Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 66

Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 66
Með 007í rúminu ? Hafrún Kristjánsdóttin meistaraflokki í handbolta hyggur á framhaldsnám í sálfræði innan tíðar Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafrún Kristjánsdóttir leikið með meistaraflokki Vals í handknattleik í níu ár og á hátt í 200 leiki að baki. Hún varð 23 ára í nóv- ember síðastliðnum, lýkur BA prófi í sál- fræði frá HI næsta vor og hyggur á mastersnám í Danmerku haustið 2004. „Mig langar reyndar mest til Bandaríkj- anna en þar er bæði dýrt að læra og sál- fræðiprófskírteini þaðan vega ekki eins þungt og við hinn virta skóla í Árhus í Danmörku. Reyndar væri heppilegast og fjárhagslega hagkvæmast að leika hand- bolta samhliða mastersnáminu og ég mun án efa reyna hvað ég get til að kom- ast að hjá góðu liði í Danaveldi.“ Á sínum yngri handboltaárum varð Hafrún Islandsmeistari í 4. flokki og tví- vegis með 2. flokki, fyrra árið sem leik- maður 3. flokks. Hún var í hinu skemmtilega Valsliði sem varð bikar- meistari með eftirminnilegum hætti í Laugardalhöll árið 2000 og þá hefur Hafrún nokkrum sinnum verið valinn „leikmaður flokksins" á öllum ferlinum. Aukinheldur á hún 10 A-landsleiki að baki og lék með öllum yngri landsliðum Islands. Hafrún æfði ennfremur sund frá 8 ára til 12 ára og þakkar það hversu sterkar axlir og efri búk hún hefur í dag. Hafrún er í sambúð með hinum geð- þekka, stórhuga og fórnfúsa Ágústi S. Björgvinssyni sem er að ala upp heilu ár- gangana af framtíðarleikmönnum Vals í körfubolta. „Gústi pikkaði mig upp á skólaballi þegar við vorum bæði 16 ára, sagðist oft hafa séð mig hjá Val. Ég hafði ekki hugmynd um að hann æfði líka með Val. Síðan höfum við verið saman." — Er ekki heppilcgast fyrir ykkur að tala um knattspyrnu svo þið farið ekki í hár saman? ,, Gústi kæfir mig gjörsamlega í körfu- boltatali. Það kemur margoft fyrir að ég reyni að fá hann til að horfa á góða James Bond mynd eða einhvem skemmtilegan hasar þegar við erum komin upp í rúm en hann tekur yfirleitt körfuboltaspólur framyfir. Og það eru ekki áhugaverðir leikir heldur viðtöl og einhver gífurleg viska frá þekktum þjálf- urum. Ég sofna því oft með þekktar kvikmyndastjömur í fanginu, frekar fúl, á meðan hann lærir einhverja nýja galdra um þjálfun. Það er hægt að brjálast yfir körfubolta." — Það virðist sem meistaraflokk vanti herslumuninn til að fylgja sterkustu liðunum í dcildinni eftir? „Já, við höfum verið efnilegar í mörg ár sem er svo sem ekkert skrýtið því þeg- ar við höfum loksins verið að ná upp öfl- ugu liði höfum við misst fjölda leik- manna til annarra liða, til útlanda eða í meiðsli. Á síðustu árum höfum við misst Hrafnhildi Skúladóttur, Brynju Steinsen, Gerði Betu Jóhannsdóttur og Sonju Jóns- dóttur, svo dæmi séu tekin. Það segir sig 66 Valsblaðið 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.