Valsblaðið - 01.05.2002, Síða 54

Valsblaðið - 01.05.2002, Síða 54
Nokkiir orð um séra Friðrik og fótkolta Þegar ég vann í sumarbúðunum í Vatnaskógi vakti það ætíð mikla athygli meðal drengjanna sem þar dvöldu að dæmt var á ljótt orðbragð í fótbolta- leikjum. Þeim fannst það mörgum furðulegt. Sumum finnst það enn þá furðulegt. En ég er alveg viss um að sr. Friðrik Friðrikssyni hefði ekki þótt þetta undarlegt heldur miklu frekar nauðsynlegt. Ég held að svona „KFUM — dómgæsla" sé mjög í anda háttvísi- stefnunnar svokölluðu (e. Fair Play). Þar er lögð áhersla á knattspyrnumenn sem andlega sterka einstaklinga sem þola mótlæti og eru til fyrirmyndir jafnt utan vallar sem innan. Af og til reynir FIFA að skera upp her- ör gegn hvers konar svindli í knattspyrnu með því að vísa til hugmynda háttvísis- stefnunnar. FIFA hefðu án efa átt sér stuðningsmann í sr. Friðriki Friðrikssyni. Það er áhugavert að líta á hugmyndir hans um knattspyrnu og tengsl hans við hana hér á landi, ekki síst við knatt- spyrnufélagið Val. I I alfræðiorðabókinni minni finn ég þær upplýsingar að knattspyma eigi sér upp- haf á fjórtándu öld en taki talsverðum breytingum á þeirri nítjándu og 1848 eru fyrstu reglumar fyrir leikinn samdar í Cambridge — háskólanum í Englandi. En leikurinn eins og hann er spilaður í dag byggir á reglugerð enska knatt- spyrnusambandsins sem var stofnað 1863. Þannig að nútímaknattspyrna er eingöngu fimm árum eldri en sr. Friðrik. Það leið þó talsverður tími áður en sr. Friðrik kynntist íþróttinni en þau kynni áttu eftir að verða afar afdrifarík eins og hér verður rakið. Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi Vals. II „Að þetta væri reglubundin íþrótt datt mér ekki í hug“ (Starfsárin II, bls. 100) I æviminningum sínum fjallar sr. Frið- rik um kynni sín af íþróttinni og um upp- gang hennar innan KFUM — starfsins. Hann hugsar með hlýju til þessara tíma. Upptökin að stofnun knattspyrnuflokks- ins áttu nokkrir piltar innan félagsins sem hann „treysti hið besta til allrar sið- legrar framkomu.“ Hann hafði afar lítil afskipti af hópnum fyrst um sinn en leit á knattspymuna sem holla hreyfingu og þar við sat. En þegar hann fór loks „suð- Valsblaðið 2002

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.