Valsblaðið - 01.05.2008, Page 33

Valsblaðið - 01.05.2008, Page 33
Ógleymanleg sigurstund. því og ég er sannfærð um að ég hafi orð- ið betri þjálfari fyrir bragðið." - Hvernig tekurðu á agabrotum? „Agi skiptir öllu máli. Stelpurnar þurfa að vita hver stjómar og í upphafi tímabils þarf að leggja fram þær reglur sem gilda allt keppnistímabilið. Það er of seint að gera það í maí. Og það gildir einu hvort um sé að ræða meistaraflokk eða 6. flokk. Ég hef lagt gríðarlega áherslu á liðsheildina. í henni eru óllkir einstak- lingar með ólíkar þarfir og því breiðari sem aldurshópurinn er því meiri ágrein- ingur getur komið upp. Mér hefur gef- ist best að leysa ágreining strax og helst fyrir framan hópinn. Það hefur einkennt okkar lið undanfarin ár að vera nánast algjörlega laus við öll vandamál.“ - Sérðu einhvern mun á nýrri og eldri kynslóð knattspyrnukvenna? „Þegar ég var í meistaraflokki voru leikmenn ekki að leggja það sama á sig og leikmenn gera í dag og þær höfðu hreinlega ekki jafn mikla trú á sér. Og ég sé gríðarlegan mun á líkamlegu ástandi leikmanna. Það er himin og haf þar á milli. Öll gæði í dag eru miklu meiri en áður. Þegar ég var 16 ára fannst mér ég ekki kunna neitt en í dag eru leik- menn miklu betur þjálfaðir en áður. All- ur grunnur mun betri. Þjálfunaraðferðir eru vitanlega ólík- ar. Sumir þjálfarar eru af gamla skólan- um og aðrir hafa tileinkað sér nýja hluti. Sumir leggja mikið í þjálfun, aðrir minna. Mikilvægasti eiginleiki þjálfara er sann- færingarkrafturinn, burtséð frá þjálfun- araðferðinni. Ef maður nær að sannfæra hópinn um að maður sér að gera rétta hluti er maður í góðum málum. í gamla daga var ég stöðugt í langhlaupum. Vet- ur var tákn um útihlaup. Stelpurnar mín- ar hafa nánast aldrei hlaupið langhlaup. Ég hef fylgst vel með erlendum þjálf- urum og lagt mig fram um að heimsækja þau lið sem ná góðum árangri. Ég hef lagt mestu áherslu á að skoða hvað lið- in gera á undirbúningstímabilinu. f því sambandi var ég hrifnust af því sem ég sá í Þýskalandi. Þaðan hef ég tileink- að mér hinar alræmdu teygjur sem eru orðnar frægar að Hlíðarenda. Stelpurn- ar hafa hlaupið mikið í teygjum, tvær og tvær saman. Ég nota teygjurnar ekki sem snerpuæfingar, heldur meira til að ná upp kraftþoli sem nýtist betur í fótbolta en hið loftháða þol. Þetta eru erfiðar æfingar og frekar nýjar af nálinni á undirbúnings- tímabilinu. Öllum þótti mjög spennandi að nota þetta í upphafi. í bikarúrslita- leiknum árið 2006 töluðum við bara um teygjurnar í hálfleik framlengingarinn- ar. Við unnum leikinn sálrænt af því að stelpurnar sannfærðu sig um að þær væru í súperformi út af þessum æfingum með teygjumar. Svo hef ég notað „inter- val“ frekar en að láta stelpurnar hlaupa á jöfnum hraða. Eflaust em stelpurnar eru orðnar dálítið þreyttar á þessu og þurfa líklega tilbreytingu." - Hvað gerist í þjálfun á nœstu árum í Ijósi þess að þjálfarar eru flestir það vel menntaðir að þeir geta komið liðum í gott líkamlegt form, á mismunandi hátt? Kemur matarœði, hugarþjálfun, einstak- lingsþjálfun og fleira í þessum dúr ekki sífellt sterkara inn? „Ég er að reka mig á það að hjá erlendum liðum, þar sem mataræði leikmanna eru í föst- um, hollum skorðum, að við verðum að taka okkur í gegn á íslandi. Þennan þátt geta allir íslenskir íþróttamenn bætt því hér ríkir töluverð skyndibitas- temning. Leikmenn og þjálfar- ar em án efa of illa upplýstir. Og þar fyrir utan hvíla íslend- ingar ekki nógu mikið. Ég hef lagt of litla áherslu á þetta. Öll Iitlu atriðin skipta miklu máli. En þetta snýst líka um íslenska menningu. Ef einhver ætlar að skera sig úr, borða hollari mat, hvíla sig meira þá gemm við nánast grín að viðkomandi." - Hvað eiga yngri iðkend- ur í Val að gera ef þeir vilja skara fram úr? „Það er klárt mál að leik- menn þurfa að æfa meira sjálfir, utan æfingatíma. Þetta hljómar sem klisja en er engu að síður staðreynd. Það er verið að kenna marga frábæra hluti á æfingum og svo ætla menn bara að mæta á næstu æfingu til að halda þeim áfram. Leik- menn eiga að æfa þetta á milli æfinga- tíma og koma betri á næstu æfingu. Þó ekki væri nema að gefa sér 15 mínútur á dag. Leikmenn eiga að æfa styrkleik- ana jafnt sem veikleikana. Krakkar ættu líka að horfa meira á fótbolta til að öðl- ast meiri leikskilning. Ég hef rekið mig á það í leikjum okkur við erlend lið að okkur skortir leikskilning.“ - Efþú vœrir einráð í Val hverju mynd- irðu breyta í yngri flokka starfinu til að lyfta þvíupp á hœrra plan? „Ég myndi ráða yfirþjálfara yngri flokka karla og annan yfirþjálfara yngri flokka kvenna sem væru ekki að þjálfa neinn flokk, heldur eingöngu ráðnir til að vera á æfingasvæðinu á meðan æfing- ar eru hjá yngri flokkunum. Viðkomandi væri ráðinn til þess að vinna á þessum tíma til að fylgjast með og veita þjálfur- um aðhald. Samt hefðu þjálfarar vitan- lega þokkalega frjálsar hendur.“ - Hvert er draumamarkmið þitt sem þjálfari? „Mig dreymir vitanlega um að þjálfa íslenska kvennalandsliðið en minn æðsti draumur er að gera félagslið að Evrópu- meisturum. Einn góðan veðurdag ætla ég mér að verða Evrópumeistari og helst myndi ég vilja verða það með Val.“ „Einn góðan dag œtla ég mér að verða Evrópu- meistari. “ Valsblaðið 2008 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.