Skutull - 18.02.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg.
ísafjörður, 18. febrúar 1949.
7. tölublað.
VIKUBLAÐ
Utgefandi:
Alþýðuflokkurinn á Isafirði.
Innheimtumaður:
Haraldur Jónsson
Þvergötu 3, Isafirði.
Fjárhagsáætlun bæjarins 1949.
Bæjarráð lauk í gær við samningu fjárhagsáætlunar
fyrir yfirstandandi ár, og mun fyrri umræða um áætlun-
ina fara fram n. k. mánudag í bæjarstjórn. Utsvör eru
áætluð kr. 2.284.000,00, en aðrar tekjur kr. 2.400.500,00.
Af þeim tekjum er ein miljón króna áætluð lántaka, og á
að verja því láni til að greiða upp ýmsar lausaskuldir bæj-
arins. Niðurstöðutölur tekna- og gjaldamegin verða þann-
ig kr. 4,684.500,00, og er það sú hæsta áætlun, sem nokkru
sinni hefur verið lögð fyrir bæjarstjórn.
Meðal gjalda eru kr. 200.000,00 áætlað til afborgunar af
lánum og kr. 120.000,00 til greiðslu vaxta. Kr. 100.000,00
á að verja til vatnsveitu framkvæmda, en að öðru leyti er
ekki gert ráð f yrir verklegum f ramkvæmdum í áætluninni,
nema til gatnagerðar o. þ. h., svo sem venjulegt er.
Utsvarsupphæðin er kr. 179.075,00 hærri en áætlað var
fyrir s. I. ár, og hafa því útsvör á þessu kjórtímabili hækk-
að um 900 þúsund krónur miðað við f járhagsáætlun bæjar-
sjóðs.
Ekki er unnt að skýra frá fleiri atriðum úr áætluninni,
að þessu sinni, en þess mun gefast kostur í næstu viku,
þegar fyrri umræða hefur farið fram.
Samningu fjárhagsáætlunar-
innar var raunverulega lokið í
bæjarráði s. I. mánudag, en þá
tók bæjarstjóri sér frest til að
ráðfæra sig við meirihluta-
flokkana. Vildi hann þá taka
inn í áætlunina kr. 1.200.000,00
til afborgunar á skuldum, og
ná þessari summu í útsvörum,
en það hefði þýtt, að útsvörin
hefðu orðið kr. 3.665.000,00,
eða 1.560.075 kr. hærri en í á-
ætlun s.l. árs! 1 þessu upp-
kasti bæjarráðs var gert ráð
fgrir 100.000,00 kr. framlagi
til fiskiðjúvers.
1 vikunni mun fulltrúaráð
Sj álfstæðisflokksins, ásam t
heimalningum sínum, komm-
anum, hafa gfirfarið tillögur
Sigurðar Halldórssonar um út-
svarsálögur, og ekki litist alls-
kostar á þær. Þeim hefur þótt
vænlegra að heimila þessum
djarfhuga manni að taka einna
miljón króna að láni, heldur
en að láta hann gera tilraun
iil að ná upphæðinni í útsvör-
um! Þá hafa þeir jafnframt
skorið niður framlagið til fisk-
iðjuversins, og nokkra aðra
liði lækkuðu hinir vísu feður
frd áætiun Sigurðar, þannig að
útsvörn hafa hrunið um krón-
ur 1.381.000,00 frá áætlun hans,
en annað mál er það, hvort út-
svarsgjaldendum finnst nóg að
gert. Kr. 180 þúsund til viðbót-
ar við útsvörin er hækkun. sem
um munar, þegar eins stendur
á og nú. S.l. þrjú ár hefur
tekjurýrum sjómönnum og
verkamönnum, iðnaðarmönn-
um og fastlaunafólki, verzlun-
um og smá iðnfyrirtækjum í
bænum, eða m.ö.o. öllum þorra
gjaldenda, verið íþyngt um of
með útsvarsálögum, og engin
bregting hefur orðið á högum
almennings til batnaðar, sem
réttlætt geti meiri féfléttingu.
Þessi hækkun mun því mælast
illa fgrir, einkum vegna þess,
að bæjarbúar vita, að núver-
andi ráðamenn bæjarfélagsins
stjórna bænum og fyrirtækjum
hans með hangandi hendi, og
syna enga viðleitni til að spara
eða beita hagsýni í stjórn sinni,
þótt fyllsta ástæða sé til. vegna
ríkjandi ástands í atvinnu- og
fjármálum.
Gott synishorn af sleifarlag-
inu er það, að nú á þessu ári
skuli eiga að taka ein miljón
króna að láni til að greiða upp
lausaskuldir frá árunum 19k6,
1947 og 1948. 1 fjárhagsáætlun
um þriggja s.I. ára hafa verið
lántökuheimildir, er numið
hafa hundruðum þúsunda, en
hafa ekki verið notaðar
nema að litlu leyti. Fé, það
sem samkvæmt áætlunum þess
ara ára, átti að fara til ákveð-
inna hluta, t.d. til greiðslu elli-
launa og örorkubóta, til bygg-
ingarsjóðs verkamannabústaða
o.s.frv., hefur því farið til ann-
ars, og lausaskuldir jafnframt
safnast fyrir. Nú á loksins að
kippa þessu í lag með einu
pennastriki, en nú er bara svo
komið, að lánsstofnanir eru
orðnar næsta tregar til allra lán
veitinga, og verður sennilega
þungur róður fgrir bæjarstjór-
ann, að fá lán til að greiða upp
lausaskuldir, sem litíl veð er
hægt að setja fyrir. Þessa al-
kunnu örðugleika mætti segja,
að Sigurður bæjarstjóri geti
fært fram til afsökunar hinni
fáránlegu tillögu sinn um kr.
1.560.075,00 hækkun á útsvör-
unum,en ekki er þó vert að
glegma þvi, að sá hinn sami
maður er bæjarfulltrúi meiri-
hlutaflokkanna og fgrverandi
starfandi forseti bæjarstjórnar
m.m., og því samsekur hinum
um alla ráðsmennskuna.
Að endingu skal hér bent á
éitt íhugunarefni fgrir bæjar-
búa, en þar er, hversu litlu
meirihlutaflokkunum hefur
auðnast að verja til viðreisnar
atvinnulífinu í bænum, og er
síðasta dæmið um þetta niður-
skurður á 100 þús. kr. framlagi
til fiskiðjuversins, sem skýrt
var frá hér að ofan. Mun á
næstunni verða rifjuð upp hér
í blaðinu sagan af hinum fræga
himnastiga, svo mönnum gef-
ist kostur á að bera kosninga-
loforð íhaldsins saman við
efndirnar.
-o-
1700 útlendingar.
Um síðustu áramót dvöldu hér á
landi 1700 útlendingar auk starfs-
liðs erlendra sendisveita og Banda-
ríkjamanna þeirra er vinna a Kefla
víkurflugvelli. Um % hlutar þessa
fólksfjölda, eða 1100, voru danskir
ríkisborgarar. Næstir komu Norð-
menn 253 að tölu, þá Þjóðverjar
138 og Bretar 86.
Smátt og stórt.
Dettifoss,
hið nýja skip Eimskipafélagsins
er að koma til landsins úr fyrstu
för sinni og flytur m.a. beitusíld til
Austfjarðahafna og Faxaflóahafna.
Eállveig Fróoadóttir,
fyrsti dieseltogari Islendinga
hefur nú verið afhentur eigendum
sínum, Bæjarútgerð Reykjavíkur,
og er væntanlegur til landsins
næstu daga.
GHmufélagið Ármann
i Reykjavik á 60 ára afmæli um
þessar mundir. I tilefni afmælisins
hafa farið fram margháttuð íþrótta-
mót, enda er Ármann eitt ötulasta
íþróttafélag landsins.
Frá Framlefósluráði.
Samkvæmt skýrslu Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins var slátrað
árið 1948 71.889 sauðfjár minna
en árið 1947 og kjötmagnið sem
til féll á árinu 1948 1.027.319 kg.
minna en árið á undan og hefur
sauðfjárslátrunin aldrei verið jafn
lítil og 1948, síðan afurðasölulögin
gengu í gildi.
Meðalþyngd dilka í sláturtíð á
öllu landinu haustið 1948 var 14.58
kg., en var 14,07 kd. haustið 1947.
Hefur meðalþyngd dilka í sláturtið
aldrei verið svo mikil sem s.l. haust
Togaraverkfallið
hófst í fyrrakvöld. Undanfarna
daga hafa farið sáttaumleitanir
fram milli deiluaðila, en þær hafa
enn orðið árangurslausar.
SíldveiSi
hefur undanfarnar vikur verið á
Akureyrarpolli og hafa þegar veiðst
þar yfir 4000 tunnur sildar. Sildin
hefur verið að mestu fryst til beitu
þar til í gær, að farið var að leggja
hana upp hjá Krossanesverksmiðj-
unni. Ekki er enn samkomulag um
verð á bræðslusíldinni. Síldin sem
veiðist á Akureyrarpolli er aðallega
tvenskonar, fremur sraávaxin railli-
sild og nærri fullvaxin síld. Fitu-
magn stærri síldarinnar er ura 15%
en þeirrar smærri 10%.
Happdrættislán ríkissjótis.
Dregið var í fyrsta sinn í B-flokki
happdrættisins 15. þ.m. Einn stór
vinningur, 10 þúsund krónur, kom
á miða, sem seldur var á pósthús-
inu á Isafirði og var nr. 56 247.