Skutull

Árgangur

Skutull - 15.07.1932, Blaðsíða 4

Skutull - 15.07.1932, Blaðsíða 4
I 4 SKUTULL Jón ólafssoa sókoarprestar. ólafar MagnissoQ prófastur. Þórður Bjarnasoo kaapm. Lambastöðam. Jakob Mðller alþm. Pálmi Hanneason rektor. Metósalem Stefánsson bÚQaðarmálastjóri. Olafur, en ekkl Steinn. Ritatjóri Vesturlands er »8 reyna að Loma þeirri hugmynd inn hjá lesendum sínum, að hann ásamt öðrum manni, hafi áorkað mestu um, að stofnsett yrði rannsóknarstofa fyrir atvinnuvegina, er vinni með risindalegri hagsýni fyrir land- búnaðinn og eigi jafnvel frumkvœðið að því. Sannloikurinn i þeBsu mkli er sá, að ólafur Friðriksson ritaði um þetta, lík- íega fyrstur manna hér á landi, í grein er hann nefndi „Sumarauki", í Eim- reiðina 1914. Vakti sú grein mikta at- hygli, enda mun Ólafur eiga meiri hag- nýt náttúruvísindi í sínum litlafingri, heldur en Steinn í öllum kollinum. Út yfir gröf og danða. Síðasta Vesturland er að ófrægja Guðmund Skarphéðinsson. Kitstjórinn segir: „Greinir meun nokkuð á um það, hvort Guðmundur muni hafa ráðið sér bana eða strokið“. Og á öðrum stað: — „Guðmundur Skarphéðinsson hvarf ekki af því að bann var saklaus“. Fyrst fullyrðir litstjórinn það, sem enginn maður veit og sloppir lik- legustu tilgátunni. þeirri, að um slys sé að ræða. í annan stað dsemir hann Guð- mund sekan, þó mál hans sé í rannsókn. Svo mikið liggur á að halda níði Sveins á lofti, að ekki má biða eftir úrslitum þoirrar rannsóknar, — og Steinn talar mikið um drengskap. LAðaveiðar Nokkrir bátar héðan úr bænum eru farnir að stunda lúðuveiðar og afla sæmilega, en erfitt er um góðar ferðir á markað, enda litið reynt með það. Flsksölnsamlag íslands. Núna þessa daganna hefir verið stofn- •ð f Reykjavík Fisksölusamlag íslands, og er ætlunin að það hafi með höndum alla sölu og útflutniug á fiski úr land- E|S Esja er komin til 'andsins og kemur hingað frá Reykjavik sam- kvæmt áætlua 20. þ. m. ísafirði 14. J&H 1932. Afgreiðsla ríkisskipanna. Kappleilsxix*. fyrir 8. flokk krattspyrnumanna (13 — 16 ára) verður hiður á ísafirði sunnudaginn 14. ágúst n. k. í færu veðri. Keppt verður um bikar, gefinn af „gömlum í,firðing“ — Isflrðingsbikarinn. — Félög innan í. S. 1, er hugsa til þáttöku, tilkynni Í.R.V.F. fyrir 1. ágúst n. k. ísaflrði, 12. júli 1932. IÞróttarád vestimarða. — í. r. v. r. — inu til næstu áramóta. Þrír stærstu útflytjendurnir.Fisksölusamlögin, Alliance og Kvöldúlfur hafa lagt til siim mann- inn hver í stjórnina, eu atik þess eiga sæti í henni Magnús Sigurðssoo, frá Landsbankanum og Helgi Guðmundsson, frá Útvegsbankanum. Samlag þetta mun leita samkomulags við Norðmenn og Færeyinga, og er gert rsð fyrir, að nokkurri stöðvun eða þækkun verði hægt að koma á fiskverðið. Sjómenn og verkamenn hafa þarna engan fulltrúa, enda ekki gert ráð fyrir, að þetta só nema til bráðabirgða. Síldveiðarnar. Þrjú skip komu á miðvikudagsmorg- unin með síld til Öiglufjarðar, vestan frá Vatnsnesi. Fór hún í verksmiðjurnar neraa nokkrar tunnur, sem saltaðar voru fyrir Þýskalands-markað. Síidin er horuð eunþá. Einn bátur stundar reknetaveiði hér við Djúp og aflar vel. Samvinnufélagsbátarnir fóru allir á veiðar í gærdag. Slldarverbsmlðjnrnar. Svoin Ben. fór úr stjórn síldarbræðslu ríkisins, og felldi atvinnumálaráðherra nokkur krókódilatár yfir burtför hans. Vinna hófat þá þegar i verksmiðjunni. Sjómannafélag Rvikur hefir nú samið við Kvöldúlf. Kjörin eru sama kaup og í fyrra, 214 kr. á mánuði, en aflaverð- laun 8 aurar. Skipverjar fá ekki auka- þóknun fyrir kola- eða saltvinnu og eigi heldur fyrir að' þrifa skipin að loknum síldartíma. Kveldúlfur hefir loigt verk- smiðjuna á Sólbakka, æt.Iar að h»fa hana með Hosteyrarverksmiðjunni og láta 7 togara veiða. Eigi er þess getið, að undanþága hafi fengist til að nota Hesteyrarmál á Sólbakka. Frá Hjáipræðisliernum. Hinn nýi deildarstjóri Hjálp'æðis- hersins á íslandi Major H. Beekett kemnr til bæjarins með Drottningunní þ. 20. júlí og dvelnr í hænum til 23. júli. — í fylgd með honura er adjutant Holland oer aspirant May Blaok. Deildarstjórinn heldur opinbera aam- komn miðvikudagskvöldið kl, 81/,. Heim- ilasambandsfund fimtudag kl. 8 e h., Föstudag kl. hálf níu e. h. kveður deild- arstjóri ísafjörð. Eins og að undanförnu fást htífu- sköft og hausar hjá Magnúsi Guð- mundssyni, Sundstræti 29. Til lelgn 2 herbnrgi og aðgangur að eldhúsi. — Upplýsinga gefur Sigtryggur Jörundsson Fjarðarstræti 38, Isafirði. Best »ð nnglýsa I SKUTI.I KYNDILtL. er tlmarit alþýðunnar. Ábyrgðarmaöur: Finnur Jónsson. PrentsmiOja Njarðar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.