Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 4

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 4
Þeim hefur tehist Júlíus Jonasson er kominn heim í heiðardalinn eftir 10 ára útlegð. Hann hefur örugglega leikið hátt í 1000 handboltaleiki á ferlinum og er hvergi nærri hættur. Júlíus Jónasson, öðru nafni Herkúles, lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Vals 15-16 ára gamall. Hann lék í takkaskóm á grasvelli í Laugardalnum í lemjandi rigningu þegar Valur tók þátt í íslands- mótinu utanhúss. Það væri skrök að segja að Júlli hefði klæðst takkaskóm með góðum árangri síðan þótt hann vilji eflaust meina að hann sé þokkalegur knattspymumaður. Krumlurnar hafa lík- lega gert útslagið með að hann tók hand- boltann fram yfir fótboltann. Sautján ára gamall var Júlíus farinn að keppa reglu- lega með meistaraflokki ásamt Geir Sveinssyni, Jakobi Sigurðssyni og Valdi- mar Grímssyni. „Þegar við vorum að stíga okkar fyrstu skref í meistaraflokki urðu hálfgerð kynslóðaskipti hjá Val,“ segir Júlli. „Við ýttum gömlu mönnun- um smám saman út en núna stendur maður að vissi leyti í sömu sporum og þeir. Þó kannski aðeins fastar," segir hann og brosir. Síðustu mánuði hafa Júlli og Helga eiginkona hans verið á kafi í fram- kvæmdum í íbúð þeirra á Flókagötunni sem þau festu kaup á fyrir nokkrum árum og hafa ófáar vinnustundir farið í endur- bætur. Júlíus er í annasömu starfi hjá Kaupþingi. „Ég er í ráðgjafastarfi og sé um kröfukaup,“ segir hann og fékk sér sopa af appelsín þegar Valsblaðið heim- sótti hann undir miðnætti fyrir skemmstu. Síðustu daga hafa tímamir í sólarhringn- um verið of fáir til þess að handbolta- kappinn hafi getað sinnt starfinu, verið á námskeiði, stundað æfingar og unnið í íbúðinni. Samt hefur honum tekist það. Júlíus lék með Val til ársins 1989 en það ár sigraði Island með glæsibrag í B- Júlíus á skrifstofunni hjá Kaupþingi. Valsbollinn er aldrei langt undan. keppninni í Frakklandi sem oft er vitnað til. Júlíus var þá einn af lykilmönnum landsliðsins. Hann gerðist atvinnumaður með Paris SG og lék í þrjú ár í Frakk- landi. Síðan var hann tvö ár með Bida- soa á Spáni og Valencia en með síðar- nefnda liðinu varð Júlíus Evrópumeist- ari. Geir Sveinsson, fyrrum fyrirliði landsliðsins og núverandi þjálfari Vals, lék þá einnig með Valencia. „Það að verða Evrópumeistari var vissulega stór- kostlegt, ekki síst í ljósi þess að félagið var í fjárkröggum og leystist nánast upp nokkru síðar.“ Eftir árin á Spáni lék Júlíus með Gum- mersbach í Þýsklandi en tveimur árum síðar lék hann með TV Shur. Endastöðin á atvinnumannaferlinum var síðan St. Otmar St. Gallen í Sviss. Þar var hann í tvö ár. Júlíus hefur því drepið niður fæti víðsvegar um heim, svitnað daglega í fjórum löndum, kynnst ólíkum venjum og siðum og síðast en ekki síst er hann altalandi á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, frönsku og spænsku. Þar sem hann er illa að sér í latínu var ákveðið að hafa viðtalið á íslensku. „Ég er farinn að ryðga aðeins í frönsk- 4 Valsblaðið 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.