Valsblaðið - 01.05.2003, Side 33

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 33
Eftin Guðna Olgeirsson Þórður Jensson íþróttakennari, nýr íþróttajulltrúi Valsfylgist vel með starfinu. Þórður Jensson íþróttakennari er ný- ráðinn íþróttafulitrúi Vals og kann hann ákaflega vel við sig að Hlíðarenda og telur framtíð félagsins bjarta. Hann gerir lítið úr íþróttaferli sínum en var þó liðtækur í körfubolta á yngri árum. Starf íþróttafulltrúa er ákaflega fjöl- breytt. Hann hefur umsjón með og skipuleggur íþróttalega þætti í starfi yngri iðkenda hjá íþróttafélaginu; er skólastjóri íþróttaskóla barnanna; að- stoðar við skipulagningu móta og sér um samskipti deilda við sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar, s.s. HSI, KSI og KKÍ. íþróttafulltrúi sér um þróun og skipulagningu fþróttaskóla VALS í sam- starfi við grunnskóla og hefur umsjón með Sumarbúðum í borg. Einnig er hann ráðgjafi deilda félagsins við ráðningar á þjálfurum, samræmir aðgerðir stjórna og þjálfara í daglegum verkefnum og að- stoðar deildir og foreldraráð við undir- búning og skipulag fjáraflana. íþrótta- fulltrúi er í miklum samskiptum við nán- ast alla í félaginu. Bakgrunnur Þórðar íþróttafulltrúa Það er forvitnilegt að kynnast aðeins bakgrunni íþróttafulltrúa og talið berst að afrekum hans á íþróttavellinum. Hann vill ekki gera mikið úr eigin iþróttaafrek- um en segist þó hafa lagt stund á nokkrar íþróttagreinar í æsku. „Aðallega lagði ég stund á fótbolta á sumrin og svo körfu- bolta um veturinn þegar ekki var hægt að halda fótboltanum áfram. Ekki var mikið um afrek, þ.e.a.s. titla í smábæ úti á landi, fyrirutan 1 íslandsmeistaratitil í 1. deildinni í körfu með KFÍ fyrir nokkrum árum. Ég hef allaf haft gaman af íþrótt- um og nánast sama hvað það var. Þannig að það lá vel við að skella sér í íþrótta- kennaranám á Laugarvatn. Þaðan út- skrifaðist ég '99 og kenndi í eitt ár við Menntaskólann á Isafirði. Eftir eitt ár í kennslu skellti ég mér til Bandaríkjanna til að leggja stund á nám í markaðsfræði og spila fótbolta samhliða því. Að loknu námi kom ég heim um seinustu áramót og tók að mér kennslu í íþróttum í Korpuskóla í Reykjavík fram á vor.“ Hvernig kombað til að bú réðst til Vais? „Ég sá starfið auglýst og fannst nú ekki hægt að láta það fram hjá sér fara að sækja um starf sem þetta hjá félagi með jafn merkilega sögu. Fagnaðarerindi Vals Valsblaðið 2003 33

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.