Valsblaðið - 01.05.2007, Síða 34

Valsblaðið - 01.05.2007, Síða 34
Heimir Ríkharðsson aðstoðarþjálfari, Markús Máni Michaelsson og Oskar Bjarni Oskarsson þjálfari stoltir með Islandsmeistarabikarinn íhandbolta 2007. teljast viðunandi miðað við aðstöðuleys- ið. Foreldrar og aðstandendur iðkenda héldu áfram að sýna þolinmæði og skiln- ing, auk þess sem þjálfarar yngri flokka stóðu sig mjög vel. Uppskeruhátíð yngri flokka var haldin í Laugardalshöll í maí 2007, þar sem meistaraflokksleikmenn komu og heilsuðu upp á yngri iðkendur. Viðurkenningar voru að sjálfsögðu veitt- ar, eins og sjá má síðar í skýrslunni. Góður árangur yngri flokka an grunn og umgjörðin enn glæsilegri með tilkomu nýrra veltiskilta. Lokaleik- ur okkar í Laugardalshöll var eftirminni- legur, fullt hús í mikilvægum leik gegn Stjörnunni, ógleymanleg stemning og mikilvægur liður í meistaratitli síðasta tímabils. Meistaraflokkur karla Islandsmeistarar Það er einmitt íslandsmeistaratitill meist- araflokks karla sem stendur upp úr þeg- ar síðasta tímabil er rifjað upp. Strákarn- ir voru í toppbaráttunni allan tímann og síðustu leikirnir eru eftirminnilegir. Áður var minnst á heimaleik við Stjörnuna, sem vannst á glæsilegan hátt fyrir fullu húsi áhorfenda. Eftir þann leik kom hins vegar tapleikur á móti HK, sem þýddi að baráttan um titilinn yrði milli þess- ara tveggja liða. Þar sem Laugardals- höllin var upptekin í aprflmánuði, þurfti að færa tvo síðustu heimaleiki liðsins út á Seltjarnarnes. Sá fyrri var gegn Fram, eftirminnilegur leikur sem vannst með 10 marka mun, 29-19, en sá seinni var gegn IR og vannst öruggur sigur á Breið- hyltingum. Fyrir lokaumferðina voru Valur og HK jöfn að stigum, en við fyrir ofan á innbyrðis viðureignum. Þetta var hins vegar engan veginn búið, lokaleik- urinn var við Hauka í Hafnarfirði, en HK menn fóru norður á Akureyri. Strákarn- ir sýndu mikinn vilja og lönduðu glæsi- legum sigri í Hafnarfirði, 31-33, á með- an Kópavogsbúar náðu aðeins í eitt stig fyrir norðan. Titillinn var í hús eftir allt of langa bið og honum var vel fagnað. Meistaraflokkur kvenna Stelpurnar náðu því miður ekki að fylgja því eftir að vera á toppnum í janúar eft- ir glæsilegan sigur á Stjörnunni í Garða- bæ. í febrúar fataðist liðinu flugið, datt út úr bikarkeppni fyrir Haukum á Ásvöllum og byrjaði að tapa stigum í deildarkeppn- inni. Niðurstaðan í deildinni varð 3. sæt- ið, sem voru nokkur vonbrigði miðað við hversu vel liðið lék á tímabili. Hins veg- ar var það liðinu nokkuð áfall að missa Ágústu Eddu Björnsdóttur í febrúarmán- uði, en þá kom í ljós að hún bar bam undir belti. Það átti reyndar eftir að setja öðrum leikmönnum liðsins ótrúlegt for- dæmi, eins og síðar verður vikið að. Þess má geta að Ágústa Edda var valin hand- boltakona ársins 2006, glæsileg íþrótta- kona sem er félaginu til sóma. I deildarbikarkeppni fjögurra efstu liða féllu stelpurnar út gegn Gróttu, þar sem heimaleikur liðsins var spilaður í Selja- skóla. Strákarnir féllu út fyrir Stjörn- unni, en þeir leikir komu beint í kjölfarið á sigri liðsins í íslandsmótinu. Á lokahófi HSÍ bar það hæst að Óskar Bjarni Óskarsson var valinn þjálfari árs- ins, auk þess sem Markús Máni var val- inn besti leikmaður DHL deildarinnar. Yngri flokkarnir Kristinn Guðmundsson var yfirþjálf- ari deildarinnar tímabilið 2006-2007 og stóð sig með prýði við erfiðar aðstæður. I samráði við íþróttafulltrúa tókst að halda utan um flokkana sem voru eins og áður segir dreifðir a ýmsa skóla. Iðkendafjöldi stóð í stað milli tímabila, sem verður að Yngri flokkar félagsins stóðu sig vel síð- astliðið tímabil, en t.d. náði 4. flokk- ur karla í undanúrslit íslandsmótsins. Árangur 2. flokks karla stendur þó upp úr. Þeir urðu bikarmeistarar með því að leggja Hauka í úrslitaleik, 32-27, í leik sem var jafn framan af en Valsmenn sigu fram úr á lokasprettinum. Þá varð liðið Islandsmeistari eftir 30-22 sigur á Aft- ureldingu, en þess ber að getá að þetta er þriðja árið í röð sem 2. flokkur karla landar íslandsmeistaratitli, sem er ein- stakt afrek og ber vott um bjarta framtíð handboltans á Hliðarenda. Kvennameg- in ber að minnast sérstaklega á frammi- stöðu 5. flokks kvenna, sem náði góðum árangri undir stjórn Bjarneyjar Bjarna- dóttur og voru í möguleika á íslands- meistaratitlinum á tímabili. Eldra ár þess flokks gekk síðan upp í 4. flokk og standa sig mjög vel þar undir stjórn Dav- íðs Ólafssonar, en þær spila í efstu deild og eru næsta kynslóð handboltakvenna í Val. Gott þjálfarateymi Það er ekki ofsögum sagt þegar haldið er fram að Valur hafi fremstu handknatt- leiksþjálfara landsins á sínum snærum. Fyrir yfirstandandi tímabil voru end- urnýjaðir samningar við Ágúst Jóhanns- son, meistaraflokksþjálfara kvenna, og Óskar Bjarna Óskarsson, meistaraflokks- þjálfara karla. Heimir Ríkarðsson end- urnýjaði samning sinn til tveggja ára, en þessi ótrúlega sigursæli þjálfari held- ur utan um 2. flokk félagsins auk þess að aðstoða Óskar Bjarna. Karl Guðni Erlingsson fór í nýtt hlutverk, en hann sinnir séræfingum fyrir meistaraflokka 34 Valsblaðið 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.