Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 48

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 48
 F :c ; vai R E KKF :rt A1 N N AÐE :ns. KYT TA!” Geir Sveinsson kominn aftur í gamla félagið sitt eftir þrjú ár í atvinnumennsku Texti: Anthony Karl Gregory Það þarf engum blöðum um það að fletta að Geir Sveinsson er Valsmaður í húð og hár. Hann spilaði upp alla yngri flokkana með Val, bæði í handknattleik og knattspymu og vann til ótal titla fyrir félagið. Þegar Geiri gekk upp úr 2.flokki í knattspymu valdi hann handboltann sem framtíðaríþrótt og var kominn í landsliðs- hópinn skömmu seinna. Hann spilaði sem atvinnumaður á Spáni í þrjú ár en er kominn aftur á gamlar slóðir, kominn heim að Hlíðarenda. „Það er mjög gott að vera kominn aftur í V al enda er öll aðstaða orðin mjög góð hjá félaginu og andinn góður.” Geir bjó á Leifsgötunni þar til hann byrjaði að búa og var því alinn upp í dæmigerðu Valshverfi. En þar sem pabbi hans, Sveinn heitinn Bjömsson, var mikill KR-ingur ætlaði hann upphaflega í KR. „Já, ég mætti á eina æfingu hjá KR þegar ég var 10 ára, en var hafnað af einhverjum óskiljanlegum ástæðum!,” segir Geiri hlæjandi og erekki laust við að maður finni fyrir létti í róm hans. „Eftir það lá leiðin í Val og ég festi þar rætur. Eg byrjaði á að æfa knattspyrnu og ég man að fyrsti þjálfarinn minn var Ingi Bjöm Albertsson. Ég var nokkuð stór eftir aldri þannig að hann skellti mér í hafsentinn í leik sem fór fram nokkrum dögum eftir að ég byrjaði að æfa. Ég þótti ekki alveg í takt við leikinn, var hlaupandi um allan völl, þannig að Ingi sá sér þann kost vænstan að kippa mér útaf eftir 20 mínútur! Þetta þótti ekki glæsileg byrjun á keppnisferlinum. Handboltann byrjaði ég að æfa 12 ára og lenti með mjög góðum strákum í flokki. Við fylgdust að upp alla yngri flokkana, þetta voru strákar svo sem eins og Jakob Sigurðsson, Júlíus Jónasson, Guðni Bergsson og margir fleiri góðir. Enda unnum við nánast alltaf einhver mót á hverju ári. Ég spilaði ekkert annað en skyttu vinstra megin á þessum árum og það hvarflaði ekki að mér að ég ætti eftir að spila sem línumaður seinna meir. Litið var á línuna sem afgángsstöðu á þessum árum. Það sem gerði það að verkum að ég fór að spila línu var koma rússnesks þjálfara, Boris, til félagsins. Hann fór að þjálfa 3. flokkinn og boðaði mig og Jakob Sigurðsson á meistaraflokksæfingu, þar sem hann var einnig þjálfari. Þar stillti hann mér upp á línuna sem ég hélt að væri eitthvað grín. En honum var fúlasta alvara og það var ekki aftur snúið. Það er því óhætt að segja að ég eigi Boris það að þakka að ég endaði ekki sem einhver þreytt skytta í 3. deild. Því það er ljóst að maður hefði ekki haft vit á því að skipta um stöðu. Á þessum árum þegar Geiri var að stíga sín fyrstu spor með meistaraflokki í hand- Stoltir og ánægðir landsliðsmenn með gullhlunkinn um háls sér. Af 16 manna hópnum sem vann B-heimsmeistarakeppnina voru 7 leikmenn sem spila eða hafa spilað með Val.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.