Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 51

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 51
öllum þessu fyrirbærum, en þegar fangaverðimir tóku eftir því að við vorum að taka myndir af föngunum þá varð allt vitlaust. Því var hótað að við kæmust ekki úr landi fyrr en við afhentum allar filmur, þannig að við gerðum það allir. Síðan héldum við heim á leið. Nokkrum dögum seinnasáum viðokkurtilmikillarundrunar frétt á baksíðu NT (Tímans) unt íslenska landsliðið í fangabúðunum, með myndum! Þá hafði einn ónefndur leikmaður smyglað filmu útúr landinu í sjampó brúsanunt sínum og selt myndimar! Þetta varð að stórmáli, þar sem tékkneski sendi-herran heimtaði afsökunarbeiðni. Leik-maðurinn hló bara að þessu öllu saman og hirti sína peninga án þess að við hinir fengum nokkuð af þeim!” — Hvemig ber það svo að, að þú farir út til Spánar í atvinnumennskuna haustið 1989? Atli Hilmarsson (þjálfari Fram) hringdi í mig um vorið 1989 og spurði hvort ég hefði áhuga að koma til Spánar og spila með félaginu sem hann var að leika með, Granollers. Eg var mjög spenntur fyrirþví og tíu dögum seinna var framkvæmdastjóri félagsins kominn til landsins til að skrifa undir samninga. Mér gekk ekkert allt of vel til að byrja með og hafa stjómarmennimir sennilega haft sínar efasemdir um ágæti mitt og lái ég þeim það ekki. Síðan kom þetta allt hægt og bítandi og ég get sagt kinnroðalaust að mér hafi gengið vel seinna árið hjá Granollers og árið sem ég var hjá Avidesa.” Eftir tvö ár í atvinnumennskunni bjóst Geiri ekki við að spila meira á Spáni í bili, þar sem Granollers var ákveðið að hafa tvo útispilandi útlendinga en það mega ekki fleiri útlendingar spila með hverju félagi. „Ég var nýkominn til Islands og gámurinn með öllu dótinu einnig, þegar síminn hringdi einn daginn og mér var boðinn samningur hjá liði í Valencia, Avidesa. Ég fór því aftur til Spánar haustið 1991. Tímabilið fyrst eftir að ég kom aftur til Spánar var mjög erfitt, þar sem ég missti föður minn og eignaðist son á svipuðum tíma um haustið. Liðið var mér mjög hjálplegt í sambandi við öll mál og þama eignaðist ég vini og kunningja sem reyndust mér ómetanlega. Mér leið mjög vel á Spáni og ef ég færi aftur í atvinnumennskuna þá myndi ég helst vilja fara þangað aftur.” — í hvaða gæðaflokki voru þessi lið sem þú spilaðir með? „Þessi tvö lið eru á meðal 5-6 bestu liðanna á Spáni. Fyrsta árið varð Granollers í 3. sæti en í því 6. seinna árið. Avidesa varð Bikarmeistarar árið sem ég spilaði með þeim og var það mikil gleði. Stemningin á leikjunum getur verið með ólíkindum, áhorfendurnir eru allir með á nótunum og allskonar drasli kastað inn á völlinn. Svívirðingaráhorfendaíallaráttir em einnig ótrúlegar. Samskipti leikmanna anstæðra liða fyrir leiki er nokkuð skemmtileg. Allir hita upp saman fyrir leiki og eru voða góðir vinir. Síðan þegar leikurinn byrjar er barist upp á líf og dauða en eftir leikinn eru allir voða góðir vinir aftur. A Islandi, hins vegar, yrðir maður varla á andstæðingana fyrir leik. Menn gjóa augunum, öðru hverju, yfir á hinn vallarhelminginn og ákveða hvemig þeir ætla að taka á þeim! Geiri ákvað svo að koma heim í sumar, fjölmiðlana. Maðurgeriralltoflítiðafþví að fara á völlinn.” Það hefur farið gífurlegur tími í handboltann hjá Geira undanfarin ár, svo mikill að varla hefur verið hægt að hugsa um mikið annað. Nú er hann aftur á móti starfandi í sjálfstæðum verslunarrekstri og búinn að eignast barn. Er til tími til að sinna öllum þessum þáttum? „Það er engin spurning að nú fer að koma að því að maður minnki við sig í hand-boltanum. Það var hægt að taka svona virkan þátt í handboltanum á meðan maður þurfti ekki að hugsa um neitt annað. En það er ekki hægt þegar maður þarf að sjá um rekstur á verslun og sinna fjölskyldunni einnig. Enda er ég byrjaður að skera niður íslandsmeistara í 4. flokki. Efri röð frá vinstri: Jón Karls, Engilbert Sigurðs, Geir Sveins, Birgir Guðmunds, Pétur Kristins, Guðni Bergs, Þorbjörn Jens. Neðri röð frá vinstri: Bern- hard Petersen, Magn- ús Blöndal, Sigurður Hafsteins, Jakob Sig- urðs, Elías Haralds, Júlíus Jónasar, Vignir Péturs. eftir mikla umhugsun og sem betur fer kom hann aftur í gamla félagið sitt. Var það engin spuming í hvaða félag þú færir eftir að þú kæmir heim? „Ég hugsaði töluvert um þessi mál og lagði ýmislegt fyrir mig en ég komst alltaf að sömu niðurstöðunni; að það væri best að spila fyrir Val. Aðstaðan, sem félagið býður upp á núna, er mjög góð og er að verða mjög atvinnumannaleg. Það er vel hugsað um handboltaliðið - erum búnir að fá sérklefa með skápum, sturtum og heitum potti. Félagið stendur ótrúlega vel og það er ekkert annað félag á landinu sem er með toppárangur í handbolta, körfubolta og fótbolta. Ég fylgist mjög vel með öðrum greinum en handboltanum innan félagsins, en það er þó aðallega gert í gegnum hjá landsliðinu og mun ekki spila alla æfingaleiki landsliðsins vegna anna í öðru. Það hefði þótt fráleitt fyrir nokkrum árum að sleppa landsleikjum, maður fómaði öllu fyrir þá. Ég hef ekki sleppt úr æfingum vegna sumarfría síðan 1984, en ég fékk t.d. samtals 10-12 daga frí í allt sumar. Áður fyrr var þetta 8 mánaða sport en núna er þetta orðið heilsársíþrótt. Mér finnst því fáranlegt að ÍBR telur knattspyrnuna heils árs íþrótt en handboltann aðeins 9 mánaða íþrótt. Þetta er til þess að handboltinn fær ekki styrk frá ÍBR til að æfa í íþróttahúsum á sumrin. Þrátt fyrir þann tíma sem hefur farið í handboltann sé ekki eftir einni einustu æfingu eða keppnisferð. Þetta hefur verið stórkostlegur tími sem hefur gefið manni mikið.” \ Valsblaöið 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.