Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 18

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 18
Hugsaou púsund sinnum," gerðu það Itundrað sinnum og segðu það einu sinni", segir Ágiíst S. Björgvinsson að Valsmenn eigi að hafa að leiðarljósi. Hann er yfirþjálfari yngri flokka Vals í körfubolta og þjálfari 7. 8. og 9. flokks. Ágúst þjálfari ásamt hinum efnilegu lœrisveinum sínum. Þótt Ágúst Björgvinsson sé aðeins tví- tugur er hann þegar orðinn yfirþjálfari yngri flokka Vals í körfubolta. Einlægnin og áhuginn skín úr andliti Ágústs þegar hann ræðir um „drengina“ sína í boltan- um og það fer ekki á milli mála að þeir eru í góðum höndum. Ágúst er alinn upp að Hlíðarenda, með eldrautt blóð í æðum og þótt flestir körfuboltamenn á hans aldri sé uppteknir af eigin frama eru áherslur hans í boltanum frábrugðnar. „Ég er á síðasta ári í unglingaflokki en hef ekkert spilað í vetur vegna meiðsla,“ segir Ágúst. „Síðustu árin hafa sprungur í báðurn sköflungum sett strik í minn eigin feril en ég hef þó ekki gefið hann alveg upp á bátinn. I augnablikinu á þjálfunin hug minn allan.“ Þjálfaraferill Ágústs spannar fjögur ár en í upphafi var ekki um auðugan garð að gresja meðal iðkenda. „Þegar Valur hóf æfingar fyrir stráka sem eru fæddir 1985 var ég einn á æfingum sem þjálfari. Það mætti enginn. Einn mætti á næstu æfingu og þá tók ég gleði mína. Síðan spurðist út að æfingar væru hafnar.“ Ágúst sætti sig illa við fámennið og tók að heimsækja grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu. „Ég dreifði miðum í skól- ana, fór í leikfimistíma í tveimur skólum og spurði stráka hvort þeir vildu ekki mæta. Síðan hvatti ég þá sem mættu til að taka vini sína með á æfingar. Þetta hefur skilað góðum árangri. Frá því ég varð yfirþjálfari nú í haust hefur orðið 25% aukning á iðkendum, aðallega í Minni-boltanum. Þátttakan síðustu ár hef- ur verið skelfileg. Núna erum við með um 30 stráka í Minni-boltanum. Það þykir samt ekki gott ef við miðum okkur við Fjölni sem er með um 80 stráka.“ Hvernig hefur verið staðið að starfi yngri flokkanna í körfunni hjá Val? „Síðustu ár hefur lítið sem ekkert verið hugsað um yngri flokkana. Það hefur m.a. leitt til þess að þrír Valsmenn, sem eru allir á svipuðum aldri og ég, hafa far- ið í önnur félög auk nokkurra annarra. Þeir eru allir landsliðsmenn í dag og allir yfir tveir metrar. Núna stöndum við frammi fyrir „gati“ í yngri flokkunum vegna þess að það vantar harðan kjama sem gæti skilað sér upp. Þetta er afleið- ing afskiptaleysis. 10. flokkur er mikið að koma til um þessar mundir og gæti kjaminn í honum, auk lykilmanna í enn yngri flokkum, staðið sig mjög vel í meistaraflokki í framtíðinni." Hvaða markmið hefurðu sett þér sem yfirþjálfari? „Ég legg mikið upp úr aga og kalla flokkana mína „litla herinn“. Þessi mikli agi lagðist ekkert sérstaklega vel í marga foreldra í upphafi en núna held ég að þeir séu orðnir sáttir. Metnaðargjamir krakkar vilja mikinn aga og aðhald. Hvorutveggja er til staðar hjá mér. Ég veit að það sem ég segi eru að vissu leyti lög hjá strákunum. I 7. flokki eru nánast eingöngu nýir strákar en hann, auk 8. og 9. flokka, eru glæsilegir flokkar. Þeir eru allir í eins búningum á æfingum, leggja sig ávallt fram og eru flottastir á landinu. Það er ekki spuming. Núna ætla ég að skoða einkunnir strákanna úr skólunum til að geta fylgst með hvemig þeim gengur utan æfingatíma. Góður árangur í íþróttum helst yfirleitt í hendur við góð- an námsárangur. Ég þekki það sjálfur að íþróttimar héldu mér gangandi í skólan- um.“ 18 Valsblaðiö 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.