Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 107
Ungir Valsarar
Ég elSka könfubolta
Björg Ingolfsdóttir er 14 ára í körfubolta í 10. flokki
Björg hefur æft körfubolta í þrjú ár og
býr í Valshverfinu og gengur í Austur-
bæjarsjóla. Hún segist hafa fengið 100
prósent stuðning frá foreldrum sínum
sem hvetja hana til að gera sitt besta.
Hvernig gengur ykkur? „Okkur gekk
bara ágætlega, en þar sem kvennakarfan
í Val var svo nýbyrjuð voru ekki margar
stelpur að æfa. En núna erum við orðn-
ar fleiri og erum bara að standa okk-
ur vel. Við kepptum sem 8. og 9. flokk-
ur á íslandsmótinu og svo tókum við þátt
á Reykjavíkurmótinu. Okkur hefur geng-
ið rosaiega vel í vetur og stefnum að því
að æfa mikið og verða betri. Mér finnst
hópurinn alveg frábær, þetta eru mjög
skemmtilegar og duglegar stelpur. Þjálf-
arinn okkar, Sigurður Sigurðarson er bara
nýbyrjaður að þjálfa okkur en mér list
rosa vel á hann. Góður þjálfari þarf að
hafa trú á liðinu, hafa tíma fyrir liðið, þol-
inmæði og áhuga á því að þjálfa liðið."
Skemmtileg atvik í boltanum: „Síðast-
liðinn aprfl fórum við stelpumar til Svi'-
þjóðar að keppa við önnur lið frá Norð-
urlöndum. Okkur gekk ekkert rosalega
vel fyrstu dagana en komum svo sterkar
inn og unnum alla leikina sem við áttum
eftir. En því miður endaði ferðin þann-
ig að við þurftum að fara heim þannig að
við gátum ekki keppt úrslitaleikinn. En
þetta var æðisleg ferð.“
Fyrirmyndir í boltanum? „Já Signý Her-
mannsdóttir. Hún þjálfaði mig þegar ég
byrjaði í körfu og hún er mjög sterk körfu-
boltakona. Og líka afi minn, hann var í
landsliðinu í körfu fyrir mörgum árum.“
Hvað þarf til að ná langt í íþróttum?
„Áhuga, trú á manni sjálfum, þolinmæði,
stuðning fjölskyldunnar og bara vilj-
ann. Ég þarf helst að bæta skotin mín og
dripplið. En maður getur alltaf bætt sig.“
Hvers vegna körfubolti? „Mér finnst
bara svo gaman að spila körfubolta. En
ég æfði fimleika þegar ég var yngri.“
Hverjir eru þínir framtíðardraumar í
íþróttum? „Bara að ná sem lengst."
Þekktir Valsarar í fjölskyidunni? „Það
eru eiginlega engir Valsarar í fjölskyld-
unni minni en bróðir minn, Knútur er
líka að æfa körfu með Val.“
Hver stofnaði Val og hvenær og hver
voru einkunnarorð hans? „Séra Frið-
rik Friðriksson, 11 maí 1911. Látið aldrei
kappið bera fegurðina ofurliði."
EG EK OKÐIHH TIÐUR GESTUR A BÓKASÖFHUHUM.
VtOKOHAH ERUM FARIHAP
FARA OFTAR SAMAH í BAD.
ÞEGAR VEDUR IE/F!R GETUR VERID GAMAH
AÐ RÍFA SIG ÚRADOFAH OG KALLA.
SVO ERUM VID OLL SAMFERDA
'l HOTUDUM BÍL FRA HEKLU.
Amtsbókasafnið á Akureyri