Valsblaðið - 01.05.1999, Síða 25

Valsblaðið - 01.05.1999, Síða 25
Eftir Þorgpím Þpáinsson Ártalið ’73 gefur til kynna hvaða ár drengimir eru fæddir en 10 þeirra hafa spilað með meistaraflokki. ’73 hópurinn er sigursælasti „flokkur" Vals í hand- knattleik frá upphafi. Þegar strákamir voru á eldra ári í sínum flokki töpuðu þeir ekki einum einasta leik í gegnum alla yngri flokkana. „Þrátt fyrir alla titl- ana situr samheldnin og félagsskapurinn eftir,“ segir Oskar Bjami. „Allur hópur- inn lagði sig ávallt fram bæði í skóla og inni á vellinum enda hefur meirihlutinn menntað sig á einn eða annan hátt. Mennirnir á bak við hópandann og sam- stöðuna í þessum kjama voru Teddi þjálfari og Dagur fyrirliði." Oskar lék með yngri flokkum Fram í fótboltanum samhliða handboltaiðkun í Val en hann fékk smjörþefinn af þjálfun 15-16 ára gamall. „Ég var alltaf meiddur á þessum aldri og var því oft fenginn til að þjálfa fyrir aðra. Ástæða meiðslanna má eflaust rekja til álags. Ég var frekar þroskaður og stór miðað við aldur og byrjaði að æfa með meistaraflokki 15 ára gamall. Það má eiginlega segja að ég hafi verið „yngriflokkastjama". Mig vantaði styrk til að standa undir æfingaá- lagi og sinin í hnénu gaf sig með þeim afleiðingum að ég var skorinn upp 16 ára og svo aftur 17 ára. Á þessu tímabili jókst áhugi á þjálfun því Valdimar Grímsson kippti mér með sér þegar hann var að þjálfa." Oskar segir reyndar að hann hafi ætlað sér að verða besti handboltamaður í heimi. Og hann var sannfærður um að það tækist. „Ég var alltaf með sjálfs- traustið í lagi og fór dálítið langt á því. Þegar ég var 17 ára gerði ég mér grein fyrir því að ég gæti ekki orðið bestur í handbolta og þá stefndi ég á að verða besti þjálfarinn.“ Eftir stúdentsprófið lék Óskar eitt tímabil með KA og kennir ævintýra- þránni um Norðurferðina. Þegar hann kom til baka að Hlíðarenda þjálfaði hann 4. flokk karla og 5. flokk kvenna og hóf nám í Kennaraháskólanum. Síðan eru liðin mörg ár... og hann hefur þjálfað tvo til þrjá flokka á hverjum vetri síðan 1993-’94. Um þessar mundir stundar hann forfallakennslu í Tjamarskóla fyrir hádegi. Hvernig gekk þér í fótboltanum með Fram? „Mér gekk ágætlega og ég spilaði alltaf á móti Degi og öðrum vinum mínum í Val. Eftir á að hyggja hefði örugglega hentað mér betur að verða fótboltamaður. Ég lék sem „sweeper" og var í sigursælum flokki hjá Fram ásamt Ríkharði Daða- syni, Pétri Marteinssyni, Guðmundi Benediktssyni og fleirum. Ég byrjaði í fótbolta með ÍR en var orðinn leiður á að þurfa alltaf að vekja þjálfarann á sunnu- dagsmorgnum, helþunnan. Hann skipti í lið með stírumar í augunum og svaf svo standandi." Umræðan snýst aftur yfir í þjálfunar- feril Óskars og hann segir aðspurður að hver þjálfari búi sér ósjálfrátt til ákveðn- ar vinnureglur. „Ég er rosalega þolin- móður sem er eflaust bæði kostur og galli. Mín þjálfun byggist því á lang- „Geir er leiðtogi og frábœr fyrirmynd," segir Óskar sem gœti vel liugsað sér að taka við þjálfun meistaraflokks. Óskar og Geir láta í sér heyra í sigurleik gegn KA að Hlíðarenda þann 1. desem- ber ’99. tímaferli. Ég gæti aldrei hugsað mér að þjálfa einhvern flokk í aðeins eitt ár. Það er svo margt sem þarf að koma til ef krakkar ætla að ná árangri í íþróttum. Þeir þurfa að standa sig vel í skólanum og skipuleggja sig vel. Það er mikilvægt að hjálpa krökkum með hvorutveggja. Mér finnst það sem blaut tuska í andlitið ef einhver í mínum flokki fellur í skóla. Sumum hættir til að kenna fjölda æfinga um slakt gengi í skóla en þetta er allt spurning um skipulagningu. Það er nauð- synlegt að æfa oft ef árangur á að nást. Hins vegar þurfum við að bjóða upp á betri æfingatíma fyrir flokkana. Alveg þar til í ár vorum við að leigja út bestu tímana í stóra salnum á mánudögum og fimmtudögum. Forgangsröðin í félaginu hefur verið röng hvað þetta varðar. Fé- lagið á að vera fyrir iðkenduma og þeir eru framtíð félagsins. Ég er þeirra skoð- unar að það eigi alls ekki að leigja út tíma í sölunum fyrr en eftir klukkan 22.00.“ Óskar telur æskilegast að geta einbeitt sér alfarið að þjálfun sé fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. „Ég myndi að sjálf- sögðu vilja sinna krökkunum ennþá bet- ur og vera með fjölda séræfinga. Þjálfun hefur hingað til verið of mikið aukastarf hjá flestum. Þjálfari skiptir krakka miklu meira máli en fólk heldur. Hann getur hjálpað þeim á flestum sviðum. Fyrst núna erum við farin að vinna með and- legu hliðina en Bandaríkjamenn hófu að gera það fyrir 70 árum. Það vilja allir standa sig vel á æfingum og í leikjum og það þarf að hjálpa krökkum til þess. Það er af hinu góða að Iið séu farin að leita til sálfræðinga til að styrkja andlegu hlið leikmanna.“ ValsblaOið 1999 25

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.