Skutull - 18.03.1949, Blaðsíða 1
'W' V
\H j » n í ¦ m ¦BV
L i / I 11 1 , SKUTULL
Ik 1 i 1 ¦ ¦ ¦ II 1 VIKUBLAÐ
^k 1 1 1 ¦ I ¦ 1 ¦ 1 Utgefandi:
l5I \1 >; i I 1 1 !>. A 1 J 1 J i Alþýðuflokkurinn á Isafirði. Innheimtumaður:
!^Z J* h JHKi ^ ^r Æmm ^j Haráldur Jónsson Þvergötu 3, Isafirði.
XXVII. árg. Isafjörður, 18. marz 1949. 11. tölublað.
Gengur Island í Atlantshafsbandalagið?
S. 1. laugardagskvóld fór Bjarni Benediktsson, utanríkis-
málaráðherra, áleiðis til Washington ásamt 2 fulltrúum
Alþýðuflokksins og Framsóknar í ríkisstjórninni, þeim
Emil Jónssyni og Eysteini Jónssyni, til þess að kynna sér
efni Atlantshafssáttmálans og athuga skilyrði fyrir hugs-
anlegri aðild Islands að honum. I för með ráðherrunum
var Hans Andersen, þjóðréttarfræðingur utanríkismála-
ráðuneytisins.
Tilkynning ríkisstjórnarinnar
um för ráðherranna er á þessa
leið:
„Þar sem nú er vitao, að íslandi
muni verSa gefinn kostur á ao ger-
ast aoili væntanlegs Norour-At-
lantshafsbandalags, telur ríkis-
síjórnin skyldu sina að kynna sér
til hlítar efni sáttmálans og ao-
siæSur allar, á&ur en ákvörðun
verSur tekin í málinu. Hefur þess-
vegna or&iS að ráoi, að utanríkis-
málaráohcrra, Bjarni Bcnediktsson,
fari þessara erinda til Washington
ásamt fulltrúum annarra þeirra
flokka, sem þátt taka í ríkissljórn-
inni, þeim Emil Jónssyni og Ey-
steini Jónssyni. I för meo þeim
verður Hans Andersen, Þjóoréttar-
fræSingur utanrikismálaráSuneyl-
isins."
I útvarpsfrétt.um nú í vikunni
hefir verið frá því skýrt, að Bjarni
Benediktsson hafi átt viðræður við
Dean Acheson, utanríkismálaráð-
herra Bandaríkjanna, og jafnframt
hafa þau ummæli verið höfð eftir
Bjarna, að Islendiugar hafi enn
ekki tekið afstöðu til Atlantshafs-
sáttmálans, og að Alþingi eitt muni
ákveða, hvort Islendingar gerast
aðilar að honum eða ekki, eftir að
þingið hefir kynnt sér efni hans.
— Ennfremur hefur það verið haft
eftir utanríkismálaráðherranum í
erlendum fréttum, að Islendingar
muni ekki leyfa hersetu í landi
sínu á friðartímum. — Sendimenn
okkar eru væntanlegir heim um
helgina.
Atlantshafsbandalagið
hefur að undanförnu verið mik-
ið rætt í erlendum fréttum, og er
stofnun þess vafalaust sá mótleik-
ur lýðræðisríkjanna gegn yfirgangs
stefnu Rússa, sem sterkastur hefur
verið leikinn fram að þessu. Þau
riki, s'.'in þegar hafa ákveðið þátt-
töku sim i bandalaginu, eru: U.S.A.
Kanada, England* Frakkland, Hol-
land, Belgía, Luxemburg og Noreg-
ur. Allar líkur eru til að Italía, Is-
land og Danmörk bætist í hópinn
og hefur Gústav Rasmussen, utan-
ríkismálaráðherra Dana, að undan-
förnu dvalið í Washington til að
kynna sér sáttmálann. Portúgal
hefur verið boðin aðild, en frétzt
hefir, að það ríki vilji hafa Spán
með, en hann er af eðlilegum á-
stæðum illa þokkaður meðal lýð-
ræðisríkja, meðan eini*æðisherrann
Franko, fer þar með illa fengin
völd.
Búizt er við að Atlantshafssátt-
málinn verði birtur í dag, og er
ráðgert, að utanríkismálaráðherr-
ar Englands og Frakklands, þeir
Bevin og Schumann, fari vestur
um haf til að undirrita hann. Verð-
ur það gert í Washington 4. apríl
n. k.
Til Atlantshafsbandalagsins er
stofnað í samræmi við lög Samein-
uðu þjóðanna, sem heimila stofnun
varnarbandalaga á tak.mörkuðum
svæðum. Eftir fréttum að dæma
gerir sáttmálinn ekki ráð fyrir her-
setu í bandalagsrikjunum á friðar-
tímum, nema að því leyti sem þau
sjalf halda uppi hervörnum. Aftur
á móti mun gert ráð fyrir, að öfl-
ugri ríkin, eins og t.d. U.S.A.,
styrki hin smærri, t.d. Noreg, með
því að leggja þeim til vopn. Ef á
eitthvert ríkjanna verður ráðist,
munu hin öll skuldbundin til að
gera ráðstafanir því til hjálpar, og
á bandalagið þannig að vera tiU
varnar gegn yfirgangi og ásælni
árásarþjóða.
Undirtektir Rússa.
Rússar eru það stórveldi heims-
ins, sem eftir stríðið hefur rekið
mesta útþenslu- og yfirdrottnunar
pólitík. Þeim líkar stórilla stofnun
Atlantshafsbandalagsins. Hafa þeir
haft í hótunum við Norðmenn og
Dani, ef þeir dirfðust að ganga í
bandalagið, og þannig hafa Rússar
reynt að fæla smáþjóðirnar frá
þátttðku í því. Þeir hafa gert ýmis-
legt fleira, til að skjóta lýðræðis-
þjóðunum skelk í bringu, og m.a.
hafa þeir látið þekktustu forystu-
raenn kommúnista í Frakklandi og
Italíu, þá Thorez og Togliatti, lýsa
yfir því, að ef rússneskur her
brjótist inn í þessi lönd, ínuni
franskir og ítalskir kommúnistar
veita rauða hernum lið. Svipaðar
yfirlýsingar hafa kommúnistar
gefið í flestum hinna væntanlegu
þátttöku-ríkja i Atlantshafsbanda-
laginu. — Þeir ætla sér ekki að
fara dult, kvislingarnir, i næsta
stríði.
Umræður á íslandi.
Hugsanleg þátttaka Islands í At-
landshafsbandalaginu hefur að
undanförnu mikið verið rædd hér
heima. Andstaðan gegn þáttöku
hefur, svo sem vænta matti, fyrst
og fremst komið frá kommúnistum,
en auk þeirra hafa svonefndir
„Þjóðvarnarmenn," sem eru úr ýms
um flokkum, haldið uppi andófi
gegn þátttöku íslands, aðallega á
þeim grundvelli, að hér mætti ekki
leyfa hersetu á friðartímum. Nú
hafa allir lýðræðisflokkarnir í
landinu lýst yfir því, að þeir séu
andvígir hersetu á friðartímum, og
eins og að ofan greinir, munu
væntanleg bandalagsríki ekki verða
krafinn um slíkt, þannig að and-
óf gegn þátttöku okkar af þeirri
ástæðu, hefur ekki lengur við neitt
að styðjast. Síðasta tbl. Þjóðvarn-
ar ber þess líka merki, að verkefni
blaðsins virðast á þrotum, því nú
snúast skrif þess aðallega um inn-
anríkismál, og eru með slíku hand-
bragði, að kommúnistablöð, eins og
t. d. Baldur hér á Isafirði, telja
sér feng að því, að birta ritsmíðarn
ar orðréttar. Er þess að vænta, að
flestir Þjóðvarnarmenn átti sig á
þvi áður en langt um líður, að þeir
eiga ekki samleið með einræðis-
dýrkendum og yfirlýstum kvisling-
um í herbúðum kommúnista. Verð-
ur þá ekki annað lið eftir utan um
Þjóðvörn, en það, sem næst stend-
ur kommúnistum.
Stjórnarflokkarnir hafa allir lýst
yfir samstöðu sinni með lýðræðis-
ríkjunum beggja megin Atlants-
hafsins. Enginn islenzkur komm-
únisti hefur hinsvegar vogað sér
að gefa út hliðstæðar yfirlýsingar
og Thorez og Togliatti. ÞjóSviljinn
hefur þó lyst yfir, ao hann telji þá
þróun „ákaflega sennilega, ao sovét
her neydist til að elta óvini sína
inn á íslenzka grund." Blaðið þegir
um það, hvað íslenzkir kommún-
istar mundu gera, ef svo bæri við,
en enginn, sem fylgst hefur með
málum, getur verið i vafa um, að
íslenzkir kommúnistar, ekki síður
en sama manntegund i öðrum
töndum, myndu fremur taka sér
vígstöðu með rauða hernum, en
með þjóð sinni.
Aðeins öflug samstaða lýðræðis-
afla og lýðræðisríkja gegn einræð-
is- og yfirgangsstefnu Rússa, getur
komið í veg fyrir styrjöld. Undan-
látsemin gagnvart Mússólíni og
Hitler leiddi til siðustu heimsstyrj-
aldar, og vonandi hafa lýðræðis-
sinnar lært af því þá lexíu, einnig
hér uppi á Islandi, að þeir láti sér
Slllátt og stórt.
Tilkynning.
Utanríkismálaráðuneytið tilkynn-
ir, að sendiherra Islands í Þýzka-
landi, hr. Vilhjálmur Finsen, dvelj-
ist fyrst um sinn á hótel Atlantic í
Hamborg.
lnnflutningur á fólki?
Búnaðarþing, sem að undanförnu
hefur setið á rökstólum, vildi láta
flytja inn fólk i stórum stíl til land-
búnaðarstarfa. Nú hefur frétzt, að
yfirvöldin í Þýzkalandi hafi tekið
málaleitunum um þetta efni mjög
vinsamlega,- og má jafnvel gera ráð
fyrir, að úr þessum áformum geti
orðið. Álitamál er þó, hvort slíkir
fólksflutningar eru heppilegir, jafn
vel þó að vinnufólksekla hafi verið
að undanförnu í sveitunum og einn
ig við sjávarsíðuna. Atvinnuhorfur
eru nú að breytast svo í landinu,
að ekki er ólíklegt, að fleiri fáist
eftirleiðis til að snúa sér að fram-
leiðslustörfun í sveit og við sjó,
heldur en áður, meðan peningaflóð
stríðsáranna var sem mest í verzl-
uninni og fjárfesting í húsabygg-
ingum og öðru varí algleymingi.
Fjárhagsáætlun Akureyrar.
Niðurstöðutölur í fjárhagsáætlun
Akureyrar eru nú kr. 6.230.000,00,
en voru í fyrra kr. 5.828.000,00.
TJtsvör eru áætluð 5.042.000,00 kr.,
en voru í fyrra áætluð 4.683.000,00
krónur.
Kauphækkanir.
Starfsmenn ríkisins, Reykjavikur
bæjar og Hafnarfjarðar hafa nýlega
á sameiginlegum fundi farið fram
á 36% grunnlaunahækkun. Sömu
aðilar vilja láta afnema lög þau,
er banna verkföll opinberra starfs-
manna, og endurskoða grundvöll-
inn að vísitölu framfærslukostnað-
ekki bregða, þó kippt sé i spotta
austur í Moskvu.
Allir sannir lýðræðissinnar munu
þessvegna fagna því, ef sáttmáli
Atlantshafsríkjanna reynist, að at-
huguðu máli, þannig, að við Is-
lendingar getum, með fullu tilliti
til smæðar okkar og annarrar sér-
stöðu, gerzt aðilar að hinu fyrir-
hugaða bandalagi, og þar með lagt
okkar litla lóð á vogarskálina til
að stöðva yfirgang árásarríkja, og
um leið tryggt öryggi lands okkar
með því að afla okkur voldugra
bandamanna.