Skutull

Árgangur

Skutull - 09.02.1932, Blaðsíða 3

Skutull - 09.02.1932, Blaðsíða 3
S K U T U L E 3 inni, og segir honum frá því, hvað Sanna hefir sagt. Hallvarður sér, að Júlíus er staddur í sárustu nauð. Hann hefir litið á Hallvarð sem hinn mikla og ósíngjarna velgjörð- amann sinn — og Sanna hefir verið stolt hans og stærilæti, stækk- að hann og mannað. Hallvarður veit, að geti hann ekki fullvissað Júlíus um sakleysi Sönnu, þá er Júlíus eyðilagður maður. Og þegar Júliús biður hann að sverja, að hann hafi engin mök átt við hana, þá ' gerir hann það — og bjargar þannig heill vinar sins. Óg hvort átti hann að gera: Sverja eiðinn — eða láta sína eigin æskubrosti verða þeim manni til ævarandi ógæfu, sem treyst honum hafði bast allra manna og þakkað honum sem sönnum vergerðamanni sínum og sinna? .■yár Hallvarður ódrengur, eftir að hafa; svarið rangan eið — ódvengur, er annars heims mátti vænta sér hdvítis kvala — eða hafði hann diýgt drengskaparbragð og sýut, að hann hafði þrek og ábyrgðartilflnn- ingu til að taka sjálfur — eftir þvi sem honum var mögulegt — afróiðÍDgunum af verkum sínum? Guðinundur Gislasou Hajrulín. Frh. frá 2. síðu. Nú fer aö birta yfir : Yerklýðs- íélagið er viðurkent, og verður steikt á stúttum tima. Einar Guðfinnsson hefir látið iðrun sína í Ijós, og unglingurinn, sem auglýsti, að hann yrði ekki atvinnurekandi (keypti ekki fi3k), á eftár að vitkast í sam- •búðinni við þ6tta sama verklýðs- félag. Heill Verklýðsíólagi Bolungavíkur! Fyrirspurnir. —o— Yegna umtals í bænum heflr Skutull verið beðinn að flytja eftir- farandi fyrirspurnir: 1. Á forstöðukona bjálpræðishersins hér að skila ákveðinni upphæð suð- Ur mánaðailega, hvernig sem áiai? 2. Eiu heimtaðar suður 100 kr. mánaðarlega í nettóágóða af salnum? •3. Eru kröfurnar um ákveðnar fjárupphæðir svo strangar, að grípa 'voiði til yfirdrifins sparnaðuV á eldi- við til upphitunar hússins, og tak- marka óhæfilega mat handa staifs- fólkinu ? 4. Er það rétt, að þjónustustúlkur á hernum, hafi sjálfar oiðið að búa um sig, og hirða um sig að öðru leyti, þungt haldnar af brjósthimnu- bólgu vegna þessa sparnaðar ? Væntir Skutull þess, að forráða- menn hersins hé-t svari þessum fyrirspurnum greiðlega, svo bundinn veiði endi á bæjarslúðrið, ef um það er að ræða. Só aftur á móti einhver fótur fyrir umtalinu, er eðlilegt að bæjarbúar heimti um- bætur á mistökunum, þar sem her- inn er styiktur af bæjaríé. Raflýsingaríélagið. — 0— Okursvipa á bæjarbúa. —o— Enn á rý hefir iéttlát reiði bæj- arbúa blossað upp gegn þessu fyrir- tæki. Þegar Ijósareikningarnir fyrir janúar eru bornir út, kemur í Jjós, að kilomtstundin er reiknuð not- euduni A 1,20 kr„ í stað krónu áður. Verðið hefir þegjacdi og hljóð- alaust verið hækkað um fimtapart, án þess að olía eða annar kostnað- ur við rekstur stöðvarinnar hafi hækkað í veiði á sama tima. Bæjarbúar hafa svarað þessari ósvifni eins og við átti. Fjölda margir hafa ákveðið að hætta að nota rafmagníð, og flestir neitað að borga meir en króuu fyrir kilowatt- stundina, — segja eins og sennilegt er, að þeir heíðu hætt við rafmagn- ið um árarnót, ef þeir hefðu vitað um veiðhækkunina. Veiður því tek- in kr. 1,20 af þeim, sem ekkert mögla, en króna af hinum, sem neita bakroikningnum, og láta ekki ié- flétta sig. — Er þetta tvöfalda verðlag Raflý8ingafélaginu einu samboðið. — Hefir Skutull sannfrótt, að einn af stjórnendum félagsins hafi tekið upp olíulampana, og má því nærri geta, hvað honum hefir oíboðið okrið. Bræðraborg hefir selt tugi oliu- lampa á dag að undanförnu, og víðast hvar, þar sem þeir voru til, eru þeir uppgeDgnir. Eru þvi litlar líkur til, aö félagið auðgist svo á þessari veiðbækkun, að það geti fengið upp í haliann af hlutabréfa- kaupum ársins og vaxtatapið, sem þeirri verslun var samfara. Annars héldu bæjarbúar, að mælir syndanna hjá þessu fyrirtæki væri löngu fullur, eu fyrst svo hefir ekki reynst, hlýtur mælir sá að vera áma eða uxahöíuð í stærra lagi, ellegar þi að botninn er suður í Borgarfiiði. Slys. Klukkan um 7 síðdegis mánudaginn 1. febrúar l'éll maður, Hjalti Sigmundsson að nafni fram af Edinborgarbryggju og druknaði. Myrkur var á bryggjuuni og margir menn viðstaddir, -en enginu syndur. Lifgunartilraunir voru gorðar á likinu, en árangnrslaust. Muu þetta vera 4. maðurinu, sem druknar af Edinborgar- bryggju. Manuslát. Björn Guðmundsson, kaupmaður, létst að lieimili sínu hér í bæ, aðfaranótt þess 2. þ. m. Reikníngar Hnfnarfjnrðnrkaupstaðar 1930 hafa verið sendir „Skutli11. Virðist hagur bæjarins samkvæmt reikningnum vera aliglæsilegur. Eignir bæjarsjóðs umfram skuldir eru 588 222 65 kr., og skuldlaus eigu Hafnarsjóðs 922 220 48 kr. IJmkTÍJrtnn. Skutli hefir borist löng grein frá Hnífs- dæling, og er efni honnar umkvörtun. yfir sætunum í Hnífsdals barnaskóla, og slæmri upp'ýsingu við guðsþjónustur. Verður þetta vouandi hvort tveggja lagað. Frá Þlngeyri. Jóhann Jónsson á Þingeyri hefir keypt mb. Rafuar frá Akuroyri, og kom á honum nú um helgina. Var hann 20 kl. stundir á leiðinni frá Siglnfirði. Er ætlunin að hefja róðra frá Þingeyri nii í vctur, en þar hafa róðrar ekki verið stundaðir áður nema á sumrin. Þlngmálafundur. —0 — Vilmundur Jónsson, alþingismað- ur, kom að sunnan með „Drottn- ingunni" a föstudaginn var, og hólt þingmálafund í kvikmynda- húsinu i fytradag. Stóð fundurinn i 7 kl. stundir, og varð að hætta vegna kvikmyndasýningar, áheyr- endum að þvernauðugu. Margar meikar tillögur voru samþyktar a fundinum, og verður þeirra getið

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.