Skutull

Árgangur

Skutull - 20.09.1936, Blaðsíða 1

Skutull - 20.09.1936, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hannibal Valdimarsson. XIV. ár ísafjörður, 20. gepfc 1986. 29. tbl. Útgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingafjórðungs. ■ --------- ^ - - - -- íslenzkar kviktnyiidir eitir Loft verða sýndar í vikunni. Eru það myndirnar: ísland í lifandí myndum (6 þættir) og Alþingishátiðarmyndin 1930. Frk. Anna Ólafsdóttir leikur undir íslenzk lög á Flygel. Nánar auglýst síðar. Stórsigur jafnaðarmanna í Danmörku. Þeir bættu við sig 62000 nýjum atkvæðum, en vinstrimenn töpuðu 36 000 atkvæðum. Jafnaðarmenn fengu nú 30 kjör- menn, en höfðu áður 28. fíadikali flokkurinn fékk 7 kjörmenn eins og áður. Vinstrimenn fengu 22 kjörmenn, en höfðu 27. Hægrimenn fengu 15, en höfðu áður 13. Hlutkesti á Borgundarhólmi ræður úrslitum um það, hvort stjórnarflokkarnir ná hreinum meirihluta í Landsþinginu. Á þessu hausti íara fram þing- kosningar í öllum nágrannalöndum okkar, Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. Þann 15. þ. m. fóru fram kosningar til Landsþingsins danska, Kosningar til þess eru mjög gamal- dags. Kjörmenn velja þingmenn Landsþingsins, en enginn tekur þátt í kosningu kjörmanna nema hann sé orðinn 35 ára gamall. Landsþingið heflr því verið aðalvígi íhaldsins danska fram að þessum tíma. Unga fólkið heflr verið úti- lokað frá að taka þátt í kosningum til þess, og þar í landi, eins og annarstaðar laflr íhaldið á ellinni. XJndanfarin ár hafa stjórnarflokk- arnir í Danmörku yerið í minni- hluta í Landsþinginu, og hafa þar orðið að semja um framgang mál- anna annaðhvort við vinstrimenn eða hægrimenn. Þannig hefir íhald Landsþingsins verið eins og myilu- steinn um háls frjálslyndra um- bótamanna í Danmörku. Enda hafa jafnaðarmenn barist um það við tvennar seinustu landsþingskosn- ingar að geta afnumið Landsþingið, og fengið þannig óbundnar hendur og hreinan meirihluta í báðum deildum þingsins. Úrslit urðu nú þessi: Jaínaðarmenn fengu 30 kjörmenn, en höfðu áður '28. Þeir unnu 62000 ný atkvæði. Stuðningsflokkur þeirra, Radikalir, fengu 7, eins og áður og bættu við 4000 nýjum atkvæðum. Færeyingar Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða var að þessu sinni haldinn á Flateyri í Önundarfirði — í hinni nýju kirkju, sem vígð var á þessu sumri. Fundurinn hófst laugardag- inn 5. september kl. 6 síðdegis. Ellefu prestar víðsvegar af \est- fjöfðum voru mættir. fengu 1 kosinn og höfðu áður 1. Vinstrimenn, þ. e. Bændaflokkur- inn danski hafði áður 27 kjörmenn en fékk nú 22 og tapaði 36 000 atkvæðum. Sýnir það bezt hrað- vaxandi fylgi danskra bænda við jafnaðarstefnuna, Hægrimenn, þ. e. íhaldið, sem er lítill og áhrifalaus flokkur í Danmörku, hafði áður 13 kjörmenn, en fékk nú 15. Eins og nú standa sakii hafa því stjórnarflokkarnir 38 kjörmenn og stjórnarandstæðingar 36. En við það er þetta að athuga: Á Borgundar- hólmi hafa vinstrimenn haft meiri- hluta. Nú fengu jafnaðarmenn þar jafnmarga kjörmenn, og verður því að fara fram hlutkesti á Borgund- arhólmi milli eins kjörmanns vinstri- manna og Alþýðuflokksins. Vinni vinstrimennhlutkestið,verðurjafntefli í Landsþinginu 37:37, en falli það Al- þýðuflokknum i vil, hafa stjórnar- flokkarnir 38 kjörmenn móti 36 hjá íhaldi og vinstrimönnum. Er þá aðalvigi ihaldsins danska þar með hrunið til grunna, og stjórnarflokk- arnir ganga t.il starfa í fyrsta sinni óheftir aí úreltu kosningafyrirkomu- lagi frá 18. öld. En hvernig sem hlutkestið fer, þá er sigur jafnaðarsteínunnar mik- ill og meirihlutavald íhaldsttokkanna hrunið í Landsþinginu. Er þá jafn- aðarstefnan einnig komin í meiri- liluta meðal eldra fólksins í Dan- mörku. Af tillögum og ályktunum, er samþykktar voru á fundinum, skal þessaia getið: 1. „Prestafélag Vestfjarða beinir þeim tillögum til Sunnlendinga og annara í hinu forna Skálholtsbisk- upsdæmi, að vinna að þvi, að nýjar kirkjur verði reistar 1 Skálholli og á Þingvöllum. Einnig telur fund- urinn sjálfsagt, að í framtíðinni sitji prestar á Hólum 1 Hjaltadal, á Þingvöllum og í Skálholti, og heitir á þjoðina að vera samhuga um að halda þessum fornhelgu stöðum í heiðri." Till. var samþykkt i einu hljóði. 2. „Fundurinn skorar á kirkju- stjórnina að verða við þeirri ósk safnaðanna í Dýrafjarðarþiugum, að leggja þau ekki undir Sanda- prestakall við næstu prestaskiíti, heldur láta þau vera sérstakt presta- kall áfram. Vill fundurinn benda á, að vel færi á því, að presturinn yiði þar einnig kennari við hér- aðsskólann á Núpi“. Samþ. í e. hlj. 3. „Fundurinn skorar fastlega á þing og stjórn að samþykkja lög um hæli fyrir vanþroska og and- lega vanheil börn, ennfremur drykkjumannahæli og sjá um, að slík hæli veiði reist hér í landi sem allra fyrst“. Samþ. í e. hlj. 4. „Aðalfundur Prestafélags Vest- fjarða mælist til þess við alla presta á félagssvæðinu, að þeir stuðli til þess, að mæðradagurinn verði al« mennt tekinn upp í prestaköllum þeirraú Samþ. í einu hlj. B. „Prestafundur Vestfjarða álykt- ar að skora á kirkjustjórn íslands að hlutast til um það, að meðal hinna mörgu íslendinga, sem dvelja langvistum í Kaupmannahöfn, sé stofnað til meiri kirkjulegrar starf- semi, svo að hinn íslenzki æsku- lýður eða þegnar yflrleitt, sem þar dvelja, séu ekki lengur eins ein- angraðir frá kirkju þjóðar vorrar og hingað til heflr verið“. Sumþ. í einu hljóði. 6. „Fundurinu skorar á kirkju- stjórnina að beita sér fyrir því, að eftirlaun presta verði framvegis okki lægri en kr. 2500.00.“ Samþ. 1 einu hljóði. 6. „Fundurinn vill vekja athygli á hugmynd Jens Bjarnasonar um Vidalinsklaustur og óskar þess, að kirkjuvinir taki rnálið til yflrveg- unar“. Samþ. í einu hlj. 7. „Fundurinn skorar á Alþingi að veita ríllogan styrk til bygging- ar aðsoturs hauda uppgjafaprestum, og pre8tsekkjum. Telur fundurinn nauðsynlegt, að stefnt sé að því markmiði, að fátækir uppgjafa- prestar og prestsekkjur geti fengið ókeypis dvalarstað á aðsetursstað þessum í elli sinni." Samþ. í e. hlj. 8. „Fundurinn skorar á kirkju- stjórnina að greiða dánarbiium presta full laun í 6 mánuði eftir fráfall prest,s.“ Samþ. í e. hlj. 9. „Að gefnu tilefni í yflrlits- Bíó Alþýðuhússins. Hin langþráða og margeftir- spurða mynd Gull til Singapore er loksins komin. Hún er sýnd Sunnudag kl. 9. Aðallcikendur eru: Clark Cable Jean Harlow Wallace Beery Sjónarsviðið er í austurlöndum. Þar er samankomið fólk, sem orðið er sárþreytt af menningu Evrópu, en sólgið í ævintýri, hættur og spenning. Hin bráðskemtiiega sænska mynd Heimilisplágan er sýnd með lækkuðu verði kl. 5. skýrslu biskupsins yflr íslandi, þar sem hann lætur þess getið, að mjög horfi óvænlega um byggingar á prestssetrum landsins á næstu árum vegna féskorts, þá skorar aðalfundur Prestafélags Vestfjarða á kirkjustjórnina að vinna að því við Alþingi og ríkisstjórn, að sé kirkju- jarðasjóður þurausinn, verði prest- um landsins gert kleift að fá lán til húsabóta hjá sér úr ræktunar- sjóði eða veðdeild Landsbankans, með kjörum, er samsvari láoshlunn* indum laganna frá 1931 um hýsingu prestssetra." Samþ. í e. hlj. Stjórn Prestaíelags -Vestfjarða var endurkosin á fundinum. En hana skipa: séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur, fsafirði, séra Böðvar Bjarnason sóknaiprestur, Raínseyri og séra Halldór Kolbeins sóknar- prestur, Stað i Súgandaíirði. Fundurinn var yflrleitt hinn á- nægjulegasti. Voru málin rædd með áhuga og fjöri. Viðtökur á Flateyri voru mjög góðar og rómuðu fund- armenn allir gestrisni Flateyringa. Auk þessara tólf presta, er mættir voiu á íundinum, voru þar mættir á þriðja tug íulltrúa, er sátu hinn almenna kirkjufund. Guðsþjónustur tvær fóru fram í sambandi víð fundina. Séra Böðvar frá Rafnseyri flntti opinbert erindi kl. 2 sunnud. 6. sept., og umræður um mál þau, er hinn alm. kirkjuíundur hafði til meðferðar fóru fram í heyranda hljóði. Voru allar þessar samkomur ágætlega sóttar og óskuðu allir, að fundartími hefði getað orðið lengri Ógreidd sóknargjöld, sern féllu f gjalddaga 31. des. s. 1., óskast greidd sem fyrst. Jónas Tómasson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.