Valsblaðið - 01.05.1994, Side 38
í minnineu látinna Valsmanna
Albert
Guðmundsson
Fæddur: 5. október 1923
Dáinn: 7. apríl 1994
Einhver litríkasti íþrótta- og stjómmála-
maður landsins á þessari öld, Albert
Guðmundsson, lést hinn 7. apríl s.l.
Hann fæddist í Reykjavík hinn 5.
október 1923, sonur hjónanna Guð-
mundar Gíslasonar gullsmiðs og konu
hans Indíönu Bjamadóttur. Þau hjón
áttu átta böm, sjö syni og eina dóttur og
var Albert þeirra elstur.
Albert ólst upp í gamla austurbænum í
Reykjavík og hneigðist snemma til
knattspymu. Jafiiframt kynntist hann
ungur að ámm starfi KFUM svo og
stofnanda þess og leiðtoga til margra ára,
séra Friðrik Friðrikssyni. Kynni hans af
séra Friðrik höfðu mikil áhrif á Albert og
minntist hann gamla mannsins oft.
Knattspyman var í hávegum höfð innan
KFUM enda séra Friðrik orðlagður
áhugamaður um íþróttina. Leið þvi ekki
á löngu áður en að Albert hóf æfingar
hjá Knattspymufélaginu Val enda
tengslin milli KFUM og félagsins ákaf-
lega náin.
Fljótt kom í ljós að Albert bjó yfir fágæt-
um eiginleikum sem knattspymumaður.
A uppvaxtarárum sínum spilaði hann
með öllum yngri flokkum Vals. Strax
og aldur leyfði vann hann sér fastan sess
í meistaraflokki félagsins en á þessum
ámm var lið Vals mjög sterkt. I liðinu
vom á meðal annarra kappar eins og
Hermann Hermannsson, markmaður,
Grímar Jónsson, Frímann Helgason,
Sigurður Ólafsson, Snorri Jónsson og
Ellert Sölvason (Lolli) svo nokkrir séu
nefndir. Með Val vann Albert marga
glæsta sigra.
En það vom ekki aðeins félagar Alberts
og samlandar sem fengu að njóta hæfi-
leika hans sem knattspymumanns, sem
sumir hafa líkt við töfrabrögð. I kjölfar
brottfararprófs frá Samvinnuskólanum
árið 1945 hélt hann til framhaldsnáms í
verslunarfræðum í Glasgow. Ekki hafði
hann dvalið þar lengi þegar forsvars-
menn stórliðsins Glasgow Rangers
höfðu spumir af einstökum hæfileikum
hans og buðu honum að koma til
félagsins. Eftir skamma viðdvöl hjá
Rangers lá leiðin til London en þar spil-
aði Albert með hinu fomffæga liði
Arsenal. Þar sem ekki tókst að afla
atvinnuleyfis fyrir Albert í Englandi varð
dvölin hjá Arsenal ekki lengri en rúm-
lega eitt ár. Það var síðan á árinu 1947
sem Albert gerði atvinnumannssamning
við franska knattspymufélagið Nancy.
Hann var ekki aðeins fyrsti Islending-
urinn sem gerðist atvinnumaður í
knattspymu heldur mun hann vera lýrsti
atvinnuknattspymumaður Norðurlanda.
Eftir ársdvöl hjá Nancy lá leiðin til hins
fræga og auðuga félags AC Milan á
Ítalíu en með því liði lék Albert á hátindi
ferils síns. Hann var dáður af áhangend-
um og virtur af andstæðingum enda á
þessum árum talinn einhver besti leik-
maður í Evrópu. Eftir að samningurinn
við Milan rann út lá leiðin aftur til
Frakklands, nú til Parísar þar sem hann
lék með Racing Club de Paris. Feril sinn
sem atvinnuknattspymumaður endaði
Albert síðan hjá ffanska félaginu Nizza.
Með Nizza náði hann m.a. því lang-
þráða markmiði að verða Frakklands-
meistari í knattspymu. Arið 1954 sagði
Albert skilið við atvinnuknattspymu og
snéri heim eftir næstum áratugs frægðar-
for um helstu knattspymuvelli Evrópu.
Albert er að sönnu einhver mesti affeks-
maður í iþróttum sem Island hefur alið.
Hann var dáður og virtur af milljónum
manna í álfunni sem einhver glæsilegasti
leikmaður síns tíma. Slíkum árangri og
ffama í íþróttum ná ekki aðrir en þeir
sem búa bæði yfir gífurlegum líkam-
legum og andlegum styrk, sjálfsaga og
eru reglusamir. Yfir þessum kostum bjó
Albert í ríkum mæli. Að auki var atorku
hans og drenglyndi við bmgðið. Því kom
ekki á óvart þó að hann hafi eftir heim-
komuna gerst áhrifamaður í félags-
málum, fyrst einkum innan íþrótta-
hreyfingarinnar, og síðar sem einhver
áhrifamesti og litríkasti stjómmálamaður
landsins um árabil.
Þrátt fyrir hinn glæsta frama erlendis og
síðar erilsöm störf hér heima gleymdi
Albert aldrei gamla félaginu sínu sem
hafði fóstrað hann í æsku. Hann var
stoltur af því að vera Valsmaður rétt
eins og félagið er stolt af þeim heiðri að
hafa átt sinn þátt í þvl að búa hann undir
framabrautina. Valur gat alltaf reitt sig á
stuðning hans þegar mikið lá við.
Einkum var Albert félaginu oft innan
handar í sambandi við þátttöku þess í
þeim fjölmörgu Evrópukeppnum sem
það hefur tekið þátt í á liðnum áratugum.
Þar hefur ætíð komið sér vel að hafa að
bakhjarli jafn vel kynntan og reynslu-
ríkan mann úr evrópskri knattspymu og
hann. Albert hefur verið sæmdur öllum
helstu heiðursmerkjum Vals, síðast gull-
orðunni 1971.
Albert kvæntist fiú Brynhildi Hjördísi
Jóhannsdóttur 1946, orðlagðri sómakonu
sem lifir eignmann sinn. Þau eignuðust
þrjú böm, þau Helenu Þóm, Inga Bjöm
og Jóhann Halldór. Eins og oftast falla
eplin sjaldnast langt ffá eikinni því öll
böm Alberts hafa tekið virkan þátt bæði
í leik og starfi innan Vals. Ingi Bjöm
var t.d. einhver dáðasti leikmaður meist-
araflokks Vals á síðustu tveim áratugum
auk þess sem hann þjálfaði meistara-
flokk félagsins ffá 1989 til 1992 með
mjög góðum árangri.
Að leiðarlokum þakka aldnir sem ungir
Valsmenn Albert Guðmundssyni
margþættar gleði- og ánægjustundir í
leik og starfi á liðnum áratugum. Þeir
munu ætíð minnast hans sem einhvers
besta og fræknasta sonar Knattspymu-
félagsins Vals. Frú Brynhildi, bömum
þeirra, bamabömum og öðmm ætt-
ingjum og vinum vottar félagið sína
innilegustu samúð.
Knattspyrnufélagið Valur
VALSBLAÐIÐ 38