Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 47

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 47
Ettir Þongním Þráinsson Hver er Valsmaðurinn? Ómar Sigurðsson hefur verið einu tryggasti stuðuings- og stjórnarmaður Vals í gegnum tíðiua. Hauu kallar ekki allt ömmu sína í félagsmálum og vill m.a. endurvekja Alvörumenn Einn af heitustu og dyggustu stuðnings- mönnum Vals í gegnum tíðina er Omar Sigurðsson. Omar nýtur mikillar virðing- ar meðal Valsmanna enda einn af þeim sem brettir upp ermamar þegar þess er þörf og lætur verkin tala. Hann hefur gegnt fjölmörgum störfum fyrir Val en ætíð verið mest viðloðandi handboltann. Ómar Sigurðsson er „Valsmaðurinn" að þessu sinni en Sigurbjörg Eiríksdóttir, eiginkona hans, gæti allt eins hafa orðið fyrir valinu. Þau hjónin eiga einn son, Ómar að nafni, sem lék með yngri flokk- um Vals í handbolta en spilar nú með Fjölni í Grafarvogi. Ómar Sigurðsson er fæddur á Loka- stígnum og fór í fyrsta skipti á leik að Hlíðarenda árið 1955 með Gunnari Sig- urjónssyni sem var giftur móðursystur Ómars og spilaði með meistaraflokki Vals í knattspymu. Gunnar innritaði Ómar strax í Val, 7 ára gamlan, og upp frá því var drengurinn á Valssvæðinu öllum stundum. „Ég æfði fótbolta og man vel eftir Murdo þjálfara, Gunnari Gunnars- syni og síðast en ekki síst Ama Njáls- syni. Ég hafði mikið dálæti á Ama. Eg spilaði töluvert með Hermanni Gunnars- syni þótt hann væri ári eldri en ég og fleiri góðum köppum. Ég var aldrei ann- að en meðalskussi og hætti áður en ég var gjaldgengur í meistaraflokk. Þegar ég var 15 ára gamall fékk Jón Kristjáns- son, fyrsti formaður handknattleiksdeild- ar Vals, mig til að sjá um sölutjald fyrir Val á 17. júní. Þar með hófust mín fé- lagsstörf fyrir Val og ég kom aðeins ná- lægt byggingu íþróttahússins. Þegar ég var orðinn stjómarmaður í Val leitaði ég oft til Jóns með ýmis mál. Hann var ein- stakur maður.“ Ómar flutti til Neskaupsstaðar 24 ára gamall og bjó þar í 15 ár. Hann rifjar upp eftirminnilegan leik sem Valur lék gegn Þrótti í Neskaupstað á þessum árum. 'ðarundrjð ... ^viöundri! Ómar á sitt heilaga sœti á pöllunum. Fyrir ofan hann eru Friðjón Friðjónsson (tv), Helgi Jónsson og Guðni Haraldsson. Jóhannes bakari situr til hœgri handar Ómars en Hilmar Böðvarsson vinstra megin við hann. „Valur dróst á móti Þrótti í bikarkeppn- inni í kringum 1977 en þá var Þróttur langefstur í 3. deild og hafði unnið alla sína leiki með miklum yfirburðum. Dag- inn fyrir leikinn kom flennifyrirsögn í Morgunblaðinu; „Tekst Austfjarðamndr- inu að sigra Val.“ Valur vann leikinn 15- 0 en skoraði reyndar 19 mörk í leiknum. Fjögur voru dæmd af. Daginn eftir leik- inn stóð í Mogganum; „Austfjarðarund- rið varð að viðundri.“ Ég naut mín vel á Neskaupstað eftir leikinn enda eini Vals- maðurinn á svæðinu." Eftir að Ómar flutti til Reykjavíkur aftur, um fertugt, keypti hann bílaþvotta- stöð sem hann rak í 10 ár. Núna eiga þau hjónin sólbaðsstofu. Hann byrjaði strax að vinna fyrir Val og sat m.a. í stjórn hand- knattleiksdeildar 1990 til 1994. Næstu tvö kjörtímabil var hann í aðalstjórn Vals. Ómar var í Herrakvöldsnefnd í 11 ár og fullyrðir að Herrakvöldið í nóvem- ber sl. hafi án efa verið það síðasta sem hann myndi annast. „Ég var lengi í nefndinni með Grími Sæmundsen, Jafet Ólafssyni og Stefáni Gunnarssyni og við lukum í raun störfum í fyrra. En þar sem erfitt reyndist að manna nefndina gaf ég kost á mér í eitt ár til viðbótar." Ómar lét sig ekki vanta þegar Valur lagði KA að Hlíðarenda, tveimur klukku- tímum eftir stofnfund Valsmanna hf. Hvaða ár er eftirminnilegast í handboltanum? „Það er án efa keppnistímabilið 1992- ’93. Þá unnum við titla í öllum yngri flokkum og vorum langsigursælasta lið á Islandi þennan vetur. Meistaraflokkur karla vann til allra titla sem voru í boði og stelpumar urðu bikarmeistarar. Meist- araflokkur kvenna hafði ekki unnið titil í 10 ár en með samstilltu átaki var blaðinu snúið við. Það er ógleymanleg stund þeg- ar stelpumar mættu heim til okkar hjóna með forláta vasa og afhentu okkur sem þakklætisvott fyrir starfið á tímabilinu. Valsblaöið 1999 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.