Valsblaðið - 01.05.2000, Page 57

Valsblaðið - 01.05.2000, Page 57
eftir Johann Inga flnnason SamvlÍPnaau íiðsheild Zeljko Sankovic hefur verið ráöinn yfirþjálfari yngri flokka Vals í knattspyrnu auk þess sem hann þjálfar 5. og 2. flokk karla. „Saga mín í fótboltaheiminum er kannski of löng til að fara yfir hér en ástæða þess að ég endaði á íslandi er sú að fjölskylda konunnar minnar kom hingað til lands sem flóttafólk þegar ástandið var sem verst í fyrrum Júgó- slavíu. Ég ætlaði fyrst um sinn að koma í stutta heimsókn til Isafjarðar, þar sem fjölskyldan var, en áður en ég vissi var ég orðinn leikfimikennari á staðnum. í framhaldi af því tók ég að mér þjálfun hjá BÍ og svo hjá Knattspyrnufélaginu Erni. Eftir að ég hafði náð ágætis árangri á Isafirði hafði svo IBV samband við mig og ég ákvað að slá til og taka að mér yfirþjálfun yngri flokka í Vestmannaeyj- um. Mér lfkaði mjög vel í Eyjum og fannst ég vera á réttri leið með starf mitt verkefni. Valur er stór klúbbur með mikla hefð og hér búast menn við miklu. Það er kannski erfitt fyrir mig að átta mig á stöðunni strax enda hef ég ekki verið hér það lengi. Byrjunin lofar hins vegar góðu og hér vinna menn skipulega að því að gera Val að enn sterkari klúbbi.“ Island er alls ekki frumraun þín sem þjálfari og þú hefur reyndar þjálfað marga fræga knattspyrnumenn? „Ég hef unnið með mörgum frægum þjálfurum, bæði hjá stórum og smáum klúbbum, og ég hef líka þjálfað knatt- spyrnumenn sem seinna hafa gert garð- inn frægan í atvinnumennskunni. Ég þjálfaði á tímabili U-16 og U-18 ára lið Króatíu og árið 1985 voru margir mjög Miklar vonir eru bundnar við störf Zeljko sem yfirþjálfara. Zeljko Sankovic er Serbi og Króati en lítur á sjálfan sig sem Júgóslava þrátt fyrir að landið sem hann fæddist í sé ekki lengur merkt á landakort. Hann á langan knattspymu- og þjálfaraferil að baki og hefur meðal annars þjálfað leik- menn eins og Davor Suker og Zvonimir Boban. En nú er Zeljko yfirþjálfari yngri flokka Vals og hver veit nema hann skili þar af sér atvinnumönnum framtíðarinn- ar. En hver er saga hans í heimi knatt- spymunnar? Zeljko ásamt lœrisveinum sínum í5.flokki. þar en síðan kom sú staða upp að IBV fór að ræða við mig um að taka við meistaraflokki félagsins en þar fannst mér væntingar stjómarmanna miðað við mannskap of miklar og við náðum aldrei samkomulagi. Þegar ljóst var að ég yrði ekki lengur hjá IBV höfðu Valsmenn samband við mig og þar hef ég tekið að mér yfirþjálf- arastöðu allra yngri flokka félagsins.“ Hvernig líkar þér nýja starfið? „Það er alltaf gaman að takast á við ný góðir leikmenn í U-18 ára liðinu og má þar til dæmis nefna Davor Suker, West Ham, Zvonimir Boban, Milan, Robert Jami, Las Palmas og Igor Stimac, West Ham. Þetta var mjög sterkt lið og margir leikmenn úr þessu liði hafa náð mjög langt.“ Hvernig þ jálfari ertu? „Ég vil að þeir sem æfa hjá mér geri það sem þeir eru beðnir um en ég veit ekki hvort það er hægt að segja í fáum orðum hvemig þjálfari ég er. Það skiptir til Valsblaðið 2000 57

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.