Skutull - 04.03.1949, Blaðsíða 1
rM F 11 ; ¦ r rw j ¦ Í-H
L1 / 1 r 1 1 i i SKUTULL
lk 1 á 1 I ¦ I ' 1' ! VIKUBLAÐ
M II y i 1 1 1 V á 1 J 1 J Otgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði. Innheimtumaður:
r^yX' gflMki JW^ ^ - ¦ ¦ Haraldur Jónsson Þvergötu 3, Isafirði. ntnvnr™,"~""*"'"-*"""'n'M'"'
XXVII. árg. Isafjörður, 4. marz 1949. 9. tölublað.
íhaldið og komnuínistinn í bæjarstjórn lækkuðu hina
áætluðu útsvarsupphæð við síðari umræðu um einar 13
þúsundir króna ! Áætluð útsvör eru því kr. 2.271.000,00
og má búast við, að niðurjófnunarnefnd leggi á 10% fyrir
vanhöldum og verða þá útsvörin á þessu ári alls 2,5 miljón
króna.
Það var við fyrrj^ umræðu
um áætlunina, sem varaforseti
bæjarstjórnar boðaði það, að
útsvörin mundu við endanlega
afgreiðslu málsins verða lækk-
uð allverulega frá frumáætlun-
inni, og þennan boðskap end-
urtók Vesturland í s.l. viku.
Efndirnar urðu þær, er að of-
an greinir. Samþykkt var ein
tillaga frá bæj arfulltrúum Al-
þýðuflokksins, um 2000,00 kr.
lækkun útgjalda og ein leið-
rétting á framlagi til Hús-
mæðraskólans, kr. 11.000,00,
var tekin til greina og þetta
tvennt gerir áðurnefnda lækk-
un krónur 13.000,00.
Aðrar tillögur frá Alþýðu-
flokknum voru felldar, en þær
mundu, ef samþykktar hefðu
verið, hafa valdið 172.700,00
kr. lækkun útsvaranna til við-
bótar.
Tillaga um að leigja
bæjarbúin.
Það, sem bæj arf ulltrúar í-
haldsins munu kalla „lækkun"
útsvaranna, og uppfyllingu á
loforði varaforsetans og flokks
blaðsins, er tillagá, sem þeir
fluttu við siðari umræðu um
fj árhagsáætlunina s.I. mánu-
I dag, þess efnis, að bú bæjar-
ins skuli leigð' frá næstu far-
dögum, ef viðunandi tilbqð fá-
ist, og ef leigjendur fengjust,
skyldu útsvörin lækka við nið-
urjöínun um 100.000,00 krón-
ur. Þetta var allur galdurinn,
og löi ramennirnir vissu fyrir-
fram, ao hinn annars svo vika-
liðugi og þægi kommúnisti
mundi ekki ganga inn á slíka
tillögu, og þeir töldvi sér þess-
vegna óhætt að bera hana
fram í öruggri vissu um, að
hún yrði ekki samþykkt. Af-
staða bæj arf ulltrúa Alþýðu-
flokksins til þessarar tillögu
var einnig fyrirfram augljós.
Þeir telja ekki ennþá nægilega
vel séð fyrir mjólkurþörf bæj-
arbúa, og hættulegt þessvegna,
að draga úr mjólkurframleiðsl
unni, en sú hlyti að verða af-
leiðing þess, að leigja búin.
Þeir telja hallarekstur búanna
að vísu þúngbæran fyrir bæjar
félagið, en telja, að stórlega
megi draga úr þessum halla
með skynsamlegra fyrirkomu-
lagi á búrekstrinum og hafa
hvað eftir annað flutt tillögur
þar að lútandi. Einn bæj arfull-
trúi ihaldsins, Baldur Johnsen,
sem á sínum tíma var aðal—
hvatamaður þess, að Kirkju-l
ból var keypt, hefur haft svip-
aðar skoðanir á búrekstri bæj-
arins og Alþýðuflokksmenn.
Hann hefur sem kunnugt er,
ekki dvalið á landinu nema,
endrum og eins s.l. 2 ár, og þvi
ekki getað haft áhrif á flokks-
menn sína i þessu efni, eða
fylgt skoðunum sínum eftir,
og á mánudagsfundi bæjar-
stjórnar lét hann í ljós von-
brigði sín yfir meðferð meiri-
hlutans á málinu, og gerðist
meðflutningsmaður að tillög-
unni um að leigja búin. Aum-
ingja Baldur ! Með þessu hef-
ur hann yfirgefið holla og
góða stefnu i máli, sem varðar
heilsu og heill bæjarbúa, og
gerst flutningsmaður að fljót-
hugsaðri og heimskulegri til-
lögu. Eða hvernig halda menn
að útkoman yrði eftir t. d. 5
ár, þegar bærinn ætti að taka
út aftur hjá leigjendum bú-
anna kýr, hænsni, hesta og á-
höld, að ekki sé talað um hús
og tún. Mundi væntanlegur
leigjandi vilja taka að sér að
borga viðhald af öllu þessu, og
skila gripunum í sama ástandi
og hann fékk þá ? Þeir mundu
a.m.k. vera 5 árum eldri, og
erf itt reynast fyrir leigj andann
að bæta það upp. Nei, lækning-
in á búrekstrinum er áreiðan-
lega ekki sú, að leigj a búin, og
ekki á heldur að selja þau,
meðan hver jörðin af annarri
er að fara í eyði í nágrenni
bæjarins sbr. í Arnardal og
Hnífsdal.
Vegarspottar teknir í
þjóðvegatölu ?
Baldur Johnsen lagði til í
sambandi við afgreiðslu fjái'-
hagsáætlunarinnar, að verzlun
arumdæmi Isaf j arðar yrði
minnkað, og að reynt yrði að
f á Selj alandsveg, Skíðaveg,
Skógarbraut og Birkibraut
tekna í þjóðvegatölu. Ef þetta
fengist, mundu sparast krónur
41.000,00 á þeim útgjöldum,
sem nefnist vegamál, og lagði
læknirinn til, að útsvörin yrðu
lækkuð um þá upphæð. Bæj-
arfulltrúar Alþýðuflokksins
töldu réttara, að halda þessari
upphæð á áætluninni og verja
henni til gatnagerðar í bænum,
ef ekki þyrfti að nota hana til
ofantalinna vega, og var sú til-
laga samþykkt, enda er í áætl-
uninni aðeins gert ráð fyrir
236 þúsund kr. til verklegi'a
framkvæmda, annarra en
vatnsveitu, og má sú upphæð
tæplega við því að minnka, því
af henni eru kr. 45 þúsund
verkstjóralaun.
Fiskiðjuverið fordæmt.
Svo sem skýrt hefir verið
frá var i fyrstu áætlun bæjar-
ráðs ekkj gert ráð fyrir fram-
lagi til fiskiðjuvers, og lögðu
bæjarfulltrúar Alþýðuflokks-
ins til, að þetta framlag yrði
áætlað kr. 150.000,00 og jafn-
há lántaka teknamegin. f»essa
tillögu felldu íhaldskommarn-
ir sameiginlega. Og ekki nóg
með það, heldur sýndu þeir
liinu fyrirhugaða fyrirtæki hug
sinn og velvilja með því að
samþykkja tillögu, sem óneit-
anlega getur stórspillt fyrir
þessu nauðsynja máli. Tillaga
þeirra cr þannig að efni, að
Framhald á 4. síðu.
Slllátt og stórt.
Togaradeihm.
Daglegir fundir eni nú haldnir
hjá sáttasemjara og sáttanefnd rik-
isins til þess að reyna að leysa
togaradeiluna. En ekkert hefur enn
verið látið uppi um árangur þeirra
fundahalda.
Deilan er mjög margþætt og
vei-ða sáttasemjari og sáttanefnd
að ræða við fulltrúa margra aðila,
og þá venjulega við fulltrúa aðeins
eins þeirra í einu. Þannig skiptust
á fundir við fulltrúa útgerðar-
manna, sjómannafélaganna, yfir-
manna, en við hina siðastnefndu
rætt í fernu lagi: 1) skipstjóra og
fyrstu stýrimenn, 2) vélstjóra, 3)
loftskeytamenn og 4) aðra stýri-
menn. Er þvi skiljanlegt að samn-
ingaumleitanirnar gangi seint og að
þær taki sinn tíma.
Vestfjaroakvikmynd.
Vestfirðingafélagið í Reykjavík
hélt árshátíð sína nýverið.
Formaður félagsins, Guðlaugur
Rósinkranz gat þess að í nóvember
næstkomandi yrði félagið 10 ára,
og er vonast til að um það leyti
verði tilbúin Vestfjarðakvikmyndin
sem nú er langt komið að taka.
, Ennfremur verður stefnt að því að
um afmælið komi út fyrsta bindi
af 100 ára sóknarlýsingu Vest-
fjarða. Að lokum hvatti formaður-
inn vestfirsk ljóðskáld og tónskáld
til þess að semja ljóð og lag fyrir
Vestfjarðasöng fyrir afmælið.
Seolaveltan 175 miljónir króna.
Um síðustu áramót var seðlavelt-
an hér'á landi kr. 175.295.000,00,
eða tæplega 6 miljónum meira en í
nóvemberlok. 1 árslok 1947, er
seðlaskiptin urðu, var seðlayeltan
107 miljónir króna og jókst því á
árinu um, nærri 70 miljónir. Mest
var aukningin í einum mánuði í
maí, 12,6 miljónir kr., en minnst
í ágúst, 1,6 miljónir króna.
Dvalarheimili aldraora sjómanna.
Til dvalarheimilisins hafa nú
safnast um tvær miljónir króna.
Stjórn sjómannadagsráðsins í
. Reykjavík hefur sótt um leyfi til
að hefja byggingu dvalarheimilis-
ins. Gerð hefur verið lausleg áætl-
un um byggingarkostnað og er gert
ráð fyrir áð heimilið muni kosta
uppkomið allt að 10 miljónum
króna og smíði þess standa í fimm
ár.
Gjaldþrot.
Á síðasta ári urðu átta gjald-
þrot hér á landi, samkvæmt inn-
köllunarskrá Lögbirtingarblaðsins.
þar af urðu 6 gjaldþrot í Reykjavík
eitt í kauptúnum pg eitt í sveit.
Næsta ár á undan urðu samtals
15 gjaldþrot á landinu.