Skutull

Árgangur

Skutull - 18.02.1949, Blaðsíða 4

Skutull - 18.02.1949, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Miklar framkvæmdir íþrótta- mannvirkja á Vestfjörðum. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og margskonar aðstoð við andlát og jarðarför konu minn ar og móður okkar, Ingibjargar Eiríksdóttir. Guðjón Sigurðsson og börn. HVERGI er betra að verzla en í KAUPFÉLA6INU. ■ H m n « n n n u Bændur! RAFSTÖÐVAR af öllum stærðum og' gerðum frá Englandi og Bandaríkjunum. Vér útvegum: Litlar sjálfvirkar BENSlN-rafstöðvar til Ijósa Sjálfvirkar DIESEL rafstöðvar til heimilisnotkunar Stærri RAFSTÖÐVAR fyrir einn eða fleiri bæi Sambyggðar VATNSAFLstöðvar af öllum stærðum Leggið strax inn pantanir hjá kaupfélagi yðar i vegna væntanlegra leyfisveitinga á þessu ári Getum útvegað leyfishöfum stöðvar með stuttum fyrirvara. Allar frekari upplýsingar veitir VÉLADEILD S.I.S. Samband ísl. samvinnufélaga. ia ■ H H H H H H H H H H m H H H H H Ri H H H H H H H H i a H i w E H i Skutli hefur borist greinargerð um störf íþróttanefndar ríkisins. íþróttanefnd ríkisins úthlutaði á siðastliðnu ári styrkjum til 54 aðila og námu greiddir styrkir alls kr. 455 þúsund krónur. Veittir voru styrkir til 21 sund- laugar, 4 skíðaskála og skíðahrauta, 1C íþróttavalla, til reksturs skíða- skólans á Seljalandsdal var veittur styrkur að upphæð kr. 3.600,00 og til íþróttastarfsemi I.S.l. og U.M.F.l. Á Vestfjörðum voru þessar í- þróttaframkvæmdir lielztar: Endur bætur voru gerðar á sundlauginni á Sveinseyri við Táiknafjörð. Skíða skáli knattspyrnufélagsins Hai’ðar á Isafirði var kominn undir þak. Jafnað var og ræst svæði að Núpi við Dýrafjörð fyrir liéraðs-íþrótta- völl Vestur-Isíirðinga. Lokið var baðstofu á Suðureyri við Súgandafjörð og hún tekin til afnota. Á lsafirði er unnið að upp- fyllingu undir fyrirhugaðan íþrótta völl. Af framkvæmdum þeim er í- þróttanefnd ríkisins leggur til að veittur verði fjárstyrkur á þessu ári eru eftirtaldar hér á Vestfjörð- um: Sundhöll Isafjarðar (lokagr.), sundlaug að Sveinseyri, V.-Barð. (lokagr.), sundlaug og skáli að Reykhólum, A.-Barð. (lokagr.). Sundlaug á Barðaströnd, V.-Barð. (i byggingu), baðstofa á Suðureyri í Súgandafirði. Nýbyggingar: Sund laugar á Bíldudal, Þingeyri og Flat- eyri (epdurbót). Knattspyrnufélag- inu Herði á Isafirði og Skíðafélagi Isafjarðar verði veittir styrkir til skíðaskálabygginga og endurbóta. Iþróttasvæðin í Bolungarvík, að Núpi, Flateyri, Suðureyri í Súganda firði, Isafirði, Reykjanesi í N.-ls., eru talin á undirbúningsstigi, en er ætlaður smávægilegur styrkur. Svo sem sjá má af ofantöldu eru miklar framkvæmdir í íþróttamál- um hér vestra. Hversu sem til tekst um öflun ríkisstyrkja til allra þess- arra framkvæmda má fullvíst telja, að mikið verður um framkvæmdir íþróttamannvirkja á Vestfjörðum á þessu ári. Um íþróttaframkvæindir í land- inu segir nefndin svo: Á s.l. 8 árum mun af frjálsu fram taki áhugamanna og með stuðningi sveitar- og bæjarfélaga hafa verið byggð íþróttamannvirki sem kosta um kr. 13 milj. Styrkir til þessara framkvæmda úr íþróttasjóði nema um 3(4 milj. Rúmar 9 milj. kr. liafa fengist fyrir þetta framtak, eru ný- ar eða endurbættar sundlaugar og sundhallir (3) 47 talsins, 7 skíða- skálar, 3 skíðabrautir, 9 baðstofur, 3 fimleikasalir, 47 félagsheimili og auk þessa uin 30 íþróttavellir og golfvellir, sem eru fáir fullgerðir, en á ýmsum byggingastigum. I þessari upptalningu um kostnað eru ekki talin með þau íþróttamann virki, sem byggð hafa verið í sam- bandi við skóla, sem eru að öllu leyti byggðir af ríkinu eða með styrk frá ríki samkvæmt sérstök- um lögum. Á s.l. ári tóku gildi lög um félags- heimili, sem samþykkt voru á Al- þingi 22. maí 1947. Samkvæmt þeim er stofnaður félagsheimilis- sjóður, en í hann renna 50% af skemmtanaskatti hvers árs. Stjórn félagsheimilasjóðs er í höndum menntamálaráðherra, sem veitir úr sjóðnum eftir tillögúm fræðslumálastjóra og íþróttanefnd- ar ríkisins. Fyrsta úthlutun úr sjóð num fór fram í desember s.l. og var þá úthlutað um kr. 600.000,00 til 25 aðila, en uin 120 aðilar hafa byggingu félagsheimila í undirbún- ingi, eru að byggja þau eða hafa lokið framkvæmdum. Samkvæmt fyrstu gr. laga um fé- lagsheimili geta þessir aðilar hlot- ið styrk úr félagsheimilasjóði: ung- mennafélög, íþróttafélög, lestrar- félög, bindindisfélög, skátafélög, kvenskátafélög og hvers konar önn- ur rnenningarfélög, sem standa al- menningi opin án tillits til stjórn- málaskoðana. Svipaða aðstoð og þá, sem hér hef- ur verið sagt frá, að Alþingi hefur samþykkt að veita til þess að byggja yfir félagslíf fólksins, og nú er komin til framkvæmda, liafa þing Dana og Svía samþykkt fyrir nokrum árum og er þetta liður í því starfi að skapa samræmi í aðstöðu fólksins til samgleði, fræðslustarfa og annars félagsstarfs. --------0 ..... Skattskyldar tekur landsmanna nærri í miljarður króna. I nýútkomnum Hagtíðindum er sagt frá skattgreiðslum landsmanna árið 1947. Nettótekjur einstaklinga og félaga árið 1946 eru taldar hafa nuruið 959 milj. kr. Á þessar tekjur er skattur lagður árið 1947 og af þeim eru greiddar 48,2 milj. kr. skattur í ríkissjóð. Af þessari upphæð greiða einstaklingar 36,341 milj. kr. en fé- lög 11,85 inilj. kr. Skattgreiðendur eru 53 564 einstaklingar og 925 fé- lög eða alls 54 499 greiðendur. Eftir sömu heimildum eru skuldlausar eignir landsmanna taldar 853 milj. kr. og af þessum eignum greiða 21 516 einstaklingar og 759 félög eignaskatt er nemur 4.2 milj. kr. úgur er meðal hollustu næringarefna. —Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá Bök- unarfélagi Isfirðiriga. Bðgerðarhús á 'ramleiðir nú ari brauðteg- iinarfélagið. og óseydd. Nýtízku tæki til brauðgerðar Prentstofan Isrún li.f. ISBORG kom hingað til Isafjarðar kl. 10 í morgun og tók hér 12 tonn af is. Veiði skipsins var orðin 3000 kitts eftir 11 sólarhringa útivist. Vegna stöðugra umhleypinga Iiefur lítið verið hægt að stunda veiðar. Á landleiðinni fékk skipið á sig sjóhnút og köstuðust skipsverjar, sem á þiljum voru flatir á dekkið og einn skipverja, Magnús Þórarins son, meiddist á augabrún og v-ar fluttur í land. Isborg hélt aftur á veiðar í dag. AUKINN KOLAÚTFLUTNINGUR Bretar búast við að geta aukið kolaútflutning sinn mjög á þessu ári og komast allverulega fram úr útflutningi ársins 1948, en þá seldu Bretar 16 miljónir smálesta af kol- um til annarra landa.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.