70. Bræður hans eru Lárus, sem spilar í marki Þórs í knattspymu og Dagur, en hann er að gera góða hluti með hand- knattleiksliði Vals. Bjarki gat ekki neitað því að töluverð pressa hafi verið á honum að fara í Val á sínum tíma. „Ég get nú samt alveg farið mínar eigin leiðir. Ég æfi t.d. knattspymu á sumrin með Þrótti en það er vegna þess að ég á heima svo nálægt vellinum. En hand- boltinn er mín íþrótt og þegar ég þarf að velja á milli íþróttagreina þá verður hand- boltinn fyrir valinu. Við erum með stóran og góðan hóp í 5. flokki og ég tel að við eigum nokkra möguleika að vinna Reykjarvíkurmótið og/eða Islandsmótið, sérstaklega ef hugarfarið er rétt. Við æfum 4 sinnum í viku undir stjóm Sigurð- ar Sigurþórssonar og líkar mér vel við hann.” — Önnur áhugamál Bjarki? „Ég hef mikinn áhuga á golfi og æfi það tvisvar sinnum í viku á sumrin. Annars fer allur minn frítími í að fylgjast með og stunda íþróttir.” Þegar Bjarki er spurður út í framtíðina segir hann: „Ég ætla í menntaskóla og síðan langar mig til að verða læknir, það er langt síðan ég ákvað það.” Við skulum hafa þetta lokaorðin hjá þessum met- naðarfulla og efnilega leikmanni. Margrét Jónsdóttir Leikmaður 4. flokks í fótbolta. Margrét er 12 ára og stundar nám við Ölduselsskóla í Breiðholti. Henni finnst ekkert of langt að fara í Valsheimilið annað hvort fer hún í strætó eða er keyrð á æfingar. „Ég byrjaði að æfa með Val þegar ég var 8 ára og fannst mér það svo gaman að ég er búin að æfa síðan. Það var 22""valsbS^1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.