Skutull

Árgangur

Skutull - 21.01.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 21.01.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Reikningar bæjarsjóðs. Framhald af 1. síðu. ið að eignaverð þessarra áhalda er kr. 12 þús. hærri á Kirkjubóli. Þessi forsenda yfir hækkuðu, eignaverði er ákaflega veiga lítil. Hugsum okkuY að tæki þessi yrðu seld, hver myndi kaupa tækin frá Kirkjubóli hærra verði, en þau frá Seljalandi, aðeins vegna þess að Kirkjubólstækin voru höfð í óhent- ugri húsakynnum? Hitt er annað mál þótt rekstur Kirkjubólsbúsins sé lilutfallslega dýrari en á Selja- landi, þá iná það ekki hafa áhrif á eignaverðsfærslur hliðstæðra tækja á hvoru búinu sem þau eru staðsett. Hinn furðanlegi litli viðhalds- kostnaður húsa og álialda á Kirkju- bóli vekur og hugmyndir um að eignaverð keyptra áhalda til þess bús sé ekki slcorið við nögl. Menntabyggingarnar. Allar byggingarnar eru samtals færðar til eignar í árslok á nærri tvær miljónir króna eða krónur 1.958.785,00, en voru í ársbyrjun færðar á kr. 1.551.400,00. Hefur því eignaverð þeirra liækkað á árinu um kr. 407 þús. Kostnaðurinn vegna þessarra framkvæmda var árið 1947 þessi: Tekjur: Húsmæðraskólinn kr. 489.260,00 Iþróttahúsið — 153.300,00 Gagnfræðaskólinn — 125.000,00 Samtals kr. 767.560.00 Gjöld: Bókasafnið kr. 18.740,00 Húsmæðraskólinn — 538.460,00 Iþróttahúsið — 57.680,00 — v. gufubaðs — 5.560,00 Gagnfræðaskólinn — 4.500,00 Samtals kr. 624.940,00 Hér við er svo bælt: Sundhöllin kr. 550.000,00 niðurstaðan verður kr. 1.174.940,00 Mismunurinn kr. 407.380,00, er færður sein eignaaukning. Tekjur bygginganna, sem er inn- borgaður ríkisstyrkur og lítilshátt- ar efnissala er því kr. 142.020,00, — umfram gjöldin á árinu. Á árinu 1940 var kostnaðurinn við mennta- byggingarnar kr. 54.200,00 meiri en innborgaðir ríkisstyrkir það ár. Séu tvö fyrri valdaár núvérandi meiri- hluta tekin saman sésl að styrkur ríkisins til bygginganna hefur orð- ið kr. 88.220,00 meiri en byggingar- kostnaðurinn þessi ár. Bæjarstjórn- arforsetanum, ritstjóra Vesturlands, hefur skotist yfir þessa staðreynd er hann kenndi þessum fram- kvæmdum reksturfjárskort bæjar- sjóðs og taldi menntabyggingarnar myllustein á hálsi núverandi meiri- hluta í bæjarstjórn. Skuldir bæjarsjóðs. Skuldir bæjarsjóðs eru í árslok 1947 kr. 2.569.670,00, en voru í árs- byrjun kr. 2.263.830,00, og hafa skuldirnar hækkað á árinu um kr. 295.840,00. 1 byrjun kjörtímabilsins voru skuldir bæjarins krónur 1.116.700,00 og hafa því hækkáð um kr. 1.453.000,00, og hafa því gert talsvert meira en tvöfaldast í tíð núverandi stjórnenda. Skuldirnar í árslok 1947 sundur- liðast þannig: Lán Barnav.nefndar v. Dagheimilis kr. 20.680,00 Skuldir við eigin sjóði (hækkað um kr. 5.550,00) — Víxlar (lækkað um kr. 255 þús.) — Skuldabréf og lán v. Kirkjubóls (af- borgun krónur 6.880,00.) — Veðdeildarlán v. gagnfr.sk. Nýtt lán •— Lán v. Sundh.bygg. — 113.420,00 1.280.000,00 153.120,00 108.200,00 114.920,00 kr. 1.790.340,00 Ýmsir skuldheimtu menn, (hækkun kr. 417.330,00). — 669.930,00 Yfirdr. á lilaupar. (lækk. kr. 79 þús.) — 109.400,00 Skuldir alls kr. 2.569.670,00 Skuldirnar (og útsvþrin) fara hækkandi árlega. Sundhallarbyggingin. Sundhöllin var býggð á árunum 1943—1946 og tók hún til starfa 1. febrúar 1946, fáum dögum eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Fyrir byggingunni stóð sérstök byyggingarnefnd. Grímur Krist- geirsson hafði f.h. nefndarinnar, með höndum eftirlit og fjárreiður byggingarinnar. Byggingarkostnaður Sundhallar- innar var kr. 550.264.69, og í árs- lok 1947 var ógreitt af þessum kostnaði kr. 114.916.10, og voru 80 þús. kr. af þessari uppliæð víxil- skuldir en afgangurinn skuldir við einstaklinga og verzlunaraðila. Kostnaðurinn hafði verið greidd- ur með þessum tekjuin: Frá Iþróttasjóði kr. 190.000,00 Frá Bæjarsjóði — 97.509,15 Ýmsar gjafir — 147.839,44 Af ýmsum gjöfum eru þessar uppliæðir stæðstar: Frá Sjóinanna- dagsráði kr. 60 þús., sjálfboðaliðs- vinna kr. 15 þús., frá Hafnarsjóði kr. 15,500,00, frá Samvinnufélag- inu kr. 15 þús., frá kvennadeild slysavarnafél. Isaf. kr. 10 þús., og auk þessa ótalmargar smærri gjafir. Endurskoðaðir byggingarreikn- ingar Sundhallarinnar voru síðan lagðir fyrir bæjarráð og bæjar- stjórn. Síðan hefur ekki verið um bygg- ingu Sundhallarinnar rætt í bæjar- ráði né bæjarstjórn þar til reikn- ingar ársins 1947 voru birtir og það sýndi sig að þar var Sundhallar- byggingin færð til tekna og eigna á kostnaðarverði. Þessi færsla á eignaverði Sundhallarinnar er í al- gjöru ósamræmi við færslu annara þeirra menntabygginga er bærinn hefur byggt. Meðan ekki hefur ver- ið lokið byggingu þeirra húsa eða ákvörðun verið tekin um hversu þær skulu færðar til eignar, liefur sá háttur verið liafður um bygg- ingarnar að færa bæjarsjóði þær til eignar fyrir þá uppliæð er nemur framlagi bæjarsjóðs og ógreiddum áföllnum kostnaði. Með öðrum orð- um kostnaðarverði að frádregnum innborguðum ríkisstyrkjum og efnissölu. Sá mun og beinlínis til- gangur ríkisvaldsins með styrkjum til byggingarframkvæmda bæjar og sveitarfélaga, að gera þeim kleyft að koma byggingunum upp án þessa að þær þyrftu að standa við- komandi bæjarfélagi nema í hluta kostnaðarverðsins er byggingunni líkur. Núverandi valdhafar virðast hafa gleymt því að af kostnaðarv. Sund- hallarinnar eru kr. 337.840,00 — styrkir og gjafir frá ríki og einstak- lingum. Eða hafa aðrar ástæður Hjónaefni: Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Sigrún Thorarensen frá 'Flateyri og Árni J. Auðuns, skattstjóri. Ungfrú Guðrún Kristinsdóttir frá Isafirði og Torfi Þ. Ólafsson, prent- ari í Isafoldarprentsmiðju. Ungfrú Hildur Einarsdóttir (Guð- finnssonar) og Benedikt Bjarnason, Bolungarvík. Mænuveikin hefur heldur breyðzt út og eitt nýtt tilfelli bætzt við síðustu dag- ana og liafa því alls 6 tekið veikina svo vitað sé. Veikin er fremur væg. Skipstjórnarpróf. Nýlokið er námskeiði til undir- búnings 30 rúmlesta skipstjórnar- prófi, er Ingibjartur Jónsson, Pól- götu 8, Isafirði, hélt á Patreksfirði. Náinskeiðið sóttu 13 menn frá Pat- reksfiröi, Tálknafirði, Arnarfirði og Þingeyri og stóðust þeir allir próf- ið. Prófdómari var Kristján H. Jónsson, liafnsögum. á Isafirði. Samkomubann. Samkomubann það er sett var hér 18. þ.m. hefur verið framlengt um óákveðinn tíma. Einnig fellur niður kennsla í skólum og Sund- höllin er lokuð. Þegar leið á nóttina hvessti af suðaustri og skall á hríðarbylur. Flestir bátanna urðu fyrir lóða- tjóni, sumir litlu aðrir miklu. Urðu margir að yfirgefa lóðirnar vegna veðurofsa. M.b. Bryndis frá Isafirði varð fyrir áfalli og brotnaði mikið ofan- þilja og öllu lauslegu skolaði fyrir borð. Talsverður sjór kom í bátinn og fiskur er kominn var i lestiná kastaðist til og hallaðist báturinn mikið eftir áfallið. Lóðaflækja fór í skrúfuna og stöðvaðist vélin. Menn sakaði ekki. M.b. Flosi var þarna nærstaddur og hélt hann til hjá Bryndísi þar til varðbáturinn Finnbjörn kom á vettfang og dró Bryndísi til Isa- fjarðar. Lóðatjón bátanna við Djúp mun liafa numið þennan dag um 730 lóðum með tilheyrandi uppihöld- um. Að verðmæti mun tjónið nema a.m.k. 40 þúsund krónur, auk beitu og aflatjóns. Þennan dag réru 3 bátar frá Flat- eyri og varð lóðatjón þeirra um 100 lóðir. M.b. Mummi frá Flateyri varð fyrir áfalli og brotnaði nokkuð of- anþilja og öllu lauslegu skolaði burt af dekkinu. Ofvióri og veiSarfæratjón. Héðan róa riú 9 bátar, úr Bol- ungarvík 8, Hnífsdal 4 og Súðavík 4. Síðastliðinn föstudagskvöld fór þessi floti i róður, enda veður gott um kvöldið. Eyjólfur Jónssont Mánagötu 2, sá um útgáfu þessa blaðs. ' Prentstofan Isrún Ii.f. valdið því að þeir töldu sig þurfa að færa Sundhöllina inn í bæjar- reikninganna á þennan liátt, sein gert var og það án þess að fyrir þvi væri haft að leggja málið fyrir bæjarráð eða bæjarstjórn og leita álits þeirra um hver liáttur skildi hafður á þessari og öðrum eigna- færslum gerðuin í bæjarreikning- unum ársins 1947? Ekki verður gengið framhjá þeim. augljósu staðreyndum að með þess- um hætti á færslu Sundhallarbygg- ingarinnar eru tekjur og eignir bæjarins hækkaðar um hundruð þúsunda og mun Vesturlandi ætlað að hampa hinum hækkuðu tölum, og ekki er jafn augsýnilegt á eftir að þessi færsla liefir verið gerð, að innkomnir styrkir til inenntabygg- inganna eru kr. 142 þús. kr. meiri en tilkostnaðurinn árið 1947, er það e.t.v. gert af nærgætni við for- setann og myllusteininn. Eignaverðsfærslur. Er lokið var endurskoðun bæjar- reikninganna 1947 taldi ég nauð- synlegt að undirskrifa þá með fyr- irvara um eignaverðsfærslur og þann tekjuafgang er þær eru látnar skapa. Ég gat ekki fallist á að færsla Sundhallarbyggingarinnar væri réttlát eða eðlileg og nokkuð margar eignaverðsfærslur liöfðu verið gerðar án þess að fyrir lægi samþykktir viðkomandi nefnda eða bæjarstjórnar, að þær skyldu gerð- ar. Auk þess virtist ekki naumt tal- ið til eignar (Kirkjuból og Bóka- safnið t.d.) enda reksturskostnað- ur tilsvarandi eigna furðanlega lág- ur. Flest allar eignabreytingar voru gerðar til hækkunar á eignuin (undantekning afskriftir). Sé hinsvegar gerðar eignaverðs- breytingar mun ekki síður ástæða til lækkunar einstakra eignaliða en hækkunar. Á þeim fundi bæjarstjórnar er af- greiddi reikninga ársins 1947 lögðu íulltrúar Alþýðuflokksins fram eft- irfarandi tillögu: Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráói að undirbúa reglur um dkvörðun eignaverös á fasteignum bæjarins og ennfremur reglur um árlegar afskriftir. Jafnframt leggjum viZ til, að þar til slikar reglur hafa verið settar vcrði eignaverð Sundhallarinnar bókfœrt með kr. ílh.9í6,í0. Tillagan náði ekki samþykki en var vísað til bæjarráðs, og á það því væntanlega að segja til um livort það vill að því verði falið að undirbúa reglu um ákvörðun eigna- verðs á fasteignum bæjarins. Hér hefur í nokkuð löngu máli verið getið þess plags er ber nafnið „Reikningur bæjarsjóðs Isafjarðar 1947.“ Verður staðar unmið í bili, en mun síðar rætt meir, ef ástæða þykir til. E. J.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.