Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 24

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 24
möguleiki að vinna íslandsmótið í báðum flokkunum. Að vísu gekk okkur ekki alveg nógu vel í fyrstu “túrneringunni” í 9. flokknum en við eigum eftir að bæta fyrir það. I 8. flokknum erum við í 2.-3. sæti í A-riðli. Það er mjög góð mæting á æfingar því það eru um 30 strákar sem æfa og hefur myndast góður mórall á meðal okkar.” — Æfir þú mikið? „Já mjög mikið. Ég æfi alla daga vikunnar nema fimmtudaga þar af tvisvar á sunnudögum, þannig að þetta gera 7 æf- ingar í viku. Ég hef svo gaman af körfunni að mér finnst þetta allt í lagi. Fyrir utan æfingar eru svo “túrneringar” á mánaðar fresti.” — Er stefnan sett á NBA-deildina í Bandaríkjunum? „Það væri nú fullmikil bjartsýni að fara að stefna NBA núna en auðvitað hefði ég ekkert á móti því að spilaþar í framtíðinni. Ég er mjög spenntur fyrir að fara í háskóla- nám til B andaríkjanna og spila körfubolta, en það eru nokkrir Islendingar sem hafa fengið háskólastyrk út á körfuboltann og ef ég fengi styrk þá væri það toppurinn. Og svo má láta sér dreyma um hvað geti gerst eftir háskólanámið.” — Við vonum svo sannarlega að draumarnir rætist hjá Hlyn, en hann hefur alla burði til að svo verði. Eivor Jóhannesdóttir Eivor er 16 ára og er í Kvennaskólanum. Hún byrjaði að æfa handbolta þegar hún var 14 ára en hafði ekkert fylgst með íþróttum fram að þeim tíma hvað þá æft. Núna æfir hún með þremur flokkum, 3.- 2.- og meistaraflokki og þykir ein efni- legasta stelpan í handboltanum. „Einu íþróttimar sem ég stundaði fyrir 14 ára aldur var leikfimi í skólanum. Svo þróaðist það þannig að vinkonurnar voru að æfa handbolta og ég var spurð hvort ég væri ekki til í að mæta. Mér leist vel á þjálfarann, Mikael, þannig að ég sló til og sé ekki eftir því. Mikael kenndi mér öll undirstöðuatriðin og ef hann hefði ekki verið að þjálfa þá hefði ég ekki náð tökum á íþróttinni svona fljótt. Ohætt er að segja að foreldrar og vinir séu frekar hissa á hvað það gengur vel í handboltanum en um leið ánægðir. Ég æfi frekar mikið þar sem ég æfi með þremur flokkum og spila um hverja helgi. Við eram nokkrar stelpur sem fáum að æfa með meistaraflokknum og það kemur fyrir að við komum inná í leikjum—þá aðallega þegar útséð er með úrslitin.” Þrátt fyrir stuttan íþróttaferil þá hefur Eivor nú þegar spilað nokkra unglinga- landsleiki. Hún segist hafa farið í mjög skemmtilega Grænlandsferð með ung- lingalandsliðinu og spilað nokkra leiki þar ásamt 3 öðrum stelpum úr Val. En hvemig gengur flokkunum sem hún æfir með? „Okkur gengur bara ágætlega. 2. flokkurinn varð í 3. sæti í Reykjar- víkurmótinu og við eigum góða möguleika að vinna Reykjarvíkurmótið í 3. flokki. Okkur hefur einnig gengið ágætlega í Islandsmótinu enda erum við með góðan mannskap sem vænta má mikils af.” — Hvað með önnur áhugamál? „Ég var mikið í hestamennsku áður en ég byrjaði í handboltanum og hafði mjög gaman af en núna er aðeins tími fyrir handboltann og skólann. Ég stefni að því að halda áfram í handboltanum og taka eins mikilli framför og ég get.” Ef fram- farimar verða eins miklar næstu ár og þær hafa verið undanfarin 2 ár þá er ekki langt að bíða að Eivor spili með kvenna- landsliðinu. Úlfhildur Eysteinsdóttir Leikmaður 3. og 2. flokks í handbolta Leikmaður stúlkna- og unglingaflokks í körfubolta Úlfhildur er 15 ára og spilar bæði með stúlkna- og unglingaflokki í körfubolta. Æfingar hófust í fyrsta sinn í körfu stúlkna í fyrra og byrjaði hún þá strax ásamt fleiri stúlkufn úr fótboltanum en Úlfhildur æfir einnig knattspymu. “Við vorum að spila í íslandsmótinu fyrir skömmu og náðum að vinna alla leikina okkar í B-riðlinum þannig að við komust upp í A-riðil. Þetta kom mjög á óvart þar sem við höfum aðeins æft körfubolta í eitt ár' en mörg af liðunum sem við vorum að spila við hafa æft saman í langan tíma. Við gerum okkur ekkert of miklar vonir um gott gengi í A- riðlinum en stefnum að því að halda okkur þar. Stúlknaflokkurinn spilar einnig fyrir hönd unglingaflokksins en þar eru stelpur- nar 16-18 áraen viðerum elstar 16 áraog það hefur verið of strembið fyrir okkur. Mórallinn er mjög góður í flokknum enda þekkjumst við flestar úr fótboltanum, en það er eitt sem við erum að vinna í núna en það er að að aldursskipta flokknum í tvennt. Núna er það þannig að allar stelp- ur undir 16 ára eru saman í flokk, því eru í flokknum stelpur frá 10 ára uppí 15 ára og við teljum að það sé best fyrir alla aðila að skipta hópnum upp. Það segir sig sjálft að það getur verið svo mikill líkamlegur og andlegur munur þama á milli.” Úlfhildur segist fylgjast mikið með NB A einnig reynir hún að fara á alla körfu- boltaleiki með Val. Uppáhaldsleikmaður hennar hjá Val er Frank Booker en í NBA er það Michael Jordan. „Ég vona að það komi að því að það verði stofnaður meistaraflokkur kvenna í körfu- bolta í Val og þá vonast ég til þess að spila með þar.” Við kveðjum þessa dugmiklu 24 Valsblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.