Skutull

Árgangur

Skutull - 11.02.1949, Blaðsíða 4

Skutull - 11.02.1949, Blaðsíða 4
4 SKUTULL Ennþá er öllnm í fersku minni hið hörmulega slys er varð að Goðdal í Bjarnarfirði í desember s. I. er snjó- flóð tók af íbúðarhús með þeim afleiðingum, að sex manns fórust. Bóndinn Jóhann Kristmundsson, sá eini er komst lífs af eftir að hafa háð h sólarhringa baráttu í snjóskriðunni, liggur nú í sáirum í Landspítalanum í Reykjavík. 1 þessu hörmulega slysi missti þessi maður eiginkonu sína, tvær dætur og þrjú önnur skyldmenni. Enginn getur bætt honum þennan missi. En til þess eru línur þessar ritaðar að hið fjárhagslega tjón er hægt að bæta að nokkru, og í því sambandi skal bent á að söfnun- arlistar liggja frammi í báðum útibúum bankanna, póst- stofunni og lögreglustöðinni hér í bænum, og er þar tekið við gjafafé. ----------—~— ______________________) Skrípaleikur á alþingi. I þingfréttum hefur verið sagt frá kapphlaupi þingmanna Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar um að flytja þingsályktunartillög- ur um innflutning jeppa fyrir bænd ur. Fyrst fóru Sjálfstæðismenn af stað með tillögu um innflulning fiOO jeppa á þessu ári. Framsókn kom strax með yfirboð og heimtaði 750 jeppa. Almenningi dylst ekki, að þarna er verið að þreita kapphlaup um kjörfylgi bænda, og Isfirðingum kemur ekki á óvart, hver fyrstur fór af stað í þennan leik. Það var auðvitað Sigurður frá Vigur, sem við vitum að nú er farinn að ieika listir sínar af fullu fjöri bæði með tilliti til kosninga í bæjarstjórn Isa- fjarðar og til Alþingis í N-Isafjarðar sýslu. Hann var aðalflutningsmað- ur tillögunnar um jeppana 600. En Framsókn fór fram fyrir Sigurð á sprettinum, og bauð upp á 750 jeppa, og þar með voru flestir þing menn orðnir spenntir fyrir kapp- hlaupinu, og lauk því með sam- þykkt á tillögu Framsóknar, þann- ig að aumingja Sigurður kom annar í mark. Enginn þingmanna virðist Þakkarávarp: Nýlega hefur Björgunar- skútusjóði Vestfjarða borizt eftirtaldar gjafir: Áheit frá konu í Súðavik kr. 50,00. Frá frú Maríu Rósinkrans- dóttur, Isafirði, kr. 1000,00 til minningar um mann sinn Hjálmar Hjálmarsson, Hlíð, Álftafirði, og tvo sonu þeirra, sem báðir hafa drukknað í sjó. F.h. hönd Björgunarskútu- sjóðsins þakka ég þessar góðu gjafir. Kristján Kristjánsson, Sólgötu 2, ísafirði. TIL SÖLU rafmagnseldavél og skíði. Sigurður Jónsson, Engjavegi 22. þó liafa tekið mál þetta alvarlega, því á sama fundi afgreiddi þingið aðra þingsályktunartillögu um að hanna innflutning bíla, þar til séð liefði verið fyrir gjaldeyri til inn- flutnings á ýmsum landbúnaðarvél- um. Og við síðari umræður um jeppatillöguna, segir Timinn, að Sigurður Bjarnason hafi lýst þvi yf- ir, að ekki væri til þess ætlast að ályktunin yrði tekin hálíðlegar en svo, að jepparnir skuli aðeins flutt- ir inn eftir því, sem gjaldeyrir verði afgangs frá öðru. Tíminn læt- ur þess hinsvegar ekki getið, hversu alvarlega Framsóknarmenn ætlist til, að þeirra yfirboði sé tek- ið, enda er formaður flokks þeirra kunnur að því að hafa selt jeppa, sem liann átti, til kaupstaðarbúa. Skrípaleikur þessi er þinginu alls ekki til sóma, enda þótt Sigurður frá Vigur hafi Ieikið þarna einskon- ar hirðfífl, og kunni með látum sín- um að hafa kveikt augnabliks kát- ínu hjá þingheimi, og aðrir þing- menn brugðið á kreik andartak með fíflinu til tilbreytingar frá al- varlegri störfum. úgur er meðal liollustu næringarefna.—-Gefið börn- um yðar, og etið sj álf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá Bök- unarfélagi lsfirðinga. Bðgerðarbús á 'ramleiðir nú ;ari brauðtcg- tmarfélagið. 1 og óseydd. Nýtízku tæki til brauðgerðar Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar: Bruna-, sjó-, stríðs- og ferða-tryggingar. Símaskráin. Þeir sem óska að gera breytingar eða leiðréttingar við næstu símaskrá sendi þær skriflega til undirritaðs fyrir 22. þ. m. Símstjórinn Isafirði, 9 febr. 1949. S. Dahlinann. Rafmagnsskömmtun þeirri, er í gildi hefur verið, er aflétt frá síðasta aflestri. RAFVEITA ÍSAFJARÐAR ■■■■■■■■■■■■■■■■■■BmatHBHaaBHHaanHHHBHMaoasBnMnaBHm H ■ s Undratækið Radar. I ■ ? ■ ■ Mikilvægasta og fuílkomnasta ör-« ■ yggið á sjó síðan kompás og sextant ■ voru fundnir upp. UTGERÐARMENN ! — SKIPAEIGENDUR ! Utvegum gegn innflutnings- og gjaldeyrisleyfum J| Radartæki með stuttum fyrirvara frá Bandaríkjunum. S ■ Westinghouse Radartækin eru þegar orðin heimsfræg" Westinghouse Radarinn er nákvæmur og auðlesinn.g h Westinghouse Radarinn er auðveldur í meðferð. ■ Westinghouse Radarinn er lítill fyrirferðar og hæfirg hvaða skipi sem er. ■ Westinghouse hefur Radarsérfræðinga í öllum helztug hafnarborgum heimsins. ■ Sérfræðingar í þjónustu vorri munu annast alla upp-S 5 setningu og viðhald tækjanna. S Móttökutæki. — Loftnet. 3 Slysavarnaf élag íslands hefur riðið á vaðið og keypt Westinghouse Radar í m.s. Sæbjörgu. 5 Tryggið yður Westinghouse Radarinn á skip yðar. S Með því öðlist þér fullkomnasta öryggið á sjó. 5 Allar nánari upplýsingar í Véladeild. EINKAUMBOÐSMENN: | Samband ísl. samvinnu élaga. | ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■..^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■H

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.