Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 38

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 38
Hinn eitilharði þjálfari Mfl. karla í handknattleik, Porbjörn Jensson, hefur náð góðum árangri með liðið. 4. flokkur kvenna varð af titlum þetta árið, en eins og já öðrum Valsmönnum er bara bitið á jaxlinn og stefnt á betri árangur. Sökin liggur þó aðalllega hjá þjálfara og stjóm, þar sem mikið var ábótavant varðandi þjálfun og umsjón þessa flokks. hálfgert uppgjafahljóð komið í flesta, ásamt því að nýskipað meistaraflokksráð kvenna varð strax óstarfhæft. En gömlu brýnin eru þrjóskari en þrjóskan og með harðfylgi á síðustu dögum fyrir núverandi keppnis- tímabil komu þær í veg fyrir að flokkurinn yrði lagður niður. Réðu þær til sín rúss- neskan leikmann og þjálfara, Irina, sem virkilega lofar góðu, og ætla að fjármagna allt sjálfar með aðstoð stjómar. Undir- ritaður tekur ofan fyrir þessari ákveðni, og er viss um að styttast fer nú í titla. Meistaraflokkur karla reið ekki feitum hesti frá síðasta keppnistímabili enda átti hann við all ótrúlegan slysafaraldur að stríða. Það byrjaði með því að krossbönd slitnuðu í hné Jakobs Sigurðssonarí fyrsta leik. Síðan fóru blessuð krossböndin í Júlíusi Gunnarssyni, Inga R. Jónssyni og Sveini Sigfinnssyni. Gamla kempan Brynjar Harðarson hlaut mjög alvarleg meiðsli í baki og í lok tímabils fór höndin á Finna“sleggju”íhnút. Aðra eins slysa- varð okkar hlutskipti, nokkuð sem við einbeitum okkur við að gleyma. Á undirbúningstímabilinu fyrir þessi ósköp, fór flokkurinn á fjögurra liða mót í Frakk- landi, sem vannst með stæl og kom heim hinn glæsilegasta bikar. Vegna breytinga á tímasetningu Islandsmóts í ár var ekki hægt að fara út í september síðastliðnum til að verja þennan bikar. í Evrópukeppni meistaraliða náðu strákarnir að komast í 8-liða úrslit eftir að hafa unnið Svíþjóðar- meistarana frá Drott og Israelsmeistarana frá Hapoel, en í 8-liða úrslitunum mættum við ofjarli okkar frá Barcelona, sem er eitt besta félagslið í heiminum í dag. Eins og flestir landsmenn vita stóð íslenska landsliðið í handbolta sig frábærlega á Olympíuleikunum í Barcelona í sumar. Þar í liði voru fjórir Valsmenn: Jakob Sigurðsson, Valdimar Grímsson, Guð- mundur Hrafnkelsson og Geir Sveinsson. Nokkuð sem Valsmenn geta verið stoltir af. Og það er fleira sem við getum verið stoltir af; Dagur Sigurðsson var kosinn Sama máli gegndi hjá 5. flokki kvenna og má slíkt ekki gerast aftur í félagi sem Val. Nýir þjálfarar eru nú með þessa flokka, Katrín Friðriksen með 4. flokk, og Arnheiður Hreggviðsdóttir með 5. flokk. Unglingaráð bindur vonir við að þær nái að berja saman þessa flokka og leiða þá út á sigurbrautina, enda alvanar handbolta- konur úr meistaraflokki. Snúum okkur nú að meistarflokkunum: Meistarflokkur kvenna hefur lengi átt við tilvistarkreppu að stríða, sökum manneklu og var síðasta ár engin undantekning frá því. Engir titlar unnust í fyrra og var Jón Kristjánsson er kominn aftur eftir að hafa spilað eitt ár í Þýskalandi. Þessir efnilegu guttar í 6. flokki unnu allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili: Efri röð frá vinstri: Sigurður Sigurþórsson, Styrmir Hansson, Andri E. Guðmundsson, Fannar Þorbörnsson, Steinarr Guðmundsson, Torfi Ingvason, Markús M. Michaelsson, Jón Halldórsson. Neðri röð frá vinstri: Gestur, Elvar L. Guðjónsson, Snorri S. Guðjónsson, Ólafur H. Gíslasson, Grétar Þorsteinsson, Þorsteinn Sigursteinsson. sögu hjá einu félagi á einu tímabili er ekki hægt að finna í sögu handboltans. Þrátt fyrir þessi ósköp tókst strákunum að komast í úrslitaleikinn í bikarkeppn- inni og þar með í Evrópu- keppnina, sem stendur nú yfir. En 9. sætið í deildinni efnilegasti leikmaður Islandsmótsins í fyrra, Valdimar Grímsson kosinn íþróttamaður Reykjavíkur og eftir Olympíuleikana var hann einnig valinn í heimsliðið og til vara í Evrópuliðið. Guðmundur Hrafnkelsson var einnig valinn til vara í Evrópuliðið. Að lokum má svo nefna að Dagur Sigurðsson og Olafur Stefánsson voru valdir í haust í landsliðið. Mannabreytingar hafa orðið 38 Valsblaðið |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.