Skutull


Skutull - 21.01.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 21.01.1949, Blaðsíða 1
 /1 ^ ¦ rrw 1 V 1 I SKUTULL %,§ 1 1 1 ¦ .1 ., VIKUBLAÐ Utgefandi: ÖI w V 1 1 1 ll i j : 1 i j ! Alþýðuflokkurinn á lsafirði. Innheimtumaður: fl^/ Ji , WL ^ ^r Jtti ^^' Jhfli - Haraldur Jónsson Þvergötu 3, Isafirði. XXVII. árg. Isafjörður, 21. janúar 1949. 3. tölublað. Eignareikningar bæjarsjóðs ísaf jarðar 1947: Var halli á ¦ rekstri bæjarsjóðs þótt reikningarnir séu látnir sýna 717 þúsundir króna tekjuafgang? Eignaverðsfærslur er nema mörgum hundruðum þúsunda króna gerðar án umræðna eða samþykkta bæjarráðs eða bæjarstjórnar. Hversvegna er Sundhallarbyggingin látin skapa 435 þús. króna tekjuafgang? Ríkisstyrkur til menntabygginganna 142 þús. kr. meiri en byggingarkostnaður þeirra á árinu 1947. 1 síðasta blaði var getið nokk- urra liða í rekstursreikningum Bæjarsjóðs Isafjarðar 1947. Nokkr- ar prentvillur eru í frásögninni og leiðrétting þeirra á öðrum stað í blaðinu. Tekj uaf gangurinn. Á fyrsta valdaári íhaldssamstæð- unnar í bæjarstjórn Isafjarðar, á 'árinu 1946 var útkoman af rekstri bæjarsjóðs með litlum glæsibrag og sýndu reikningar þá kr. 117.883,00 halla, varð hallinn þó meiri en virtist við fyrstu sýn. Á árinu 1947 er útkoman sýnd allt önnur en varð árið á undan. Á öðru valdaári núverandi meirihlula sýna bæjarsjóðsreikningarnir tekj- ur umfram gjöld er nema krónur 717.045.00. Ekki óglæsilegur ár- angur það, að bæta rekstursaf- komuna um kr. 835 þús. kr. á einu ári, mun Vesturland sjálfsagt segja bæjarbúum. Þegar tekjuafgangur þessi er nán ar athugaður kemur ýmislegt furðu- legt í ljós. Á þessu ári er Sundhallarbygg- ingin færð í reikninga bæjarsjóðs, sem ýmsar tekjur — gjöf — að upphæð kr. 550 þús kr. Áhvílandi skuldir í árslok 1947, 115 þús. kr. eru færðar gjaldamegin reiknings- ins. Þessi eini liður, Sundhöllin, skápar þannig kr. 435.000,00 — fjögur hundruð þrjátíu og fimm þúsund króna — tekjuafgang í reikningum bæjarins eða rúm 60% af hinum sýnda tekjuafgangi. Er þessi upphæð kr. 435 þús. eru dreg- in frá heildartekjuafganginum eru enn eftir kr. 282 þúsund. Sæmilég útkoma það, ef sá vseri tekjuaf- gangurinn, en fleira er ógetið. Á árinu 1947 eru nokkrir gjalda- liðir ársins á undan færðir lil tekna á rekstursreikning og eru þær upphæðir samtaldar rétt tæp 90 þúsund krónur, en frá dragast kr. 40 þúsund er afskrifuð eru af tilfærðri eign á fyrra ári. Vegna þessarra færslna lækkar tekjuaf- gangurinn enn um kr. 50 þús. kr. Á árinu 1946 var aðstoð bæjarins. við byggingu íbúðarhúsa er veita skyldi ókeypis, færð á eignareikn- ing. Leiðrétting var á þessu gjörð í reikningi ársins 1947. En á árinu 1947 er enn veitt aðstoð til bygg- ingar á nokkrum húsum og er þessi aðstoð aftur færð á eignareikning en ekki rekstursreikning ársins. Þennan gjaldalið, sem er kr. 36 þús. er óhætt að draga frá tekjuafgang- inum. Enn eru ólaldir þessir liðir sem færðir eru á eignareikning: 1. Gagnfræðaskólinn, húsgögn kr. 48 þús. Húsgögn þessi eru keypt á nokkrum undanförnam árum og leyna því rekstursútgjöldum ársins sem nemur eignaaukningu fyrri ára. 2. Bókakaup og bokband vegna bókasafns bæjarins (reksturs- kostnaður þess skv. fjárhagsáætl- un) kr. 17.000,00'— eru ekki tal- inn á rekstursreikningi heldur eignareikningi. 3. Af gjöldum búanna á Kirkjubóli og Seljalandi eru kr. 48 þús. færð á eignareikning. 4. Kostnaður vegna öskufyllinga á Torfnesi og fyllingar í Torfnes- bug er færður á eignareikning ársins 1947. Upphæð þessi nem- ur kr. 47 þús. Séu þessar upp- hæðir teknar saman er útkoman þessi: Sundhöllin kr. 435.000.00 Tekjur v. rekst. 1946 — 50.000,00 Aðstoð v. íbúðarhúsa — 36.000.00 Húsg. v. gagnfr.skóla — 48.000,00 Kostn. v. búanna — 48.000,00 Bókakaup og bókb. — 17.000,00 Kostn. v. uppfyllinga — 47.000,00 AIls krónur 681.000,00. Sé þessi heildarupphæð dregin frá tekjuafganginum kr. 717 þús. eru eftir kr. 36 þús. Eitt er þó enn ótalið. Kostnaður við menntabyggingar við Austur- veg varð á árinu 1947 kr. 625.000.00 en á því sama ári er innborgaður ríkisstyrkur þeirra vegna krónur 767.600,00, og ieggja þær því bæjar- sjóði kr. 142.600,00, rekstursfé á ár- inu 1946. Utkoman úr þessu öllu er því sú, að rekslurshalli hefisr orðið á ár- inu 1947 og er hann a.m.k. krónur 100.000,00, en ekki hefur orðið tekjuafgangur eins og reikningarn- ir eru látnir sýna. Hvað valdið hefur því að bæjar- reikningarnir eru „lagaðir til" svo þeir sýna mikinn tekjuafgang skal ekki um sagt, en ef til vill hefur þótt nauðsynlegt að sýna betri ár- angur en var á rekstursreikningi ársins 1946, er sýndur var krón- ur 117.883.00 — tekjuhalli. Lóðir og lönd. Erfðafestulönd eru færð á krónur 147 þús, fjörulóðir kr. 21 þús. og Reykjanesið kr. 8.500,00. Alls eru því lóðir og lönd færð á krónur 176.500,00, en voru árið áður kr. 119.800,00 og hafa hækkað í verði á ,árinu, sem nemur eignaverði uppfyllinganna við Torfnes og Sjónarhæðartúnsins kr. 56.700,00. Fasteignir. Fasteignir (húseignir) bæjarsjóðs eru færðar á kr. 293.747,63 og hafa lækkað um kr. 16 þús., sem var eignaverð þinghússins, sem selt var skatunum. Útistandandi skuldir. . Ymsir skuldunautar krónur 576.600,00 (var kr. 395 þús., 1946). Aðstoð við byggingu íbúðarhúsa kr. 35.400,00, var eins og fyrr segir, á sínum tíma samþykkt í bæjarstjórn að veita ókeypis og á því að færast á rekstursreikning. Hlutafé bæjarins í ýmsum félög- um er í árslok kr. 94 þús. og hefur hækkað á árinu um viðbótarfram- lag til selveiðifélagsins Norðurhöf h.f. Bæjarsjóður á nú kr. 20 þús. hlutafé í Arnarnesinu, sem mun vera eina skipið af þeim sem héðan eru skráð, en aldrei hefur sést hér í höfn. Á reikningum ársins 1946 var talið framlagt hlutafé til togarafé- lagsins „Isfirðingur h.f." krónur 120 þús., en í árslok er þessi upp- hæð horfin, virðist hafa týnst við eignarkönnunina. Eftirstöðvar bæjargjalda voru í árslok 1947 kr. 241 þús., þar af frá fyrri árum kr. 43 þús. Um næstu áramót á undan voru óinnheimt gjöld kr. 116.200,00. Vatnsveitan. Eignaaukning vegna vatnsveit- unnar er talin hafa numið á árinu kr. 121.300,00. Upphæð þessi er kostnaðarupphæðin við „vatns- veituendurbætur" ársins 1947 og er þar ekki greint í sundur skurð- gröftur, keypt rör, eða áframhald- andi gröftur í gryfjunni í Stórurð og tilraunir þær er þar voru gerðar, til að „finna botn" með niðurrömm un nokkurra rekaviðarstaura. Með hækkun vegna þessarra fram kvæmda er vatnsveitan talin í árs- lokin kr. 237.400,00 — til eignar. Eignir til almennings þarf a Slökkvistöðin, Elliheimilið og Barnaskólinn eru færð eil eignar á sama verði og undanfarin ár. Eigna verð gagnfræðaskólans hækkar um kr. 48 þús. vegna húsgagnakaupa undanfarin ár, sem nú eru tilfærð í reikningum ársins 1947. Bókasafnið hækkar í eignaverði um þá upphæð sem Halldór rit- stjóri frá Gjögri varði til bókbands og bókakaupa á árinu, alls kr. 17 þús. Það er einhver munur að hafa svona bókavörð, því á meðan Haga- lín og Óskar Aðalsteinn voru bóka- verðir voru bókakaup og bókband talin sem útgjöld og upphæð til þeirra hluta tekin upp á fjárhags- áætlun bæjarsjóðs. Ekki kæmi það á óvart, þótt við „nánari athugun" yrði talið rétt að færa kaup bókavarðarins, a.m.k. meðan hann var að raða bókunum í hillurnar, til eignar og yrði það þé væntanlega millifært i reikn- ingum ársins 1948. Kúabúin. Seljalandsbúið er nú fært til eigna á kr. 236.440,00, og er það kr. 42.600,00 hærra en var 1946. Eignahækkunin er kr. 24.600,00 vegna keyptrar bifreiðar og krónur 18.000,00 vegna keyptra áhalda. Munu þau áhöld vera heyvagnar, sleðar og súgþurrkunartæki. Kirkjubólsbúið er fært til eignar á kr. 230 þús. og er það kr. 30. þús. hækkun frá árinu 1946 er Kirkju- bólið var keypt. Áhöld þau er til Kirkjubólsbúsins hafa verið keypt munu sízt meiri en þau er farið hafa á hitt búið. En er súgþurrkun- artækin voru sett að Kirkjubóli voru hús þar óhagkvæmari til s þeirra nota og uppsetning tækjanna dýrari og mun það mestu hafa ráð- Framhald á 3. síðu. \

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.