Skutull

Árgangur

Skutull - 06.08.1932, Blaðsíða 2

Skutull - 06.08.1932, Blaðsíða 2
3 SKUTULE Oddur Gislason bæjarfógeti og sýslumaöur. Næstsiðaata blað Skutuls flutti fregnina um lát Odds Gislasonar bæjarfógeta á Isafirði og sýslu- manns i ísafjarðarsýslum, en þar sem hann var ekki að eins. yfir- vald hér i mörg ár, heldur einnig óvenjulegur maður, þá bið óg nú Skutul að flytja um hann nokkur orð. Oddur bsejarfógeti fæddist i Lokinhömrum i Arnatfirði 1. dag maímánaðar 1866. Foreldrar hans voru Gisli. spDur Odds bónda Gislasonar í Lokinhömrum, og Guðrán Guðmundsdóttir, Brynj- ólfssonar á Mýrum i Dýrafirði. Yoru þau Gísli og Guðrán fyrir margra hluta sakir ftábærar mann eskjur. Gisli var eiohver hinD hagsýnasti og duglegasti bóndi og ejósóknari á Vestfjörðum á sinni tið, og meðal annars vart talinD eiga 6Ínn lika sem stjórnari í vondum veðrum. Guðrán var ein- stök að þreki, dugnaði og skör- ungskap öllum, og var lieimiii þeirra hjóna eitt hið fjölmennasta og rausnarmesta hór vestra. — Áttu þau tvö böm, er upp kom- ust, auk Odds bæjarfógeta. Eru það þær María Júlia. kona Guð- mundar Brynjólfs Guðmundssonar, kaupmanns hór i bæ, og Guðrún Birgitta, ekkja sita Ólafs Ólafs- sonar dómkirkjuprests Páls3onar. Oddur var snemma þrekmikill, duglegur, skyldurækinn og kapp- samur, en einnig hvers manns hugljúfi á heimili foreldra sinna. Hann lauk námi í latinuskólaDum í Reykjavik og eiðan lögfræði- pröfi með fyrstu einkunn við há- skólann í Kaupmannahöfn. Hann settist svo að skömmu fyrir alda- mótin sem yfirréttarlögmaður i Reykjavík og gegndi málafærzlu- störfum og forstöðu ýmissa stofn- ana og fyrirtækja í höfuðstað ís- lands til áreins 1918. Þá flutti hann til Kaupmannahafnar og dvaldi þar, unz hann fókk veit- ingu fyrir því embætti, er hann síðan gegndi til dauðadags. Að hvaða leyti var hann svo óvenjulegur maður? Þvi er fljót- svarað. Hann var meira göfug- menni og prúðmenni en flestir aðrir. Hann gegndi, eins og áður er um getið, málafærslustörfum í mörg ár. Þau störf eru heldur illa þokkuð, þvi að það er ná svo, að margir málafærslumenn allstaðar i heiminum líta á málafærsluna og innheimturnar svipað og tog- araskipstjóri á þorskveiðar, Því fleiti, sem fást í vörpuna, því hærri tekjur. Tiifinningalif manna, heimili, lífsafkoma, allt þetta er mörgum þeirra fjarlægt að hugsa um, og lögin verða þeim að eins botnvarpa, sem flytur fjárgtæðgi þeirra og veiðihug fullnægingu. Ekkert vsr fjær Oddi Gíslasyni sem málafærslumanni. Hann leit á starf sitt sem þátt i starfi þjóðfólagsheildarinDar og var vaud- ur ad þvi, hvaða mál hann tók að eór. Lögin voru í hans augum til fyrir fjöldann, en ekki eins- konar afiakló málafærslumannsins. — — Þegar svo Oddur var orð- ídd embættismaður rikisins, voru einkenni staifsemi hans sam vizku- semi og einlæg viðleitni til að túlka þannig oft af skammsýDÍ samin lög, að þau yrðu til sem minnstrar hrellÍDgar. Hann taldi þau eiga að koma í veg fyrir skakkaföllin, en ekki auka þau. Mun hann stundum hafa teygt sig í mannúðaráttÍDa sjálfum sór til tjóns, og skorti hann þó sfzt vitðingu fyrir starfi sinu. Og það hygg ég, að almenningur þessa bæjar geti verið rnór sammála um, að þá sjaldan hann sté spor, er voru heldur í öftiga átt við sarntök alrnenniflgs hé>-, þá hafi hann geit það af þvi að hann hafi talið það,. samkvæmt núgild- andi lögum, skyldu sína, en ekki af lakati hvötum. Enda mun hann oftsinnis hafa fundið það, að haDn var ástsæll af almenningi hér í bænum. í umgengui var Oddur Glsla- son með afbrigðum kurteÍ9, alúð- legur og ptúður. Þó hafði hann ríkt skap, og þegar þvi var að skifta, sagði hann meiningu sina afdiáttarlaust og hre99Ílega, eins og hann átti kyn til. I kunn- ingjahóp var hann smáglettinn og gamansamur, og hafði hann ávalt gaman af öllum fróðleik, ekki sízt sögulegum. Athugaöi hann og ræddi jafnrólega það, Listir. Poul Reumert og Anna Borg. Þau Poul Eeumert og Anna Borg lásu hór upp og lóku þris- var sinnum við sivaxandi sókn. Þvi miður var só, er þetta ritar, fjarverandi úr bænum tvö seinni skiftin og getur því ekki af eigin sjón og raun sagt um það, hve dásamleg voru listatök þeirra Reu- merts og ungfrú Borg á binura eifiðustu viðfaDgsefnunum. Fyrsta kvöldið las ungfiú Borg sem honum geðjaðist ekki að, og hitt, sem honum var hugleikið. Um atvinuulif allt var liann hinn mesti áhugamaðnr, spurði ná- kvæmlega um það og skildi vel, að öll sönn viðleitni til bættra skilyrða er þjóðargagn. Er mór mjög vel ku nugt um, að einni stærstu bjargarviðleitni almenn- ings i þsssu landi, Samvinnufó- lagi í.-firðinga, fylgdi hann ftá bytjun með vakandi og velvilj- aðri athygli Hann var kvæntur danskri konu, og heitir hún Thoia Erica Vil- helmÍDe Hansen. Var faðir hennar stórkaupmaður, en ættin merk bændaætt. Er frú Erica Gislasoa kona listhæf og viðlesin, og var heimilislíf þeirra lijóna ánægjulegt, ástúðlegt og mótað sérstakri um- hyggju af beggja hálfu. Varð þsð þvi til að hlúa að himim beztu hneigðum hins látDa. Tvö systur- börn bans ólu þau bjónin "upp, Jón. ólafsson, umboðs- og heildsala í Reykjavík. og Ingibjörgu, sem er búiett erlendis. Oddur Gislason bæjarfógeti var af allstórbrotnu og skapriku vest- firzku bændafólki, og sjdfur hafði hann nægilegt skap og andlega og likamlega karlmensku til að framfylgja með hörku hverju máli, en svo var honum það rikt i brjóst borið að taka tillit til til- fiDninga og hags þeirra, er um- geDgust hann, að ávalt mun verða bjart yfir minnÍDgu hans sem eins hins mesta göfugmennis í em* bættisstétt sinnar samtíðar. —Um hann verður ekki af aanngirni neinn annar dómur upp kveðinn.. Guðmundur Gislnton ðasralfn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.