Skutull

Árgangur

Skutull - 04.02.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 04.02.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg. ísafjörður, 4. febrúar 1949. 5. tölublað. SKUTULL VIKUBLAÐ tFtgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafiröi. Innheimturaaður: Haraldur Jónsson Pvergötu 3, Isafirði. Fjarðarstrætis-byggingarnar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn kemur upp um fyrirætlanir sínar. Hann ætlar ekki að fara að lögum við út- hlutun íbúðanna. Varaforseta bæjarstjórnar óar við því að láta „sumt íólk“ inn í íbúð- irnar, og segir, að það sé ósambýlishæft. 1 síðasta blaði var birtur'III. kafli íbúðarhúsnæðislaganna í heild fólki því til leiðbeiningar, sem þarna hefur hagsmuna að gæta. Var það gert vegna þess að vissa er nú fyrir því, að við úthlutun íbúðanna hyggst meirihlutinn ekki fara að lögum, heldur láta ýmsa gæðinga sína fá íbúðirnar. Þessar fyrirætlanir meirihlutans urðu op- inberar við umræður á bæjarstjórn- arfundi ‘2G. f.m. um eftirfarandi til- lögur, sem bæjarfulltrúi Grímur Kristgeirsson hafði flutt f.li. Al- þýðuflokksins í bæjarráði: „Vegna raöstöfunar ú íbúðuin í buijarbyggingunum við Fjarðar- strseti leggur undirrilaður til: 1. Heilbrigðisnefnd sé nú þegar beðin um ákveðna tillögu um, hverj ir af því fólki, sem við lakast hús- nveði og crfiðastar lieimilisástæður bjó, að áliti nefndarinnar, þegar til bygginganna var stofnað, skuli fá ibúðir í húsinu. Verði lagt fyrir nefndina að haga lillögu sinni á þaiui veg, að fyrslu íbúð fái sú fjölskylda, sem við allra verzt húsnæði býr og síðan í þeirri röð, að aðra ibúð fái sú fjölskylda, sem við næst versta húsnæði á að búa o.s.frv., þar'til öllum þeim hef- ur verið úthlutað íbúðum í húsinu, sem nú búa í tólf óhæfustu íbúð- um bœjarins. Fullt tillit sé tekið til barnafjölda og annarra slíkra lieimilisástæðna. 2. Samið verði hið bráðasta frum- varp að reglugerð um liúsnæði, lcigukjör og leiguskilmála, svo og söluskilmála til þeirra, sem íbúð- irnar hafa hlotið, ef þeir síðar kynnu að treyslast lil að kaupa ibúð sína. Verði frumvarp þetta síðan sent Félagsmálaráðuneyiinu til staðfestingar. 3. Bannað vérði að nota þær heilsu spillandi ibúðir, sem við þessa ráð- stöfun tekst að losa og nefndin tel- ur óhæfar. Þó er hugsanlegt að ibúð geti verið nothæf fyrir færra fólk, eða með viðgerðum, en í slíkum tilfellum ætti ekki að laka þær til íbúðar á ný fyrr en leyfi heilbrigð- isnefndar kæmi lil á ný.“ Séu þessar tillögur bornar sam- an við III. kafla íbúðarhúsnæð- islaganna, sést, að þær eru algjör- lega byggðar á lögunum. 1 fyrsta lagi er lagt til að fengnar séu end- anlegar tillögur frá lieilbrigðis- nefnd, um það í livaða röð íbúð- unum skuli úthlutað, sbr. 2. og 3. málsgr. laganna. I öðru lagi er lagt lil að samið sé frumvarp að reglu- gerð um leiguskilmála, söluskil- mála o.fl. varðandi lmsin, sbr. 37. gr. laganna. Loks er svo i þriðja lagi lagt til, að þær íbúðir, sem rýmdar kunni að verða, verði ekki teknar i nolkun á ný, nema með samþykki heilbrigðisnefndar, og ekki ætti það atriði að vera í ósain- ræmi við lögin. Allt þetta fannst meirihlutanum ótímabært að sainþykkja, sumir þóttust ekki hafa attað sig á mál- inu, og tillögunum var vísað frá, eftir talsverðar umræður, með „rökstuttri dagskrá.“ Við uinræðurnar lét alþýðuvinur- inn Haraldur Guðmundsson svo um mætt, að það fólk, sein lögunum er ætlað að lijálpa, mundi ekki geta greitt þá lnisaleigu, sem þyrfti að fást fyrir Fjarðarstrælishúsin, og taldi hann, að hún mundi þurfa að vera um kr. G00,00 á mánuði fyrir íbúðina. Æðsti prestur íhaldskomma, Matthías Bjarnason, varaforseti, lét orð falla á þessa leið: „ Sumt.fólk gengur þannig uin íbúðir, að ég veit, að bæjarfulltrúum mun óa við að láta það inn í íbúðirnar við Fjarð- arstræti. Og sumt fólk er alls ekki sambýlishæft.“ Sigurður Halldórsson upplýsti, að til byggingarinnar væri búið að verja um 980 þúsundum króna, þar af frá bænum um 128 þús. kr. Áætlað væri að til viðbótar þyrfti að verja til hússins kr. 324 þús., þannig að kostnaður alls mundi verða um kr. 1.304.000,00, eða rösklega kr. 50 þús. hærri en hann var áætlaður í fyrstu. Áætlun- ina um það, sem ógert er, hvað bæjarstjóri samda samkv. bréfleg- um tilmælum félagsmálaráðuneytis- ins. Ennfremur kvaðst hann samkv. tilmælum þess í sama bréfi vera byrjaður að undirbúa uppkast að reglugerð fyrir húsin. — Bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins óskuðu tví- vegis eftir þvi að bréf félagsmála- ráðuneytisins um þetta efni yrði birt, en bæjarstjóri leiddi þau til- mæli alveg hjá sér. Er því hér með á hann skorað að birta umrætt bréf í öðru livoru mál gagni flokks síns, Vesturlandi eða Baldri eða helzt í báðum. Hér hefur stuttlega verið rakið það, sem fram hefur komið um af- stöðu íhaldskomma í þessu máli, og meira mun koma á daginn síðar. Afstaða bæjarfultrúa Alþýðu- flokksins er hinsvegar sú, að í sam- ræmi við anda og bókstaf laganna, beri að láta það fólk, sein i lökustu húsnæði býr hér í bænuin fá íbúð- irnar í Fjarðarstrætishúsinu, án til- lits til efnahags, og beri þá fyrst og fremst að láta barnmargar fjöl- skyldur ganga fyrir. Takist Alþ.fl. fulltrúunum að fá meirihlutann til að fara að lögum við úthlutun íbúðanna, munu þeir leggja til að bærinn gefi eftir fram- lag sitt til bygginganna, sem mun verða um 195 þús. kr. Fæst þá einn- ig eftirgjöf á láni ríkissjóðs, er nemur 10% af byggingarkostnaði, og mundi verða um kr. 130 þús. kr. eftir því sem nú lítur út fyrir. Mundi þá byggingin öll standa í um 980 þús. kr., eða hvíla á liverri íbúð Allt frá stofnun Slysavarnafé- lags Islands, hefur það verið eitt verkefni þess, að koma upp skýlum á eyðistöðum, þar sem skipbrots- menn gætu látið fyrirberast. Pessu hefur fyrst og fremst verið gaum- ur gefin á hinum löngu og óbyggðu söndum Suðurlandsins, enda var það svo áður en slík skýli komu að fjöldi skipbrotsmanna létu lífið eftir að í land kom, sökum þess að engin skýli voru, en afar langt til bæja. Á söndum Suðurlandsins er nú komin röð skýla að þessu tagi, þó þörf sé fleiri. Hér á Vestfjörðum hafa til skamms tíma ekki verið nein skýli, sem ætluð voru nauðleitarmönnum, enda hver vík og hvert annes byggt. Nú hefur sú breyting orðið að heil héruð hafa lagst í eýði svo sem Strandir, og óðum fækkar bæj- um á yztu nesjum. Strax þegar byggðin á Hornströndum lagðist í eyði, var hafist handa um að leigja liús á þessum eyðijörðum og koma þar fyrir vistum og klæðnaði. I þessu skyni hefur Slysavarnafélag- ið umráð yfir skýlum í Ftjótavík, um 82 þús. kr., sem ættu að greið- ast upp á 50 árum. Vextir eru 3%, og með þessum kjörum sést, að liúsaleigan getur orðið altmiklu lægri en alþýðuvinurinn Haraldur Guðmundsson áætlar hana. Á það skal bent að lokum að það fólk, sem er á skrá heilbrigðisnefnd ar, er hún samdi áður en húsasmíð- in hófst við Fjarðarstræti, og enn þá býr við óbreyttar aðstæður, hef- ur tvímælalaust forgangsrétt að um- ræddu húsnæði. Með tilliti til breytinga, sein kunna að hafa orðið á högum þess fólks, er á listanum var, ber að láta heilbrigðisnefnd endurskoða liann lögum samkvæmt. Þetta hafa bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins lagt til, en meirihlutinn fellt. 1- haldskommar hafa þessvegna óhreint mjöl í pokanum í þessu máli, og ætla sér að sortera fólk eftir fínheitum (sbr. ummæli vara- forsetans, sem tilfærð eru hér að ofan) og hafa þannig að engu þann göfuga tilgang íbúðarhúsnæðislag- anna, III. kaflans, að gera einnig þeim allra fátækustu kleift að kom- ast yfir inannsæmandi og mann- bætandi íbúðir. Búðum í Hlöðuvík og Höfn í Horn- vík. Þarna hefur verið komið fyrir niðursoðnu kjöti og fiski, kaffi, sykri, grjónum, dósamjólk, kexi, tóbaki, fatnaði allskonar, svefnpok- um, upphitunartækjum o.s.frv. Ef hrakta menn ber að .garði ættu þeir að koma í „sæluhús.“ Allt frá því að byrjað var að starf rækja þessi skýli hefur nokkuð bor- ið á því að rnatur og munir hyrfu, án þess að vitað væri að þangað kæmu nokkrir hraktir sjómenn. Þessu hefur verið tekið með þögn og þolinmæði, og fyllt í skörðin tvisvar á ári. En nú þrýtur okkur þolinmæðina. Laugardaginn 29. jan. fór eftir- litsbáturinn Finnbjörn með Krist- ján Krisjánss. hafns.m., en hann er óþreytandi í slysavarnamálum eins og allir vita hér, til þess að athuga ástand birgðanna í skýlunum og skýlin sjálf. 1 Fljótavík og Búðum var allt í sæmulegu lagi, en aðkom- an í Höfn í Hornvík, var þannig að varla er hægt kinnroðalaust, fyrir Vestfirðinga að segja frá því. Hurðir voru allar opnar bæði úti- Skipbrotsmaimaskýlin á Hornströndum.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.