Skutull

Árgangur

Skutull - 18.03.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 18.03.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Lögspeki og bæjarstjóra- sannleikur „Vesturlands“. Alvarlegar bilanir. Kjörskrárnefnd hefur um þessar mundir unnið að samningu kjör- skrár fyrir Isafjarðarkaupstað. Núverandi meirihluta stendur slík ógn af þessum atburði, að það get- ur varla einleikið kallazt. Þó er augljóst, að ný kjörskrá minnir þá heldur óþæéilega á nýj- ar kosningar — nýtt tækifæri, sem bæjarbúar munu nota til þess að gjalda fyrir fjárglæfra og svikin loforð þessara pilta. Og því er nú skolfið og titrað, fálmað og fumað, grátið og kvein- að, bitið og klórað í þessum her- búðum, svo að ekki þarf nú tauga- lækni til þess að gefa úrskurðinn um bilanirnar. En þetta liryllilega drama er að mestu leyti leikið á bak við tjöldin enn sem komið er, það er bara aumingja Ásberg, sem dæmdur liefur verið til þess að skjálfa og titra í „Vesturlandi." Sá hafði líka ýmsa hæfileika í þá átt. Þessi niðursetningur íhaldsins veitist svo bjánalega að Hannibal Valdemarssyni í liinum svokölluðu Staksteinum „Vesturlands,“ að hann bókstaflega lirindir öllum sínum fyrri metum í fimbulfambi, og er þá mikið sagt. Hannibal verður hér á kjörskrá. Já, hamingjan góða! Eru það nokkur undur, þótt Ásberg sé lát- inn skjálfa? Hann Hannibal Valdi- marsson verður hér áfram á kjör- skrá! Hann var svo ótugtarlegur að vilja ekki flytja heimilisfang sitt úr bænum, svo að langþreyttum og þrælstrengdum meirihlutataugum mætti þó veitast sú hvíldin. Nógu oft voru samt þeissir stríðsmenn í- haldsins búnir að tifa á tánum fyr- ir hvern bæjarstjórnarfund, spyrj- andi hver annan með lágu og ve- sölu hvísli: „Ætli hann verði koin- inn í bæinn?“ „A-æ — skyldi hann ekki verða farinn úr bænum? En íhaldstötrið liefur ekki höndl- að óskasteininn í þetta sinn. Iiannibal er hér áfrain á kjör- skrá, og mun núverandi meirihluti oft Verða minntur á það, áður en næstu bæjarstjórnarkosningum lýk- ur. Þyngsti ómaginn ábyggjufullur. Það má þessvegna fyllilega gera ráð fyrir því, að þessar hrjáðu framsveitir íhaldsins gerist þeim P)ufp; yans.tijlj^ri sem naer dregur kosningum. Köstin munu fara v^rsnandi jafnframt því að verða tiðari. Á?Surnefn.dir Staksteinar „Vest- urlan.ds“, benda a, m. k. ótvírætt í þá átt. Strax á fyrsta „Steininum" íær Ásberg kast, — slæmt kast, svo að hann hringsnýst og reynir að bíta þann óþæga, sem ætlar að vera á- fram á kjörskrá. En árásin mistekst og endar með þeirri skelfingu, að þessi háskólagengni rukkari „Vest- urlands" glefsar í rófuna á sjálf- um sér, um leið og hann kailar Hannibal „einn þyngsta. ómagann á bæjarsjóði lsafjarðar.“ Sko, þania átti Ásberg til metn- að, sem bæjarbúar héldu að ekki íyrir fyndist þar. Einhver óþokkinn í íhaldsliðinu hefur augsýnilega talið honum trú um það, að hér væri í veði sæti hans sem efsta manns. En Ásberg getur verið alveg ró- legur. Hann heldur sínu sæti, hvað sem yfir dynur. Svo dýr hefur hann orðið bæjarsjóði Isafjarðar, meðan hann hékk á bæjarstjóra- skrifstofunni yfir fullum skúffum af vanræktum skyldum, að laun hans þessi ár verða aldrei annað en sinámunir einir í samanburði við tjónið af ómennsku þessa hundadagabæjarstjóra íhaldsins. Ásberg auglýsir lög- fræðinginn. Annars er það næsta broslegt að sjá skilgreiningu lögfræðingsins á fjárupphæð þeirri, sem Hannibal mun eiga að nokkru leyti óupp- gerða við bæjarsjóð eins og sakir standa. , Þá er nákvæmnin í meðferð stað- reyndanna og heiðarleikinn í mál- flutningnum eittlivað af svipuðu sauðalnisi og lygasögurnar um inenp og málefni, sem Ásberg voru jafnan svo tiltækar á bæjarstjórn- arfupdunum, meðan liann var og þét. Fyrir skömmu sagði Hannes Hpkkur Halldórsson, að Hannibal sk«ldaði bæjarsjóði 11—12 þús. kr. Uppliæð þessi er þannig fengin, að sífellt er dregið saman, það sem Hannibal skal gert að greíða, enda þólt sumt af því orki tvímælis, en svo er ævinlega gleymt að draga innborganir hans frá, þegar bæjar- búum er tjáð, hvernig reikningarn- ir standa. Þannig liefur Hannibal t. d. greitt 1500 krónur beint inn á þennan reikning. Ennfremur hefur hann greitt handavinnuefni fyrir Gagn- fræðaskólann, eftir að sendingar höfðu verið stöðvaðar sökum þess, að bæjarsjóður leysti ekki kröfurn- ar út. Þá hefur hann kennt við skólann fullan kennslustundafjölda vegría sjúkravistar Guðmundar 'Árnasonar kennara, og þannig má efíaust fieira' néfna. Allt þetta inn- legg Hannibals er látið gleymast í málsmeðferðinni, og finnst Ás- berg það lostæti hið inesta. En sá heiðarleiki og sú ásbergs- lega lögspeki á auðvitað að vera auglýsing fyrir þennan „unga og efnilega“ lögfræðing, ásamt öllum „bæjarstjórasannlpiíkanum“ um heimilishrakninga Hannibals hér í bænuip. Vestfirðingar ættu. sannarlega að lesa þessa „vísindaritgerð" sér- fræðingsins, þyí að eftir þann lest- ur verða þeir ekki í efa úm það, livar leita skal að stórbrotnum lög- fræðingi, þegar mikið liggur við. önnur saga. Ef farið væri að ræða um van- skil ýmissa íhaldskónga hér í bæn- um t.d. þeirra, sem stungið hafa af til Færeyja eða Danmerkur með eigin útsvör undanfarinna ára í vasanum ásamt útsvörum starfs- manna sinna, væri þeim vissu- lega enginn greiði gerður. Um skuld Hannibals er hinsveg- ar hægt að ræða af fullri hrein- skilni, hvar sem er. Iiún er einung- is eitt af hinum talandi dæmum um aðstöðumun Reykvíkinga og þeirra sem búa úti á landsbyggðinni. Hún er raunverulega sönnun þess, að efnalitlir fjölskyldumenn utan af landi geta ekki setið á löggjafar- þingi þjóðarinnar án þess að safna skuldum eins og málúm er nú hátt- að. Þetta er öllum lmgsandi mönnum áhyggjuefni. En íhaldið fagnar, því að samkvæmt þess dómi eiga bara þeir ríku að skipa málum á Álþingi Islendinga. Búsettur og heimilisfastur al- þingismaður í Reykjavík rækir öll sín störf, a.m.k. að nafninu til, jafnframt því að sitja á þingi. Hann heldur því ölíum launum sínum, um leið og hann býr við eðlileg húsnæðiskjör. En alþingismaður utan af lands- byggðinni verður annað tveggja að segja upp störfuin sínum eða setja mann í sinn stað, og þar með af- sala sér launum að mestu eða öllu leyti. Og sé liann fjölskyldumaður, á liann heldur eigi nema um tvennt að velja: Annað hvort að skilja fjölskyldu sína eftir og búa sjálfur við hina dýru greiðasölu höfuð- staðarins, eða flytja fólk sitt með sér fram og aftur og sæta afar- kostum húsaleigubraskaranna í Reykjavík. Ofraun fyrir Ásberg. En þetta er nú auðvitað of slrembin stærðfræði fyrir kollinn á Ásberg, Maður verður því að virða hon- um það til vorluinnar, þótt þeir Isfirðingar, sem voru að verða fulltíða menn um það er ég, unglingur, flutti til bæjarins, gerast nú rosknir menn. Margir þeirra eru nú liorfnir yfir landamærin miklu, aðrir fluttir til fjarlægra staða. Einn þessara jafnaldra okkar, Sig- urður Sigurðsson (sem kunningjar hans kalla Súdda), varð sextugur 7. þ. m., og liefur átt heima hér í bænum nær öslitið alla ævi. — Af- mælisdag Sigurðar var ég ekki í bænum, og verða þessar línur því einskonar eftirmáli, en Sigurður er þesskonar maður að mennt og menningu að skylt finnst mér að heilsa upp á hann með fáeinum orðum á þessum tímamótum ævi hans. Foreldrar Sigurðar voru þau Sig- urður Guðmundsson og Guðbjörg Sigurðardóttir. Sigurður var lengi verkstjóri hjá Tangsverzlun, en hof sjálfur verzlun upp úr aldaraótun- um, og reisti skömmu síðar stein- húsið við Fjarðarstræti, þar sem húsmæðraskólinn leigði í mörg ár. — Var það annað steinliúsið, sem byggt var í bænum og þótti þá mik- ið hús. — Höfðu þau hjón þar um skeið gistingu, og verzlun í syðri endanum. —• Ekki hélt Sigurður Guðmundsson sér fram til neins- honum veitist erfitt að skilja, hversvegna Hannibal getur ekki verið hér starfandi skólastjóri, með- an hann situr á þingi, fyrst héraðs- dómslögmaðurinn (!), Sigurður Bjarnason, getur auglýst sjálfan sig daglega lil viðtals í herbergis- koinpu uppi y,fir „barnum“ á Upp- sölum. En þar sést lögfræðingnum yfir kjarna málsins eins og venju- lega, — sem sé þann, að Sigurður Bjarnason er bara eintómur vind- ur. Meiri „lögspeki.“ Þá er nú dómgreindin hans Ás- bergs ekki mjög vesældarleg ásýnd- um, þegar liann er að basla við að telja fólki trú um, að þing- mennska Hannibals sé algjört eins- dæmi, þar eð hann hafi opinbert einbætti með höndum. Ef Ásberg heldur, að allir les- endur „Vesturlands“ hafi álíka vatnsgrautarhöfuð og hann sjálfur, þá skjátlast lionum enn hrapalega, því að hvert mannsbarn, sem á ann- að borð les stjórnmálablað, þekkir í hópi fyrrverandi og núverandi þingmanna opinbera embættis- menn eins og t. d. Magnús Torfa- son, sýslumann, Gísla Sveinsson, fyrverandi sýslumann, Bjarna skólastjóra á Laugarvatni, Þor- steinn sýslumann Dalamanna, séra Sveinbjörn Högnason og Helga Jónasson, lækni. Allir liafa þessir menn verið í opinberum embættum úti á landi jafnframt því að sitja á Alþingi, sumir jafnvel áratugum saman. Og þess eru engin dæmi, að nokkur hafi gert sig að því ver- aídarviðundri að fást um það. En Ásberg munar ekkert um að sporðrenna þessum „smáfiskum,“ sem nú hafa verið taldir og jafnvel npkkrum í viðbót. Hann hefur orð- ið áð láta annað eins ofan í sig. konar mannvirðinga, en hann, og kona hans ekki síður, voru traust- ir, óhvikulir liðsmenn, þar sem þau léðu fylgi sitt, bæði í bindindis- málum og landsmálum. Hagur þeirra stóð lengstum vel. Sigurður Sigurðsson var snemma riámfús og þótti skara fram úr við barnaskólanám. Fékk liann að því loknú kénnslu í tungumálum ásamt fleirum námsgreinum. Árin 1908 og 1909 var hann í Kennaraskólan- um, og var meðal þeirra beztu, sem útskrifuðust þaðan. — Síðan var hann öðru hvoru við verzlpn hjá föður sírium og síðar hjá Ólafi bróður sínum. — Um tíma verzlaði hann í Bolúngarvík. Nokkrum sinn- lim hefir hann farið utan, og eitt sinn hugðist hann að setjast að í Hamborg, og fást þar við verzlunar Störf og var þar um tíma. — Kennl- ari ér þó aðálævistarf hans. Úm tfiria var hann kennari í Arnardal, en siðustu 20 árin liefir hánn’vér- ið fastur kennari við barnaskóla Isafjaroar. Hann var Jeiðbeinandi og túlkur brezku liersetumannanna, sem dvöldu hér í bænum á stríðs- árunum. " Sigurður er maður fjölgreindur, fjölfróður og hnýsinn um nýjung- Framhald á 4. síðu. Sigurður Sigurðsson, kennari sextngur.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.