Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 35

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 35
úr keppni og vorum komnir í úrslit gegn blágulklæddum Keflvíkingum. Þegar hér var komið við sögu fengum við tveggja daga hvíld áður en einvígið hófst í Keflavík en eftir það var leikið annan hvem dag. Enn tóku fræðimenn fram spilin og samkvæmt þeirra spám áttu Valsmenn enga möguleika. Eftir því sem leið á keppnina jókst samheldni hópsins og hjátrú, sem kom fram í fæðuvali, sætaskipan, svefnstöðum, fatavali tölfræðinga liðsins og síðast en ekki síst bíómyndavali fyrir leiki. Vin- sælustu myndimar voru, Fletch, Bleiki Pardusinn (Chief Inspector Clouseau) og Bugs Bunny. Föstudagurinn rann upp og við hittumst sem fyrr hjá Ragga. A boðstólum varþetta fína salat með fleiru sem reyndist þó ekki beturen það að við steinlágum í Keflavík, 106-84. Tveim dögum síðar sátum við yfir súpu og meðlæti, reiðubúnir að fara niður í Valsheimili og jafna metin. Það takmark náðist, 104 - 91, að viðstöddum 1.100 áhorfendum (met í Valsheimilinu). Þriðji leikurinn fór fram í Keflavík. Spenna, umfjöllun og áhugi á einvíginu Magnús Matthíasson var drjúgur fyrir Valsliðið í úrslitakeppninni bæði í vörn og sókn. Burðarásir Vals- liðsins komnir á bekkinn, þar sem öruggur sigur var í höfn. F.v. Franc Booker, Magnús Matthíasson, Tómas Holton. jókst. Við vorum flestir svo til hættir að vinna, ekkert komst að nema körfubolti. Þvert á allar spár og með ómetanlegri hvatningu Bugs Bunny og franska rann- sóknarlögreglumannsins burstuðum við Keflavík, 95 - 67. Við vorum þvíallt íeinu komnir í þá stöðu að geta unnið mótið í næsta leik. Dæmið hafði snúist við, press- an var á okkur. Þetta var aðstaða sem fæstir okkar höfðu lent í áður og hafði töluverð áhrif á hugarfarið. Það var allt í einu farið að gera væntingar til okkar. Þetta hafði jafnvel áhrif á brandarana. Fjórði leikurinn fór fram í Vals- heimilinu. Við komum niður í hús korter fyrir sjö og var þá húsið orðið troðfullt, en alls mættu 1.400 manns á leikinn (aðsóknarmet). Allra augu beindust að okkur en við guggnuðum. Við skoruðum aðeins 19 stig í fyrri hálfleik og töpuðum leiknum, 56-78. Einvígið var þvíjafnt að nýju og því þurfti hreinan úrslitaleik. Fimmti og síðasti leikurinn fór fram laugardaginn 11. apríl í Keflavík. Við vorum hæfilega afslappaðir fyrir leikinn þótt nokkur þreyta væri farin að sitja í mönnum. Undirbúningur var sá sami og fyrir hina leikina sjö og einkenndist af gáskafullri samheldni (eða bara sam- heldni). Stemmningin í Keflavík var svívirðileg. Við byrjuðum leikinn ágæt- lega og leiddum í hálfleik 27 - 29, en allt kom fyrir ekki. Keflavík vann 77 - 68 og try ggði sér þar með íslandsmeistaratitilinn. Allt í einu var þetta búið, spennufall, við urðum í öðru sæti, passlega svekktir og rosalega þreyttir eftir skemmtilega en mjög eifiða keppni. Við höfðum leikið átta leiki á sextán dögum, sem allt voru úrslitaleikir. Svali Björgvinsson Tómas Holton með sirkus-takta. Skorar körfu með lokuð augun! Valsmenn þakka fylgismönnum sínum veittan stuðning, eftir sigurleikinn í Keflavík. Valsblaðið 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.