Mosfellsblaðið - 01.01.1999, Blaðsíða 10

Mosfellsblaðið - 01.01.1999, Blaðsíða 10
Félagsmiðstöðin Við viljum byrja á því að óska öllum gleðilegs nýs árs og þökkum allt gamalt og gott. Arið 1998 endaði frekar illa hjá okkur, það var brotist inn hjá okkur og stolið ýmsu af því sem að við notum mikið t.d. öllum græjum úr diskóbúri, kara- okeespilaranum, vídeóinu okkar, Nintendótölvunni með öllum leikjum og fylghlutum, peningum og fl. Þetta setur svip á starfið okkar þvf að við söknum þessara hluta mikið. Annars er búið að vera nóg að gera hjá okkur á nýju ári og ýmislegt fram undan, við héldu karaokee keppni 20. jan. Þessi keppni er und- ankeppni fyrir söngvakeppni félagsmið- stöðva sem haldin er í Garðabæ þann 29.jan. Þar mun fyrir okkar hönd keppa vinnigshaf- in úr okkar keppni Anna Hlín, en við höfum mikla trú á henni því að hún syngur eins og engill og mun vafalaust syngja sig inn í hjörtu dómaranna. A döfinni er ýmislegt spennandi s.s. óvissuferð, og óhefðbundin íþróttakeppni, í henni keppa árgangar sín á milli í allskyns óhefðbundnum íþróttum. I desember var haldin Bólnótt og komu 50-60 krakkar og gistu með okkur yfir nótt í félagsmiðstöðinni. Við spiluðum, horfðum á video og skemmtum okkur saman. Við emm að fara af stað með nokkra nýja klúbba þar á með- al er skíða/brettaklúbbur, lO.bekkjarklúbbur og menn- ingarklúbbur og vonum við að sem flestir mæti .110. bekkja- klúbbnum reynum við að höfða til elstu nemenda skólans með því t.d. að fara í bíóferðir, á kaffihús og að hafa samskipti við aðra 10. bekkjarklúbba í öðmm félagsmiðstöðvum, ein- nig emm við opin fyrir hug- myndum frá nemendum. Menningarklúbburinn er opin fyrir fyrir 8. 9. og 10. bekk og og ætlum við að reyna að fara á tónleika, í leikhús og fleira. Nemendur í 7. bekk hafa sinn eigin klúbb og héldu þau á dögunum kaffihúsakvöld þar sem þau seldu vöfflur og kakó, spiluðu, spjölluðu og skemmtu sér og hvort öðm með heimatilbúnum skemmti- atriðum. Laugardaginn 13. febrúar verður haldið Reykja- nesmeistaramót félagsmið- stöðva í Pool (Billiard). VB munum senda 4 manna lið í keppnina sem án efa á eftir að standa sig vel og reyna að tryg- gja okkur sigur annað áið í röð en liðið okkai* kom heim með bikarinn á síðasta ári. Rætt hef- ur verið um að hafa styttri nám- skeið í förðun, föndri og Ijós- myndun og fer það eftir áhuga nemenda hvenær það verður. Áætlað er að halda grímuball í febrúar og mæta þá allir í sín- um fínustu búningum. rnan hefur flutt starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði að Bæjarflöt 10 í Grafarvogi. Sími 567 8686 fax 567 8646. VBílastjarnðn BÆJARFLOT 10-112 GRAFARVOGI - SIMI 567 8686 & l;^ÉdlIÞLT;l 3 Mosl(‘llsl)Ll<>i<>

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.