Skutull

Árgangur

Skutull - 15.07.1932, Blaðsíða 2

Skutull - 15.07.1932, Blaðsíða 2
s S K U T U L E Fyrir heimsstyrjðldina miklu var m ki8 rætt og ritaB um íriö — ráRstefnur haldnar og raefi kossi og handabandi innsigluð eindrægni þjófthöf&ingja og þjóða. Svo kóm 4 ára heimsstríö. Tíu miljónir manna féllu. Fimmtán miljónir týndust. Hundrub þúsunda uiðu örkumla- menn. Konur og börn dóu úr hungri og sjúkdómum, er leiddu af litlu og illu viðurværi. Og stríðiö kostaði svo stóra upp- hæð, aðnema mundi nokkrum t u g - um króna á hverja sekúndu fráKrists burði til okkar daga. Friður var saminn. Þjóðabandalagiö stofnað. Rrðstefnur haldnar um afvopnun og talað um eilífan frið. Og er þá ekki tryggt, að friður haldist — er það ekki vilji allra þjóða — er það ekki eindreginn vilji þjóðabandalagsins ? Hvernig er ástandið í heim- inum? Hór hjá okkur er atvinnuleysi og kreppa. Ekki af því, að verkefni séu ekki nóg, ekki af hinu að land og sjór bregðist, heldur af því, að aðrar þjóðir geta ekki veitt sér hinn mikla og góða mat, sem við höfum að bjóða. í nágrannalöndunum er sama maii að gegna. í Þýzkalandi eru 9 miljónir manna atvinnulausar og búa við skort, f Bandaríkjunum eru skráðir átvinnuleysingjar 12 milj- ónir, en talið, að alls muni 15—18 miijónir vera atvinnulausar. Þar er engin fátækraframfærsla. Þar deyja nokkrar þúsundir manna á hverjum degi úr hungri. Þar er nógur matur, nægir peningar. Tug- þúsundahópar atvinnulevsingja fara um landið og er mætt með vél- byssum og eitursprengjum. í Austuráifu heims eru óeirðir og skipulagsleysi. Þar hafaJapanar, einn liður þjóðabandalagsins, barið á kynbræðrum sínum, Kínverjum, 'óátalið af þeim háu herrumj er Bandalaginu stjórna. Og Japanar telja sig verða að leggja í nýja styrjöld, af því að þeir við Man- churíustríðið íéllu í áliti sem her- veldi. Auðmönnum heimsins fanst Japanar svo ónýtir að drepa Kin- verja, að japönsk verðb'éf fóllu, og Japanar fá ekki ríkislán, nema með afarkostum. Og nú segja föður- landsvinirnir j:<pönsku: Við verðum að fá nýtt strið og vinna aftur álit okkar sem stórveldi. Og nú á að snúa sér gegn Ráðstjórnarríkjunum, því þar er vellíðan, þar er ekki atvinnuleysi. Og stónteldi Vestur- landa bíða þess, að geta skorist 1 þann leik. Auðmenn Vesturlanda óttast, að fái Ráðstjórnarríkin enn um hríð að f-ýna yfliburði hins nýja skipu- lags, þá muni alþýða manna sjá, að eins og er, er hún á vitörringahæli, vitflrringahæli. þar sem sumir svelta og deyja og aðrir velta sór í hveiti ög klæðahrúgum, og enn aðrir brenna mat og fötum og horfa hrifnir á bálið. Ný heimsstyijöld biýzt út fyr en varir. Það mun enginn geta gengið gruflandi að því. Og Foch, hinn franski hershöfðingi, heflr lýst henni svo, að hún verði voðalegri en nokkur önnur. — Eiturgasið verði aðalvopnið — og þá veiði engar sérstakar vígstöðvar '— öll lönd ófriðarþjóðanna frá norðri til suðurs og austri til vesturs verða vett- vangurinn. í lok seinasta ófriðar voru til kringum 30 tegundir af eiturgasi nothæfar í ófriði. Nú eru til yfir þúsund tegundir. — Sumar blinda, aðrar valda vitflningu, enn aðrar berast á skóm inn í húsin og eru ætlaöar til að eyöileggja viðkvæma húð bainanna. Sumar eru svo steikar, að þegar mannlegt hold haflr orðið fyrir áhrifum þeirra, má tæta það meö flngrum eins og blautan pappa. Enn eru til tegundir, sem eru seinvirl?ar, sem eru eins og eldur í líkama mannsins dögum og vikum saman. Aðeins ein verk- smiðja í hinum hungurþjökuðu Bandaríkjum býr til 50 smálestir af eiturgasi á dag. Þá er líka hugsað um að geta eyðilagt húsdýr og nytjagróður landanna. Miltisbrandsbakteríur eru framleiddar í stórum stíl, og sveppa- tegundir, sem breiðast afar fijótt úl í jurtaríkinu og eyðileggja gróð- urinn. Þegar svo heimsstríð biýzt út, fara af stað hundruð flugvéla, hlaðnar eitursprengjum, miltis- brandsbakterium og eyðileggjandi svepptegundum. Flugvólarnar fljúga Æglr 85. árg. « tbl. Jáni-liefti Ægis er nýkomið og hefst það á skýralu frá fiskifull- tráanum á Spáni, Helga Briem. Segir hann margt fróðlegt um fiskátflutninginn. Meðal annars telur hann, að islenzki fiskurinn hati verið seldur fyrir óhsefilega lágt verð i Portugal samanborið við norsban fisk og sagir um þetta m. a. „Þó við verðum að sjálfsögðu að gera eitthvað fyrir þvi að okkar fiskur er minna þekktur, en sá norski, virðist hann hafa verið boðinn óhaSlega langt nið- ur, þegar hann var seldur fyrir svipað verð og norskur árgangs- svo hátt, að ibúar landanna sjá þær ekki fyr en þær lækka sig til að lát.a d uiðanum rigna yfir allt lif- and'. Tvær flngvélar telja Norðmenn að gætu eyöilagt Oiló með 300 þúaundum íbúa. Londou, stæista borg haimsins, mundi ekki standist árás 10 flugvéla óvarin. Og nú bar þess að gæta, að enn eru búin til óaköp'n öll af öðrum vopnum en þeim, er nú hafa verið talin. Verksmiðja ein í Chiciga býr til svo stetkar spi-engjur, að talið er, að elnar þ-jár—fjórar nægi til að gereyðileggja stærstu bo'girnar á No, ðurlöndum. Ein mundi eyða Reykjavik. Ein flugvél með 500 eitursp engjum gæti drepið a'lt fólk í öllum þoipum landúns. Fá- einar flugvélar með miltisbrands- bakteríur og illkynjaða sveppa inn- anboiðs gætu drepið búpening landsmanna og eyðilágt nytjagróð- urinn. Framleiðsla slíkra vopna er frið- arviðleitni stórþjóðanna. P estarnir blessa hana í kirkjunum. Fulltrúar þjóðanna hrópa klökkir á frið á fundum Þjóðabandalagsins, en depia sínum innri augum og segja við sjálfa sig eins og strákur, sem þyk- ist hafa leikið á aðra stráka í hnífa- kaupum: —‘ Fjandi plataði ég þá nú velt Og við bölinu er engiu björgr nema sameining verkalýðsins í sveit og við sjó um allan heim — allra þeirra, sem t«P« öllu á ófriði, en vlnna ekkert við hann. Gaðmundur Glslnton Hngalfn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.