Skutull

Árgangur

Skutull - 25.02.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 25.02.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Kvennadeildin 15 ára. ar menn bera það blákalt fram að þeir sem skuldi, verðskuldi helzt að fá lán? Þessi speki er framreidd í Vesturlandi í um- ræddri grein, þar sem þvi er haldið fram að Tryggingar- stofnun ríkisins beri að lána bænum 1,2—1,5 miljónir kr., sérstaklega vegna þess að liann skuldi almannatryggingunum aðeins „einar 370 þúsundir króna.” Samkvæmt þessari gullvægu reglu fyrverandi bæj- arstjóra ætti skuldasúpan, sem hann arfleiddi eftirmann sinn að, heldur betur að létta hon- um störfin. Sá ætti ekki að lenda í vandræðum með láns- féð ! Er þetta ekki að snúa þvi al- veg við, sem venjulega er talið heilbrigt í viðskiptum? Er ekki öll þessi Vesturlandsgrein, og fleiri á undan henni, með slíku marki brennd, að þar er það, sem venjulegu fólki finnst ankanalegt og fjarstæðukennt, haft í hávegum ? Þar er t.d. skrifað samkvæmt kenningu, sem virðist vera á þessa leið: Þurfirðu á hjálp náung- ans að halda eða biðj a hann að- stoðar, þá er um að gera að skamma hann og svívirða nógu rækilega, til þess að hann rétti þér hjálparhönd. Eru ekki þeir menn, sem í fyllstu alvöru breyta samkvæmt slíkum kenn ingum, orðnir svo innlifaðir í það ranghverfa í tilverunni, að þeim finnist það snúa rétt ? Slíkir vesalingar eru brjóst- umkennanlegir, þótt þeir kunni að lifa sælir í sínum annarlega hugarheimi. ------0------- Kvennadeild Slysavarnafélags Islands á Isafirði var stofnuð 25. febrúar árið 1934 og á 15 ára af- inæli í dag. Þetta afmælisbarn er afsprengi karladeildarinnar, eins og Eva var forðum afsprengi Ad- ams, því í upphafi var hér ein „lsafjarðarsveit“ í Slysavarnafélagi Islands, sem stofnuð var 4. janúar árið 1929 fyrir forgöngu Vilmund- ar Jónssonar, núverandi landlækn- is, o.fl.. Þessi faðir kvennadeildar- innar hefði því getað minnst 20 ára afmælis síns 4. janúar s.l. Meðal stofnenda „Isafjarðarsveit- arinnar" var aðeins ein kona, Ing- veldur Benónýsdóttir, sem nú dvel- ur á Siglufirði hjá dóttuur sinni, og átti liún lengi sæti í stjórn sveitar- innar. Árið 1934 hafði konuríkið færst allmjög í aukana, og á aðal- fundi, hinn 13. janúar það ár, var samþykkt tillaga um að skipta sveitinni í tvær karladeildir og eina kvennadeild. 1 nefnd þeirri, er fal- ið var að stofna kvennadeildina, áttu sæti: Bergþóra Árnadóttir, Svanfríður Albertsdóttir og Sigríð- ur Guðmundsd. frá Lundum. Deildin var svo stofnuð, eins og fyrr segir, hinn 25. febrúar og er ekki að orð- lengja það, að þarna fæddist hið efnilegasta barn. Fyrsti formaður deildarinnar var ungfrú Brynhildur Jóhannesdóttir, og gegndi hún því starfi af mikl- um skörungsskap í 5 ár. Síðan hafa frúrnar, Lára Edvarðardóttir, Sig- ríðuur Jónsdóttir og Ásta Finns- dóttir haft formennskuna á hendi. Deildin hefur aðallega lagt kapp á að safna fé til slysavarna og jafn- framt hefur verið haldið uppi fjör- ugu félagslífi. Til fjársöfnunar hefur deildin helgað sér 1. einmánaðardag, og þá eru seld merki Slysavarnafélagsins og skemmtanir haldnar til ágóða fyrir starfsemina. Oft liafa deild- inni borist góðar gjafir og áheit, en stærsta gjöfin var, þegar frú María Júlía Gísladóttir og Guð- mundur Brynjólfur Guðmundsson, kaupmaður, gáfu félaginu mest all- ar eigur sínar, og má segja, að rneð þeirri gjöf hafi verið lagður hornsteinninn í Björgunarskútu- sjóð Vestfjarða, enda er það áhuga- mál kvennadeildaririnar, og annara deilda Slysavarnafélags Islands á Vestfjörðum, að björgunarskútunni, sem nú er í smíðum, verði gefið nafnið María Júlía. Alls hefur deild in safnað til slysavarnamála 140 þúsund krónum, og hefur hún þeg- ar greitt til björgunarskútunnar kr. 50 þúsund. Auk þessa hefur veriö lagt fram fé til björgunarskýlis í Fjallaskaga og til Slysavarnafélags Islands til starfsemi þess almennt. Núverandi stjórn félagsin's skipa: Ásta Finnsdóttir, formaður, Guðrún Bjarnadóttir, varaformaðuur, Þuríð ur Vigfúsdóltir, ritari, Rannveig Guðmundsdóttir, gjaldkeri og með- stjórnendur eru Sigríður Jónsdóttir og Lára Edvarðardóttir. Gjaldker- inn, Rannveig Guðmundsdóttir fief- ur gegnt því starfi frá stofnun deildarinnar af miklum áhuga og dugnaði. Vegna samkomubannsins hefur deihlin orðið að fresta aðalfundi sínum, og af sömu ástæðum verður * ekki liægt að minnast afmælisins, eins og fyrirhugaö var. Skutull vill að lokum árna kvenna- deild Slysavarnafélags Islands á Isafirði lieilla í tilefni afmælisins og þakka henni mikið og gott starf á fyrstu 15 árunum. Það starf verð- ur aldrei of metið, og mun eiga eftir að lýsa sé» enn betur, eftir því sem kunnátta í sundi forðar frá fleiri slysum, björgunarskútan bjargar fleiri skipum og mannslífum, og skipsbrotsinannaskýlin veita fleiri sjóliröktum mönnum líknarskjól. Frá iitlÖEidnni» um við þá fyrst athuga, hvenær ráðuneytinu ber að veita slíka hjálp. 1 lögum um eftirlit með með sveitarfélögum segir svo: „9. gr. Sveitarfélag, sem er í svo mikilli fjárþröng, að það telur sér ekki fært að standa í skilum, getur snúið sér til fé- lagsmálaráðuneytisins um að- stoð, ef ætla má, að ekki rætist úr í náinni framtíð, og skal þá veita því aðstoð samkv. fyrir- mælum laga þessara.“ Þegar bæjarfélag segir sig á sveitina, eða sama sem, segja lögin, að þannig skuli að farið: „10 gr. Beiðni um aðstoð skal hafa verið rædd við tvær umræður í sveitarstjóm. Skal hún lögð fram í ályktunar- formi, og telst hún samþykkt, ef hún hlýtur meirihluta greiddra atkvæða á tveim lög- lega boðuðum fundum. Ef um hreppsfélag er að ræða, skal álitsgerð sýslunefndar eða sýslumanns fylgja ályktuninni. — Að samþykkt þeirri lokinni skal símleiðis eða bréflega til- kynna ráðuneytinu efni álykt- unarinnar svo greinilega sem verða má.“ Að fenginni hjálparbeiðni á þennan hátt, framkvæmir fé- lagsmálaráðuneytið aðstoðina samkvæmt eftirfarandi ákvæð- um: „11. gr. Nú hefur ráðherra borizt beiðni samkvæmt 10. gr., og skal þá eftirlitsmanni sveit- arstjórnarmálefna falið að rannsaka fjárreiður og hag sveitarfélagsins og gefa ráðu- neytnu skýrslu um málið.“ „12. gr. Eftirlitsmaður sveit- astjórnamálefna skal kynna sér nákvæmlega allan hag sveitarfélagsins og athuga í sambandi við sveitarstj óm, hvort f j árhagsörðugleikum verði létt af með að draga úr gjöldum eða auka tekjur eða hvorttveggja. Telji eftirlits- maður það fært án þess að van- ræktar séu skyldur sveitarfé- lagsins eða íbúum þess íþyngt um of, skal hann bera málið undir sveitarstj órn og síðan senda ráðherra tillögur sínar. Ráðherra sker þá úr, hvort fylgja skuli tillögum eftirlits- manns að nokkru eða, öllu leyti, eða hvort sveitarfélaginu skuli látin í té frekari aðstoð eftir lögum þessum.“ Það ber vott um meir en litla taugaveiklun, að lögfræðingar íhaldskomma skuli hafa gleymt þessum atriðum úr fræðum sín um, þegar þeir loksins ákváðu að játa opinberlega, nvílíkt fjármálaöngþveiti þeir hafa leitt yfir Isaf j arðarbæ. Hverju lýsir það svo öðru en sjúklegu hugarástandi, þeg- Geta samkonmbönn verið pólitísk? Svo sem kunnugt er, liefur verið samkomubann og skólabann frá því snemma í jariúar, vegna mænuveiki faraldurs. Það hefur því vakið furðu margra, að Vesturland skýr- ir frá því í s.l. viku, að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins hafi haldið fund, þrátt fyrir bannið, því að vitað er að héraðslæknirinn, Bahl- ur Johnsen og Kjartan J. Jóhanns- son, sem var settur héraðslæknir, þegar bannið hófst, eiga báðir sæti í fulltrúaráðinu. Ráð þetta mun vera skipað 20—30 manns, og er útgáfustjóra þessa blaðs kunnugt um að settur héraðslæknir neitaði fyrir skömmu að gefa samþykki sitt til að kalla saman álíka stóran hóp, en þar var það ekki Sjálfstæð- isflokkurinn, serh í hlut átti. Búast má við að afleiðing þeirr- ar linkindar, sem læknarnir hafa sýnt flokksbræðrum sínum í þessu efni, verði sú, að fleiri komi á eftir og óski eftir fundarhöldum, og get- ur það orðið til þess að draga úr gagnsemi samkomubannsins. -------0------ Síðustu vikurnar hefur verið stór tíðindasamt í heiminum: Kommún- istar í Kína hafa unnið stórsigra í borgarastyrjöldinni þar, svo að úr- slitum valda. Þótt eigi sé enn Ijóst, livort upp af þeim sigrum rísa tvö lcínversk ríki: Suður- og Norður- Kína, livort með sinni stjórn og sín um stjórnarháttum, eða um ein- hvers konar millileið og eitt riki verður að ræða, þá er það þegar séð, að stjarna Chiang Kai Shek er runnin til viðar. ÞeRa munu engir sannir lýðræðisvinir liarma, því að lengi liefur það verið vitað, að stjórn hans hefur verið mjög spillt afturhaldsstjórn. Engum getum skal að því leitt, hver hlutur Kína verður á næst- unni í þeim reginátökum, sem nú fara leynt og Ijóst fram um heims- yfirráðin, en ekki er ólíklegt, að það hafi nokkuð nóg með sjálft sig fyrsta kastið, hvort sem þar verður barizt áfram eða friður kemst á, og heldur er ekki verulega líklegt, að svo stór og gömul þjóð sem Kín- verjar eru gerist undirlægjur ann- ars stórveldis nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Þá hefur það vakið talsverða at- hygli, að Stalin hefur í blaðamanna viðtali „boðið“ Truman forseta til fundar við sig, þ.e.a.s., ef fundar- staðurinn verði austan „járntjalds- ins“ svokallaða. Truman hafði áð- ur marg hoðið Stalin til viðræðna við sig vestur uin liaf. Hvorugur vill þiggja boð hins gegn þessum skilyrðum, og mundi einhvern tíma liafa verið kölluð „barnaleg 'stífni." Hitt er svo rétt, sem Bandaríkin hafa bent á í sambandi við boð Slalins, að Truman og Stalin hafa enga heimild til að leysa alþjóða- vandamál á tveggja manna fundi, en hafa þeir nokkuð fremur lieim- ild til þess vestur í Bandaríkjunum en austur í Rússlandi ? Það mun mörgum ganga erfiðlega að skilja. Hinar stórfelldu og skipulags- bundnu hreinsanir, sem nú fara fram í öllum leppríkjum Sovét- Rússlands vekja talsverða athygli. 1 Tekkóslóvakíu er hreinsað til í æskulýðsfélögunum, í Búlgaríu í Föðurlandsfylkingunni og í Pól- landi innan sjálfs kommúnista- flokksins. öllum þeim, sem „hreins- aðir eru úr,“ er gefið liið sama að sök: Of mikil sjálfstæðishneigð gagnvart Kominform. 1 þessum löndum mun ekki eiga að fara eins og í Júgóslavíu. 1 Ungverjalandi er „hreinsað“ til

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.