Valsblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 38

Valsblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 38
Grímur Sæmundsen er nýkjörinn formaður Vals. Hinn sigursæli bakvörður segir að fjölgun iðkenda sé meginverkefni fálagsins á næstunni og að styrkja þurfi ímynd félagsins sem afreksfélags í október síðastliðnum tók Grímur Sæ- mundsen við formennsku í Val af Reyni Vigni sem hafði gegnt formennsku í átta ár. Er engum blöðum um það að fletta, hve mikil gæfa það er fyrir félagið að fá svo reyndan og hæfan mann í starfið. Grímur hafði stjórnað knattspyrnudeild- inni frá árinu 1999 og á að baki setu í stjórnum knattspyrnudeildar og körfu- knattleiksdeildar á árum áður. Grímur var aðeins 6 ára gamall þegar hann hóf knattspymuiðkun hjá Val, og handknatt- leik stundaði hann samhliða upp í 3. flokk. Hann lék rétt rúmlega 300 meist- araflokksleiki fyrir Val í knattspyrnu, síðustu árin sem fyrirliði. Hann var jafn- an í mjög sigursælu liði og vann til fjög- urra íslandsmeistaratitla, þriggja bikar- meistaratitla og tók þátt í fjölmörgum leikjum með Val í Evrópukeppni á árun- um 1974 til 1985. „Lárus Loftsson var þjálfari minn í gegnum flesta yngri flokkana og hafði mikil áhrif á mótun mína sem knatt- spyrnumanns. Júrí Illitchev, þjálfari meistaraflokks, setti mig í stöðu vinstri bakvarðar, þegar ég hóf að leika með meistaraflokki, en ég hafði fram að því alltaf spilað sem miðvörður. Eg hreyfði mig ekki þaðan þau 12 ár, sem ég spilaði með meistaraflokki Vals. Ég upplifði margar ógleymanlegar gleðistundir á þessum tíma og er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið að vera hluti af þessu tímabili í sögu Vals. Júrí kenndi mér allt, sem ég kann í knattspymufræðum og Ian Ross kenndi mér hvað hægt væri að gera með samstilltum hópi, hvemig þú getur gert samheldni og baráttuanda að 12. liðsmanninum." Á þeim ámm sem Grímur lék með Val vann félagið fleiri afrek á keppnisvellin- um, samanlagt í öllum greinum en nokk- urt annað félag. „Það var sterk og já- kvæð upplifun að vera í kringum félagið á þessum tíma. Við vorum bestir, við vorum vinsælir, Valur var vinsælt félag sem naut mikillar virðingar og aðrir báru sig saman við. Eftir að við urðum bikar- meistarar karla í knattspyrnu þrisvar í röð, 1990-’92, fór að halla undan fæti og ef við hefðum ekki haft frábært lið í handboltanum á síðasta áratug til að halda uppi merki Vals, hefði félagið fall- ið enn meira í skugga." — Þú stjórnaðir knattspyrnudeildinni á miklu erfiðleikaskciði, hvernig kem- ur sú reynsla til með að nýtast þér? „Ég held að hún muni nýtast mér mjög vel. Ég hef starfað við félagsstörf á mjög margvíslegum vettvangi. Þegar ég kom að stjóm knattspymudeildar fyrir þremur ámm leist mér ekki alveg á blikuna. Allt starf hér var mjög brotakennt og í knatt- spymunni gengu bama- og unglinga- flokkamir eiginlega sjálfala, áhugasamir foreldrar og einstakir þjálfarar héldu starfi gangandi og það var lítið innra skipulag á stjómun deildarinnar. Það hafði verið við- varandi vandamál, hvað það var alltaf erfitt að fá fólk til starfa og hélst það í hendur við veika innviði. Mér tókst að fá til liðs við mig í 38 Valsblaðið 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.