Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 12
Texti: Þorlákur Árnason
Liðsstiórinn
voru að leiknum. Það virðist enn þá
vera einhver spenna milli félaganna
eftir leikina í úrslitum bikars og í
Islandsmótinu.
Jóhann Birgisson er búinn að vera
liðsstjóri hjá handknattleiksdeild
Vals í fjöldamörg ár.
Jói sem oft hefur verið bendlaður við
mafíuna á Sikiley var í Jæri" hjá
Pétri Guðmundssyni áður en hann
tók endanlega við liðsstjórastarfinu.
Jóhann er skemmtilegur persónuleiki
og harður Valsmaður sem hefur
skoðanir á flestum hlutum varðandi
félagið. Hér á eftir fylgir frásögn Jó-
hanns af atburðum að Hlíðarenda:
Hvenær kynntist þú fyrst Knatt-
spyrnufélaginu Val, Jóhann?
Ég æfði í yngri flokkunum hjá Val. Ég
bjó bæði á Egilsgötunni og í Máva-
hlíðinni sem krakki þannig að
Hlíðarendi var í næsta nágrenni. í þá
daga voru nær allir í fótbolta og helstu
leikfélagarnir voru meðal annars þeir
Hermann Gunnarsson og Ingvar
Elíasson.
Hefur mikið breyst síðan þá?
Það ótrúlega er að aðstaðan hefur lítið
batnað í knattspymunni síðan þá, en að
sjálfsögðu hefur orðið bylting fyrir
handboltann og körfuboltann. Það eru
mjög fáir sparkvellir til að spila á í dag
og oft finnst mér eins og grassvæðið
okkar sé til allra hluta nýtt nema að
spila á því! í gamla daga vorum við
alltaf á Klambratúninu og á leikvelli
meðfram flugvellinum. Á þessum tíma
var Róbert Jónsson þjálfari aðal-
maðurinn að Hlíðarenda og hann gerði
það eftirsóknarvert að koma á svæðið.
Róbert hafði gífurleg áhrif á líf ungra
knattspyrnumanna á sínum tíma.
Hvað með eftirminnilega leiki?
Hvað með eftirminnilega leikmenn?
Gamla .mulingsvélin" í heild sinni var
mjög athyglisverð, þeir stóðu saman og
skipulögðu leik sinn bæði innan vallar
sem utan. Einnig er gaman að fylgjast
með þeim ungu leikmönnum sem eru
að koma upp hjá Val hverju sinni. Valur
skipar ákveðna sérstöðu í þessum
málum enda höfum við verið óhræddir
við að gefa ungum og efnilegum leik-
mönnum tækifæri. Það er endalaus upp-
spretta af leikmönnum hjá okkur enda
verðum við að byggja lið okkar á
heimamönnum og undirbúa þá leik-
menn sem eiga að taka við þeim eldri.
Þú talar um sérstöðu Vals í uppbygg-
ingu, hvaðan kemur þessi hug-
myndafræði?
Áhrifin koma um leið og Boris
Akbachev kom til Vals upp úr 1980.
Hann byrjaði á því að gefa hálfri „mul-
ingsvélinni11 frí strax og það varð til
þess að menn efuðust mikið um störf
hans 02 Boris fór út aftur til Rússlands.
Jóhann Birgisson hinn öflugi
liðsstjóri mfl. karla í handknattleik.
í minningunni verður oft sá síðasti
minnistæðastur og þannig er það einnig
með mig enda er bikarúrslitaleikurinn
frá því í fyrra gegn Fram sá allra eftir-
minnilegasti. Leikurinn var æsispenn-
andi auk þess sem miklir eftirmálar
Jóhann ásamt fyrirliðanum Guðmundi og aðstoðarþjálfaranum Boris
Bjarna fagna íslandsmeistaratitlinum í vor.
12 Valsblaðið 50 ára