Valsblaðið - 01.05.2003, Síða 44

Valsblaðið - 01.05.2003, Síða 44
Vallarsaga Vals Eftir Lárus Hólm og Þorstein Haraldsson með aðstoð Nikulásar Ólfars Mássonar Sr. Fríðrik Friðríksson. Páll Einarsson fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík. Greinin er byggð á minnispunktum Gísla Halldórssonar fyrrum forseta ÍSÍ og uppdráttum hans. Þá er enn- fremur stuðst við heimildir úr fórum sr. Friðriks Friðrikssonar. Páll Einarsson, fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík, tók áreiðanlega vel á móti sr. Friðriki á fundi þeirra snemma sumars 1911. Þeir þekktust vel, voru fæddir sama dag 25. maí 1868, hvor sínu megin við sama fjall norður í landi. Páll var fæddur í Fljótum, en sr. Friðrik í Svarf- aðardal. Erindi sr. Friðriks var að óska eftir landi fyrir knattspyrnuvöll. Strákar í K.F.U.M. höfðu þá stofnað Knattspyrnu- félagið Val með blessun og leyft sr. Frið- riks. Félagið var stofnað á tveimur fund- um. Sá fyrri var 11. maí 1911 og miðast stofnun félagsins við þann dag. Síðari fundurinn, sem haldinn var 28. maí, kaus félaginu stjórn. Sjálfur var sr. Friðrik fjarri góðu gamni. Hann var á bindindis- móti á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Þangað fór hann sjóleið og sigldi suður ströndina, en norður fyrir land á heim- leið. Það fór nærri heill mánuður í ferð- ina, en ræðan sem hann hélt á bindindis- mótinu var líka ákaflega góð ræða. Borgarstjórinn tók vel í erindi vinar síns og bæjarstjórnin „veitti góðfúslega" (eins og sr. Friðrik kemst að orði) leyfi sitt fyrir því að félagið ryddi sér völl vestur á Melum. Svæðið á Melunum, sem Valur fékk til umráða, var um það bil þar sem nú er bensínstöð Skeljungs, milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu. Um leið og leyfi var fengið eyddu drengimir í Val öllum stundum sínum á Valsvellinum. Nóg var þar að starfa fyrstu mánuðina við að ryðja burtu grjóti, slétta völlinn og raka. Sr. Friðrik var mikið með drengjunum þetta sumar. Fór hann meðal annars með þá í gönguferð í messu að Lágafelli 16. júlí og hélt þar fræga ræðu: „Sursum Corda“ eða „Lyftum hjörtum vorum til himins." Sr. Friðrik kom út á Mela og segir svo frá: „Mér leist ekki á leikvöll- inn. Var þar alls staðar að sjá smágrýti og sums staðar jafnvel stórgrýti. Það var mishæðótt, og engin takmörk sýnileg. Þeir voru byrjaðir á leik sínum í stórri þyrpingu, og sá ég þar mikil þot og hlaup fram og aftur [...]. Svo gekk ég nokkuð þar suður eftir, og sá ég einn dreng standa þar einmana, og voru tvær steinhrúgur sitt á hvora hlið hans. Ég 44 Valsblaðið 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.