Valsblaðið - 01.05.2008, Side 101

Valsblaðið - 01.05.2008, Side 101
 II Ég átti því láni að fagna að koma niður að Hlíðarenda á nánast hverjum einasta degi síðustu tvo mánuði sumarsins. Hví- lík forréttindi! Átti reyndar brýnt erindi því ég tók að mér þjálfun 2. flokks karla í knattspyrnu og stýrði liðinu síðustu tvo mánuði keppnistímabilsins. Markmið- ið náðist; liðið spilar meðal þeirra bestu í A-riðli sumarið 2009. Það kom mér ekki á óvart hversu gef- andi og skemmtilegt það er að þjálfa enda fátt yndislegra en að leiðbeina ungu fólki. Ég hafði aldrei þjálfað áður en oft staðið það til boða. Forgangsröð- unin hefur bara verið önnur. Strákamir í 2. flokki eru flottir, efnilegir en umfram allt skemmtilegir og heilbrigðir. Þeir eiga framtíðina fyrir sér, innan vallar sem Valup á aö skara fram úr á öllum sviðum og hlúa fyrst og fremst að ungviðinu utan, ef þeir leggja sig fram á hverju ein- asta augnabliki, æfa aukalega og gera sér grein fyrir því að árangurinn er und- ir þeim sjálfum kominn. Það er ekki eingöngu ógleymanlegt að hafa dottið aftur inn í „strákahúmorinn" í boltanum, léttleikann í búningsklefan- um og pælingar 16-19 ára stráka um lífið og tilveruna, heldur það að fá að vera að Hlíðarenda, innan um heilbrigt og metn- aðargjamt starf. Ég efast um að „gaml- ir“ leikmenn og félagsmenn geri sér grein fyrir því hversu notalegt það er að njóta stundarinnar að Hlíðarenda, fylgjast með æfingum, sjá glampann í augum krakk- anna sem ætla sér stóra hluti í framtíðinni og skynja gleði þeirra. Það er svo margt breytt. Aðstaðan frábær, umhverfið vina- legt, húsakynnin stórkostleg og svo mætti lengi telja. Reyndar geri ég mér vonir um að nokkur huggulegri afdrep með sófum, lömpum, tímaritum og bókum verði að veruleika í glæsilegum húsakynnum innan tíðar en Róm var ekki byggð á einum degi. Þótt aðstaða til íþróttaiðkunar og félagsstarfs sé með besta móti að Hlíð- arenda dugar það ekki eitt og sér til að ala upp heilbrigð ungmenni sem eiga að blómstra innan vallar sem utan. Fag- mennska starfsmanna, stjórnarmanna og þjálfara skiptir öllu máli! Og mín reynsla er sú að flestar stöður hjá Val séu vel mannaðar enda stýrir Dagur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri, skútunni eins og sönnum fyrirliða sæmir. Frá því ég lagði skóna á hilluna árið 1990, hef ég annað slagið viðrað nokk- ar hugmyndir í Valsblaðinu og víðar sem hafa, að mér sýnist, aldrei orðið að veru- leika. Mig langar að nefna nokkrar (sem ég man eftir í augnablikinu) sem ég tel að myndu lyfta starfinu hjá Val upp á hærra plan. Líklega get ég sjálfum mér um kennt að hafa ekki komið þeim nógu kröftuglega á framfæri en góðir hlutir gerast hægt. eftir Þorgrím Þráinsson • Einu sinni í mánuði ætti að vera fyr- irlestur hjá Val sem þjálfarar og aðr- ir ættu að vera skyldugir til að mæta á. Fjalla ætti um næringarfræði, styrktar- þjálfun, hugarþjálfun, markmiðasetn- ingu, reynslusögur afreksmanna, hugs- un sigurvegarans, mikilvægi svefns og hvfldar og í raun alla lykilþætti sem gera okkur meðvitaðri um okkur sjálf sem íþróttamenn og einstaklinga. • Koma ætti á sterkari tengslum milli leikmanna meistaraflokka Vals og yngri flokkanna. Leikmenn ættu ann- að slagið að vera gestaþjálfarar yngri flokkanna, deila reynslu sinni, svara spurningum og leiðbeina. Slíkt skapar samkennd í félaginu, leikmenn, ungir sem aldnir, kynnast innbyrðis og mun sterkari félagskennd skapast. • Valur ætti að byrja með „knattþraut- ir Vals“ því við vitum að aukaæfingar skapa afreksmenn og auka sjálfstraust. Allir sem hafa náð verulegum árangri vita að þetta er lykilatriði. Ef knatt- spyrnudeild kynnir knattþrautir að vori með það að markmiði að „keppt“ verði í þeim að hausti munu yngri iðk- endur leggja sig fram um að bæta sig í því að halda bolta á lofti, vera betri í knattraki með vinstri fæti, hægri, mót- töku, skallatækni, skottækni og fleiru yfir sumarið. Búa má til fjölda knatt- þrauta, hittukeppni og fleira skemmti- legt. Það sama mætti gera í handbolta og körfubolta. • Allir yngri iðkendur Vals ættu að geta gengið að sérþjálfun vísri nokkrum sinnum í viku. Það yrði yngri iðkend- um mikil hvatning ef þeir fengju sér- þjálfun í knattraki, skallatækni, mót- töku, skotum og svo mætti lengi telja. Ég komst að því í sumar að fjöldi leik- manna í 2. flokki virtist hafa fengið litla tilsögn í að skalla bolta. Eitthvað virðist því hafa verið ábótavant í yngri flokkunum undanfarin ár. • Þótt þjálfarar hjá Val hafi frjálsar hend- ur með æfingar þyrfti einhvers kon- ar gæðastjómun að eiga sér stað hjá félaginu. Eru þjálfara að nýta æfinga- tímann vel? Hver eru gæði æfing- anna? Hversu lengi á hverri æfingu er hver leikmaður með bolta? Er verið að þjálfa rétta hluti miðað við aldur við- komandi? Þetta á ekki að vera feimn- ismál og engin njósnastarfsemi heldur metnaðargjörn vinnubrögð sem skila betri árangri fyrir alla. Afram Valur! Valsblaðið 2008 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.