Skutull

Árgangur

Skutull - 14.01.1949, Blaðsíða 8

Skutull - 14.01.1949, Blaðsíða 8
8 S K U T U L L Tilkynning Við undirritaðir höfum opnað trésmíðaverkstæði við Eyrar- götu 3 (bakhús). Tökum að okkur allskonar trésmíðavinnu. Virðingarfyllst, Óli J. Sigmundsson, Kristinn L. Jónsson, Kristján Sv. Kristjánsson. Tilkynning Að gefnu tilefni skal athygli vakin á tilkynningu verðlags- stjóra frá 14. nóv. 1947. 1 tilkynningu þessari er sú skylda að viðlagðri refsiábyrgð lögð á herðar öllum þeim aðilum, sem framleiða einhvers lconar varning til sölu í verzlunum, að merkj a vöruna með nafni fram- leiðenda eða vörumerki og fá samþykki verðlagsstjóra fyrir verðinu áður en varan er seld og ennfremur er bannað að hafa slíkar vörur á boðstólum ómerktar. Reykjavík, 8. desember 1948. VERÐLAGSSTJÓRINN. Happdrættislán ríkissjóðs. Þann 15. janúar verður í fyrsta sinn dregið í happdrætti B- flokks Happdrættisláns ríkissjóðs, og eru því aðeins 10 söludagar eftir. Dregið verður þá um 461 vinning, að upphæð 375 þúsund krónur. Skiptast vinningarnir þannig: 1 vinningur 75,000 krónur 1 vinningur 40,000 — 1 vinningur 15,000 — 3 vinningar 10,000 — 5 vinningar 5,000 — 15 vinningar 2,000 — 25 vinningar 1,000 — 130 vinningar 500 — 280 vinningar 250 — Vinningarnir eru undanþegnir öllum opinberum gjöldum, öðrum en eignarskatti. Samtals eru vinningar í B-flokki 13.800, og kemur því vinningur á næstum tíunda hvert númer. Þeir sem eiga skuldabréf í bdðum flokkum Happdrættisláns- ins, fá sextíu sinnum að keppa um samtals 27.660 happdrættis- vinninga, en fá síðan andvirði bréfanna að fullu endurgreitt. Vinningslíkur eru því miklar, en áhætta engin. Með þvi að kaupa happdrættisskuldabréf ríkissjóðs getur fólk því algerlega áhættulaust freistað að vinna háar fjárupphæðir og um leið stuðlað að mikilvægum framkvæmdum í þágu þjóð- arheildarinnar. Athugið sérstaklega, að til þess að fá þetta óvenjulega tæki- færi þurfið þér aðeins í eitt skipti að leggja fram nokkra fjár- upphæð, sem þó er áfram yðar eign. Kaupið bréf nú þegar til þess að geta verið með í happdrætti Iánsins frá byrjun. Auglysing nr. 48, 1948, frá skðmmtunarstjóra Samkvæmt heimild i 3. gr reglugerðar frá 23. okt. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildi frá 1. jan. 1949. „Fyrsti skömmtunarseðill 1949,“ sam- kvæmt því, er segir hér á eftir. Eru þeir prentaðir á hvítan pappír í tveim rauðum litum, ljósum og dökkum. Beitimir: Kornvara 1—15 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 1 kg. af komvörum hver heill reitur, en honum er skipt með þverstrikum í 10 minni reiti, er hver gildi 100 grömm. Reitir þessir gilda aðeins til 1. apríl n. k. Við kaup á skömmtuðum rúgbrauðum og hveitibrauðum frá brauðgerðarhúsum ber að skila 1000 g. vegna rúgbrauðsins, sem vegur 1500 g., en 200 g. vegna hveitibrauðsins, sem vegur 250 g. Reitirnir: Sykur 1—10 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 gr. af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins lil 1. apríl n. k. Reitirnir: Hreinlætisvara 1—4 (báðir meðtaldir) gildi fyrir þessum hreinlætisvörum: % kg. blautsápa eða 2 pk. þvottaefni, eða 1 stk. handssápa eða 1 stlc. stangar- sápa, hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. april n. k. Reitirnir: Kaffi 1—4 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 250 gr. af brenndu kaffi eða 300 af óbrenndu kaffi, hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. april n.k. Skómiðarnir 1—15 (báðir meðtaldir) gilda sem hér segir: 1 par karlmannaskór eða kvenskór .............12 reitir 1 par unglingaskór 10—16 ára, stærðir 2V2—6 (35—39) 6 reitir 1 par barnaskór að 10 ára, stærðir 0—2 (19—34) .... 4 reitir 1 par inniskór (allar stærðir), þar með taldir sparta- skór, leilcfimisskór, filtskór og opnir sandalaskór 3 reitir Skómiðar þessir gildi til 31 des. 1949. Tekið verður til athugunar á síðari hluta ársins hvort ástæð- ur þá leyfa, að gefið verði út eitthvað meira af skómiðum. Ákveðið hefur verið að frá og með 1. janúar 1949 skuli falla niður skömmtun á búsáhöldum úr öðru en leir, gleri og postu- líni. Jafnframt hefur verið ákveðið að tekin skuli upp sérstök skömmtun á sokkum. Gefin verða út sérstök auglýsing um gildi reita til kaupa á vefnaðarvörum, sokkum og búsáhöldum. „Fyrsti skömmtunarseðill 1949“ afhendist aðeins gegn þvi, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af skömmtunarseðli fyrir tímabilið október — desember 1948, með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Allir skömmtunarreitir fyrir hverskonar vörum, sem gilt hafa á árinu 1948 falla úr gildi nú við árslokin, og er óheimilt eftir þann tíma að afhenda nokkra skömmtunarvöru út á slíka reiti. Fólk er áminnt um að geyma vandlega þá reiti úr skömmtun- arbók I, sem ekki hafa enn verið teknir í notkun. Þar sem gera má ráð fyrir, að eitthvað af þeim fái innkaupagildi síðar. Reykjavík, 31. desember 1948. Fjármálaráðuneytið, 3. jan. 1949. SKÖMMTUNARST J ÓRINN

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.