Valsblaðið - 01.05.2002, Page 31

Valsblaðið - 01.05.2002, Page 31
Ettir Hauk R. Magnússon Bjössi (th) lyftir bikamum, ásamt vini sínum Guðmundi Brynjólfssyni, fyrir sigur í 1. deild í knattspyrnu sumarið 2002. Nú verður ekki aftur snúið! (Mynd ÞÓ) skapur. Það hefur slæm áhrif á allt í klúbbnum ekki síst á yngri leikmennina, að spila í 1. deild. Þegar ég var að koma upp hjá Val sem strákur var liðið nýlega búið að vinna marga Islands- og bikar- meistaratitla. Þá höfðu allir einhverja til að líta upp til. Þetta var bara Valur, klúbbur sem segir sex. Við höfum misst þetta núna. Fyrirmyndir fyrir þessa stráka eru ekki margar í Val. Það er eng- in spuming að það hefur haft slæm áhrif á klúbbinn. Ef við lítum aftur til ársins ‘99 var það ekki alslæmt að falla. Við gátum farið að setja okkur ný markmið. Það var óþolandi að spila héma ár eftir ár með það að markmiði að falla ekki. Það var alltaf góður andi en september- mánuður var hrein hörmung ár eftir ár.” — Margir í liðinu eru með iitla reynslu af úrvaisdeild og margir hafa einungis reynslu af fallbaráttu. Er ekki til of mikils ætlast að búast við einhverju meiru? „Markmiðið okkar verður að festa okkur í sessi í deildinni aftur. Það verður erfitt. í ljósi þess að vera með reynslulít- ið lið og kannski ekki marga sem hafa fundið lyktina af meistaratitlum. Það er samt rosalega mikil fótboltageta í þessu liði. Hvað varðar hæfileika, form og hungur em fá lið sem standa okkur fram- ar. Reynslan segir hins vegar mikið í úr- valsdeild og hún gæti orðið akkilesar- hællinn en ég hef trú á því að sú sigurtil- finning, sem við fundum í sumar, eigi eftir að skila miklu. Eftir þetta síðasta ár er orðið óþolandi að tapa leik, jafnvel þótt að það sé gegn einhverjum kónga- liðum á borð við KR og Fylki. A okkar degi eigum við að geta unnið öll þessi lið. Það verður kannski ekki Islands- meistaratitill á næsta ári en ég segi, fest- um okkur í sessi, áttum okkur á því að við getum þetta og höldum okkur í deild- inni. Við getum síðan byggt ofan á það. Getan er til staðar, engin spurning.” — Hvað finnst þér um þá leikmenn sem bæst hafa í hópinn? „Mér líst mjög vel á þá. Það er mjög gott að fá Kristin Lámsson aftur sem er gríðarlega sterk persóna og góður leik- maður. Það styrkir okkar framlínu óneit- anlega að fá Hálfdán Gíslason og Jóhann Möller. Okkur hefur vantað þennan al- gjöra slúttara sem er með 10 til 15 mörk á hverju sumri. Við höfum verið með frá- bært spil úti á vellinum en hefur vantað að klára málið inni í teignum. Ég hef miklar væntingar til þeirra tveggja upp á það að gera. Ég held að þeir eigi eftir að falla vel inn í hópinn. Þeir em báðir vinnusamir og þekkja sín takmörk og Kiddi þekkir þetta auðvitað. Ég held að þetta séu einmitt leikmennimir sem okk- ur hefur vantað frekar en einhverjar prímadonnur sem hugsa bara um sjálfan sig.” — Hefur þú áhuga á að spreyta þig á ný í atvinnumennskunni? „Ég er náttúrlega kominn með fjöl- skyldu og vinnu hér en tel mig alveg eiga erindi í það. Ég lenti í miklu mót- læti í Svíþjóð, meiddist strax í fyrsta æf- ingaleiknum eftir að hafa æft í tvo mán- uði og missti af öllum æfingaleikjum eft- ir það. Næst þegar ég kom inn í hópinn var mótið hafið og þjálfarinn búinn að mynda liðið. Ég fékk að spila nokkra leiki og fann að ég átti fullt erindi í deildina. Þetta æxlaðist þannig að eftir meiðslin mín þama í upphafi náði liðið sér á strik þegar á leið sumarið. Ég var ekki í byrjunarliðinu á þeim tíma og þannig hélst það út tímabilið sem endaði með því að liðið náði alveg toppárangri. Það var síðan skipt um þjálfara og sá hélt sig við sama byrjunarliðið. Ég sá minn kost vænstan að fá að fara heim en bara vegna þess að mig langaði til þess að spila. Mér var gefinn kostur á því í sum- ar að fara til Start með Guðna Rúnari en þar sem konan átti von á bami innan tíð- ar og ég var búinn að ráða mig í vinnu og tók ég þess vegna ekki boðinu.” — Hvað finnst þér að sé brýnast að bæta úr hjá Val? „Ég vildi sjá miklu kröftugra starf í yngri flokkunum við að búa til alvöru fótboltamenn og hafa það að leiðarljósi hve marga hluti er hægt að bæta. Þetta er bara endalaust spil og vitleysa í staðinn fyrir að búa til leikmenn fyrir hverja stöðu. Það mætti byrja þessa sérhæfingu aðeins fyrr en gert er. Þá vænti ég þess síðan að menn standi betur saman. Bæði liðið og stuðnings- menn, þannig að við séum einn samstíga hópur. Menn mega ekki vera of upptekn- ir af fortíðinni og einhverjum íslands- meistaratitlum fyrir lifandis löngu. Við þurfum að rífa þetta upp hérna á Hlíðar- enda, við emm með alveg klassalið til þess. Nú er lag, við erum með toppstjórn og mjög spennandi lið. Við eigum frá- bæra áhorfendur eins og við sjáum þegar komið er í úrslitakeppnina í handbolta. Þá er troðfullt hérna og hvergi meiri stemmning. Við vorum að spila alveg klassabolta í sumar en það sjá okkur kannski bara 100 manns. Það er frábær kjami hérna af mönnum sem mæta alltaf, eru jákvæðir og skapa mikla stemmn- ingu. Ég hefði viljað sjá aðeins fleiri á vellinum þegar við vorum að spila virki- lega góðan fótbolta. Það er hvergi betra að vera en á Hlíð- arenda. Það er hvergi betra fólk. Bæði aðstandendur og umhverfið og annað slikt. Við höfum upplifað mótlæti í heil- an áratug. Enginn annar klúbbur hefði getað staðið eins sterkur og við á eftir. í dag erum við samt í úrvalsdeild með mjög spennandi lið. Það segir kannski meira en mörg orð um andann hérna.“ Valsblaðið 2002 31

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.